Neytendasamtökin vinna fyrir þig Stefán Hrafn Jónsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda. Ég hef verið félagsmaður í Neytendasamtökunum í mörg ár. Ég hef greitt sjálfur mín félagsgjöld án þess að kvarta, líkt og skatta sem ég veit að fara að mestu í góð samfélagsleg málefni. Mér þótti stundum, eða öllu heldur var sagt, að Neytendasamtökin væru heldur hægfara. Ég naut samt góðs af því að vera félagsmaður þegar tölvufyrirtæki í bænum reyndi að snuða dóttur mína um ábyrgð á fartölvu og þagði um þekktan framleiðslugalla í skjákorti vélarinnar. Þar fengum við félagsgjaldið mitt endurgreitt margfalt það árið.Árangur Neytendasamtakanna Þegar ég loks gaf mér tíma til að lesa viðtal við Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formann, í marstölublaði Neytendablaðsins áttaði ég mig á að mikilvægi Neytendasamtakanna er síst minna árið 2017 en þegar þau voru stofnuð fyrir 64 árum. Hagur þess að úrlausn fannst varðandi vél dóttur minnar hverfur í skuggann af þeim árangri sem barátta samtakanna hefur skilað fyrir alla neytendur, félagsmenn sem og aðra. Starf samtakanna felst ekki aðeins í aðstoð fyrir einstaklinga og því sem ratar í fjölmiða. Neytendasamtökin hafa í raun náð ótrúlegum árangri miðað við smæð og fáa félagsmenn. Í viðtalinu fer Jóhannes yfir mörg baráttumál samtakanna í gegnum árin og áratugina og ég fyllist lotningu. Frægast er líklega kartöflumálið þegar fámenn hagsmunasamtök þurftu árum saman að berjast á móti ríkisrekinni grænmetisverslun sem seldi óætar kartöflur og flokkaði jafnvel sem fyrsta flokks. Neytendasamtökin bentu á líklegt verðsamráð olíufélaganna sem mögulega var undanfari opinberrar rannsóknar á stórfelldu samkeppnisbroti þeirra og náði fram bótum fyrir þá neytendur sem sýnt gátu fram á tjón af völdum samráðsins. Barátta við ósanngjarnt og ógegnsætt ábyrgðarmannakerfi lánastofnana er annað dæmi um öflugt starf Neytendasamtakanna. Erfitt er að meta árangur stöðugrar baráttu samtakanna fyrir réttlátari smásölumarkaði fyrir landbúnaðarvörur. Margir telja að á þeim vettvangi hafi hagsmunaöfl barist fyrir hag annarra en neytenda með miklum ítökum í íslenskum stjórnmálum. Um hag neytenda í núverandi landbúnaðarkerfi er mikið deilt og mun ég ekki leiða þá deilu til lykta hér. Við þetta er að bæta að frá og með 15. júní heyrðu reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Það er meðal annars vegna áralangrar baráttu Samtaka evrópskra neytendasamtaka, BEUC, sem íslensku Neytendasamtökin eru hluti af.Samhengi hagsmunaafla Ýmis hagsmunasamtök seljenda og framleiðenda sinna hagsmunagæslu af miklu kappi og hafa úr mun meira fjármagni að spila en Neytendasamtökin. Í ljósi smæðar samtakanna sem velta um 70-80 milljónum króna árlega er árangur þeirra mikill. Ef neytendur eru ósáttir við núverandi neytendaumhverfi, þá get ég ekki hugsað mér hvernig staðan væri ef Neytendasamtökin hefðu aldrei verið stofnuð.Mikilvægi neytenda Ég mun áfram starfa í stjórn Neytendasamtakanna og mun ég fús hlusta á raddir félagsmanna sem koma fram með tillögur um betrumbætur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn bendi á það sem betur má fara. En fullyrðingar um að samtökin séu ekki að standa sig get ég ekki samþykkt eftir að hafa lesið viðtalið við Jóhannes og kynnt mér sögu samtakanna. Það er ekki síður neytendavitund landsmanna sem þarf að efla en staða Neytendasamtakanna. Núverandi erfiðleikar eru tímabundnir og úr þeim verður leyst og því biðjum við félagsmenn að sýna okkur biðlund. Um síðir mun nást lending í stjórnarkreppu Neytendasamtakanna, þau munu lifa áfram. Á þeim tíma sem gustað hefur um stjórn samtakanna hefur starfsfólk samtakanna unnið ötult starf fyrir félagsmenn og í raun alla neytendur. Starfsfólkið verður endurráðið þannig að það geti haldið áfram að bera Neytendasamtökin uppi með ykkar aðstoð.Framtíðin Stjórn Neytendasamtakanna og öflugt starfsfólk sér um rekstur Neytendasamtakanna. Við þurfum vissulega fleiri félagsmenn til að stunda áfram kraftmikið starf fyrir hag neytenda. Afl Neytendasamtakanna felst í samtakamætti og fjölda félagsmanna. Neytendamál snúast um svo miklu meira en tilkomu Costco og lægra vöruverð. Vísbendingum um lægra vöruverð tökum við fagnandi en neytendur þurfa áfram að standa saman og berjast fyrir bættu neytendaumhverfi á öllum sviðum. Gerumst félagsmenn og vinnum saman að betra neytendaumhverfi. Höfundur er félagsfræðingur og varaformaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda. Ég hef verið félagsmaður í Neytendasamtökunum í mörg ár. Ég hef greitt sjálfur mín félagsgjöld án þess að kvarta, líkt og skatta sem ég veit að fara að mestu í góð samfélagsleg málefni. Mér þótti stundum, eða öllu heldur var sagt, að Neytendasamtökin væru heldur hægfara. Ég naut samt góðs af því að vera félagsmaður þegar tölvufyrirtæki í bænum reyndi að snuða dóttur mína um ábyrgð á fartölvu og þagði um þekktan framleiðslugalla í skjákorti vélarinnar. Þar fengum við félagsgjaldið mitt endurgreitt margfalt það árið.Árangur Neytendasamtakanna Þegar ég loks gaf mér tíma til að lesa viðtal við Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formann, í marstölublaði Neytendablaðsins áttaði ég mig á að mikilvægi Neytendasamtakanna er síst minna árið 2017 en þegar þau voru stofnuð fyrir 64 árum. Hagur þess að úrlausn fannst varðandi vél dóttur minnar hverfur í skuggann af þeim árangri sem barátta samtakanna hefur skilað fyrir alla neytendur, félagsmenn sem og aðra. Starf samtakanna felst ekki aðeins í aðstoð fyrir einstaklinga og því sem ratar í fjölmiða. Neytendasamtökin hafa í raun náð ótrúlegum árangri miðað við smæð og fáa félagsmenn. Í viðtalinu fer Jóhannes yfir mörg baráttumál samtakanna í gegnum árin og áratugina og ég fyllist lotningu. Frægast er líklega kartöflumálið þegar fámenn hagsmunasamtök þurftu árum saman að berjast á móti ríkisrekinni grænmetisverslun sem seldi óætar kartöflur og flokkaði jafnvel sem fyrsta flokks. Neytendasamtökin bentu á líklegt verðsamráð olíufélaganna sem mögulega var undanfari opinberrar rannsóknar á stórfelldu samkeppnisbroti þeirra og náði fram bótum fyrir þá neytendur sem sýnt gátu fram á tjón af völdum samráðsins. Barátta við ósanngjarnt og ógegnsætt ábyrgðarmannakerfi lánastofnana er annað dæmi um öflugt starf Neytendasamtakanna. Erfitt er að meta árangur stöðugrar baráttu samtakanna fyrir réttlátari smásölumarkaði fyrir landbúnaðarvörur. Margir telja að á þeim vettvangi hafi hagsmunaöfl barist fyrir hag annarra en neytenda með miklum ítökum í íslenskum stjórnmálum. Um hag neytenda í núverandi landbúnaðarkerfi er mikið deilt og mun ég ekki leiða þá deilu til lykta hér. Við þetta er að bæta að frá og með 15. júní heyrðu reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Það er meðal annars vegna áralangrar baráttu Samtaka evrópskra neytendasamtaka, BEUC, sem íslensku Neytendasamtökin eru hluti af.Samhengi hagsmunaafla Ýmis hagsmunasamtök seljenda og framleiðenda sinna hagsmunagæslu af miklu kappi og hafa úr mun meira fjármagni að spila en Neytendasamtökin. Í ljósi smæðar samtakanna sem velta um 70-80 milljónum króna árlega er árangur þeirra mikill. Ef neytendur eru ósáttir við núverandi neytendaumhverfi, þá get ég ekki hugsað mér hvernig staðan væri ef Neytendasamtökin hefðu aldrei verið stofnuð.Mikilvægi neytenda Ég mun áfram starfa í stjórn Neytendasamtakanna og mun ég fús hlusta á raddir félagsmanna sem koma fram með tillögur um betrumbætur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn bendi á það sem betur má fara. En fullyrðingar um að samtökin séu ekki að standa sig get ég ekki samþykkt eftir að hafa lesið viðtalið við Jóhannes og kynnt mér sögu samtakanna. Það er ekki síður neytendavitund landsmanna sem þarf að efla en staða Neytendasamtakanna. Núverandi erfiðleikar eru tímabundnir og úr þeim verður leyst og því biðjum við félagsmenn að sýna okkur biðlund. Um síðir mun nást lending í stjórnarkreppu Neytendasamtakanna, þau munu lifa áfram. Á þeim tíma sem gustað hefur um stjórn samtakanna hefur starfsfólk samtakanna unnið ötult starf fyrir félagsmenn og í raun alla neytendur. Starfsfólkið verður endurráðið þannig að það geti haldið áfram að bera Neytendasamtökin uppi með ykkar aðstoð.Framtíðin Stjórn Neytendasamtakanna og öflugt starfsfólk sér um rekstur Neytendasamtakanna. Við þurfum vissulega fleiri félagsmenn til að stunda áfram kraftmikið starf fyrir hag neytenda. Afl Neytendasamtakanna felst í samtakamætti og fjölda félagsmanna. Neytendamál snúast um svo miklu meira en tilkomu Costco og lægra vöruverð. Vísbendingum um lægra vöruverð tökum við fagnandi en neytendur þurfa áfram að standa saman og berjast fyrir bættu neytendaumhverfi á öllum sviðum. Gerumst félagsmenn og vinnum saman að betra neytendaumhverfi. Höfundur er félagsfræðingur og varaformaður Neytendasamtakanna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar