Neytendasamtökin vinna fyrir þig Stefán Hrafn Jónsson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda. Ég hef verið félagsmaður í Neytendasamtökunum í mörg ár. Ég hef greitt sjálfur mín félagsgjöld án þess að kvarta, líkt og skatta sem ég veit að fara að mestu í góð samfélagsleg málefni. Mér þótti stundum, eða öllu heldur var sagt, að Neytendasamtökin væru heldur hægfara. Ég naut samt góðs af því að vera félagsmaður þegar tölvufyrirtæki í bænum reyndi að snuða dóttur mína um ábyrgð á fartölvu og þagði um þekktan framleiðslugalla í skjákorti vélarinnar. Þar fengum við félagsgjaldið mitt endurgreitt margfalt það árið.Árangur Neytendasamtakanna Þegar ég loks gaf mér tíma til að lesa viðtal við Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formann, í marstölublaði Neytendablaðsins áttaði ég mig á að mikilvægi Neytendasamtakanna er síst minna árið 2017 en þegar þau voru stofnuð fyrir 64 árum. Hagur þess að úrlausn fannst varðandi vél dóttur minnar hverfur í skuggann af þeim árangri sem barátta samtakanna hefur skilað fyrir alla neytendur, félagsmenn sem og aðra. Starf samtakanna felst ekki aðeins í aðstoð fyrir einstaklinga og því sem ratar í fjölmiða. Neytendasamtökin hafa í raun náð ótrúlegum árangri miðað við smæð og fáa félagsmenn. Í viðtalinu fer Jóhannes yfir mörg baráttumál samtakanna í gegnum árin og áratugina og ég fyllist lotningu. Frægast er líklega kartöflumálið þegar fámenn hagsmunasamtök þurftu árum saman að berjast á móti ríkisrekinni grænmetisverslun sem seldi óætar kartöflur og flokkaði jafnvel sem fyrsta flokks. Neytendasamtökin bentu á líklegt verðsamráð olíufélaganna sem mögulega var undanfari opinberrar rannsóknar á stórfelldu samkeppnisbroti þeirra og náði fram bótum fyrir þá neytendur sem sýnt gátu fram á tjón af völdum samráðsins. Barátta við ósanngjarnt og ógegnsætt ábyrgðarmannakerfi lánastofnana er annað dæmi um öflugt starf Neytendasamtakanna. Erfitt er að meta árangur stöðugrar baráttu samtakanna fyrir réttlátari smásölumarkaði fyrir landbúnaðarvörur. Margir telja að á þeim vettvangi hafi hagsmunaöfl barist fyrir hag annarra en neytenda með miklum ítökum í íslenskum stjórnmálum. Um hag neytenda í núverandi landbúnaðarkerfi er mikið deilt og mun ég ekki leiða þá deilu til lykta hér. Við þetta er að bæta að frá og með 15. júní heyrðu reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Það er meðal annars vegna áralangrar baráttu Samtaka evrópskra neytendasamtaka, BEUC, sem íslensku Neytendasamtökin eru hluti af.Samhengi hagsmunaafla Ýmis hagsmunasamtök seljenda og framleiðenda sinna hagsmunagæslu af miklu kappi og hafa úr mun meira fjármagni að spila en Neytendasamtökin. Í ljósi smæðar samtakanna sem velta um 70-80 milljónum króna árlega er árangur þeirra mikill. Ef neytendur eru ósáttir við núverandi neytendaumhverfi, þá get ég ekki hugsað mér hvernig staðan væri ef Neytendasamtökin hefðu aldrei verið stofnuð.Mikilvægi neytenda Ég mun áfram starfa í stjórn Neytendasamtakanna og mun ég fús hlusta á raddir félagsmanna sem koma fram með tillögur um betrumbætur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn bendi á það sem betur má fara. En fullyrðingar um að samtökin séu ekki að standa sig get ég ekki samþykkt eftir að hafa lesið viðtalið við Jóhannes og kynnt mér sögu samtakanna. Það er ekki síður neytendavitund landsmanna sem þarf að efla en staða Neytendasamtakanna. Núverandi erfiðleikar eru tímabundnir og úr þeim verður leyst og því biðjum við félagsmenn að sýna okkur biðlund. Um síðir mun nást lending í stjórnarkreppu Neytendasamtakanna, þau munu lifa áfram. Á þeim tíma sem gustað hefur um stjórn samtakanna hefur starfsfólk samtakanna unnið ötult starf fyrir félagsmenn og í raun alla neytendur. Starfsfólkið verður endurráðið þannig að það geti haldið áfram að bera Neytendasamtökin uppi með ykkar aðstoð.Framtíðin Stjórn Neytendasamtakanna og öflugt starfsfólk sér um rekstur Neytendasamtakanna. Við þurfum vissulega fleiri félagsmenn til að stunda áfram kraftmikið starf fyrir hag neytenda. Afl Neytendasamtakanna felst í samtakamætti og fjölda félagsmanna. Neytendamál snúast um svo miklu meira en tilkomu Costco og lægra vöruverð. Vísbendingum um lægra vöruverð tökum við fagnandi en neytendur þurfa áfram að standa saman og berjast fyrir bættu neytendaumhverfi á öllum sviðum. Gerumst félagsmenn og vinnum saman að betra neytendaumhverfi. Höfundur er félagsfræðingur og varaformaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur gustað um Neytendasamtökin undanfarnar vikur og þótt slíkt hafi gerst áður hafa samtökin alla jafna siglt nokkuð lygnan sjó þar sem stjórnarmenn, starfsfólk og formaður hafa unnið sem ein heild að baráttumálum neytenda. Ég hef verið félagsmaður í Neytendasamtökunum í mörg ár. Ég hef greitt sjálfur mín félagsgjöld án þess að kvarta, líkt og skatta sem ég veit að fara að mestu í góð samfélagsleg málefni. Mér þótti stundum, eða öllu heldur var sagt, að Neytendasamtökin væru heldur hægfara. Ég naut samt góðs af því að vera félagsmaður þegar tölvufyrirtæki í bænum reyndi að snuða dóttur mína um ábyrgð á fartölvu og þagði um þekktan framleiðslugalla í skjákorti vélarinnar. Þar fengum við félagsgjaldið mitt endurgreitt margfalt það árið.Árangur Neytendasamtakanna Þegar ég loks gaf mér tíma til að lesa viðtal við Jóhannes Gunnarsson, fyrrverandi formann, í marstölublaði Neytendablaðsins áttaði ég mig á að mikilvægi Neytendasamtakanna er síst minna árið 2017 en þegar þau voru stofnuð fyrir 64 árum. Hagur þess að úrlausn fannst varðandi vél dóttur minnar hverfur í skuggann af þeim árangri sem barátta samtakanna hefur skilað fyrir alla neytendur, félagsmenn sem og aðra. Starf samtakanna felst ekki aðeins í aðstoð fyrir einstaklinga og því sem ratar í fjölmiða. Neytendasamtökin hafa í raun náð ótrúlegum árangri miðað við smæð og fáa félagsmenn. Í viðtalinu fer Jóhannes yfir mörg baráttumál samtakanna í gegnum árin og áratugina og ég fyllist lotningu. Frægast er líklega kartöflumálið þegar fámenn hagsmunasamtök þurftu árum saman að berjast á móti ríkisrekinni grænmetisverslun sem seldi óætar kartöflur og flokkaði jafnvel sem fyrsta flokks. Neytendasamtökin bentu á líklegt verðsamráð olíufélaganna sem mögulega var undanfari opinberrar rannsóknar á stórfelldu samkeppnisbroti þeirra og náði fram bótum fyrir þá neytendur sem sýnt gátu fram á tjón af völdum samráðsins. Barátta við ósanngjarnt og ógegnsætt ábyrgðarmannakerfi lánastofnana er annað dæmi um öflugt starf Neytendasamtakanna. Erfitt er að meta árangur stöðugrar baráttu samtakanna fyrir réttlátari smásölumarkaði fyrir landbúnaðarvörur. Margir telja að á þeim vettvangi hafi hagsmunaöfl barist fyrir hag annarra en neytenda með miklum ítökum í íslenskum stjórnmálum. Um hag neytenda í núverandi landbúnaðarkerfi er mikið deilt og mun ég ekki leiða þá deilu til lykta hér. Við þetta er að bæta að frá og með 15. júní heyrðu reikigjöld vegna fjarskiptanotkunar innan EES sögunni til. Það er meðal annars vegna áralangrar baráttu Samtaka evrópskra neytendasamtaka, BEUC, sem íslensku Neytendasamtökin eru hluti af.Samhengi hagsmunaafla Ýmis hagsmunasamtök seljenda og framleiðenda sinna hagsmunagæslu af miklu kappi og hafa úr mun meira fjármagni að spila en Neytendasamtökin. Í ljósi smæðar samtakanna sem velta um 70-80 milljónum króna árlega er árangur þeirra mikill. Ef neytendur eru ósáttir við núverandi neytendaumhverfi, þá get ég ekki hugsað mér hvernig staðan væri ef Neytendasamtökin hefðu aldrei verið stofnuð.Mikilvægi neytenda Ég mun áfram starfa í stjórn Neytendasamtakanna og mun ég fús hlusta á raddir félagsmanna sem koma fram með tillögur um betrumbætur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að félagsmenn bendi á það sem betur má fara. En fullyrðingar um að samtökin séu ekki að standa sig get ég ekki samþykkt eftir að hafa lesið viðtalið við Jóhannes og kynnt mér sögu samtakanna. Það er ekki síður neytendavitund landsmanna sem þarf að efla en staða Neytendasamtakanna. Núverandi erfiðleikar eru tímabundnir og úr þeim verður leyst og því biðjum við félagsmenn að sýna okkur biðlund. Um síðir mun nást lending í stjórnarkreppu Neytendasamtakanna, þau munu lifa áfram. Á þeim tíma sem gustað hefur um stjórn samtakanna hefur starfsfólk samtakanna unnið ötult starf fyrir félagsmenn og í raun alla neytendur. Starfsfólkið verður endurráðið þannig að það geti haldið áfram að bera Neytendasamtökin uppi með ykkar aðstoð.Framtíðin Stjórn Neytendasamtakanna og öflugt starfsfólk sér um rekstur Neytendasamtakanna. Við þurfum vissulega fleiri félagsmenn til að stunda áfram kraftmikið starf fyrir hag neytenda. Afl Neytendasamtakanna felst í samtakamætti og fjölda félagsmanna. Neytendamál snúast um svo miklu meira en tilkomu Costco og lægra vöruverð. Vísbendingum um lægra vöruverð tökum við fagnandi en neytendur þurfa áfram að standa saman og berjast fyrir bættu neytendaumhverfi á öllum sviðum. Gerumst félagsmenn og vinnum saman að betra neytendaumhverfi. Höfundur er félagsfræðingur og varaformaður Neytendasamtakanna.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun