Norskir eldisrisar bjargi landsbyggðinni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 25. júlí 2017 07:00 Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun