HM gefur okkur von um bjartari tíma Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:00 Ungstirnið Ludovic Fabregas reyndist íslensku vörninni erfiður í leiknum á laugardaginn. Hér skorar hann eitt fimm marka sinna án þess að íslensku varnarmennirnir fái rönd við reist. vísir/getty Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Strákarnir okkar luku keppni á HM um helgina. Liðið tapaði þá með sæmd gegn ríkjandi heimsmeisturum fyrir framan 28 þúsund Frakka sem létu vel í sér heyra. Sögulegur leikur því aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik á HM. Umgjörðin var stórkostleg og okkar lið fékk heldur betur dýrmæta reynslu í þessum leik sem og á mótinu. Fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks voru stórkostlegar. Vörnin geggjuð með Bjarka Má Gunnarsson í broddi fylkingar og uppstilltur sóknarleikur gekk ljómandi vel þrátt fyrir engin mörk úr hornum eða línu. Liðið kastaði ekki frá sér boltanum og var agað. Fimm tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum þýddu að Frakkar leiddu með einu marki í hálfleik, 14-13. Fimm tapaðir boltar á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks í bland við lélega vörn og enga markvörslu gerði svo út um leikinn. Okkar menn sýndu karakter, dug og þor með því að koma til baka en andstæðingurinn var einfaldlega of sterkur. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt mót og liðið hefur stigið mörg jákvæð skref fram á við. Neikvæðnipésar munu tala um að liðið hafi bara unnið einn leik á mótinu en liðið var líka bara einu marki frá því að vinna Túnis og Makedóníu. Eitt mark vantaði líka til að taka stig af Slóveníu. Það vantaði ansi oft herslumuninn og það má að mörgu leyti skrifa á reynsluleysi. Vissulega var þetta ekki bara ungt lið en þeir sem eldri eru hafa takmarkaða reynslu af stórmótum. Gullkynslóðin okkar var það frábær að þeir voru í raun ekki að fá alvöru tækifæri fyrr en núna. Óhætt er að segja að Rúnar Kárason hafi nýtt það tækifæri manna best. Frábært mót hjá honum í sókn sem og vörn. Hann sýndi líka viljann til þess að vera leiðtogi. Hann er sterkur karakter sem vill taka skotin sem öllu skipta.grafík/fréttablaðiðÓlafur Guðmundsson stimplaði sig inn sem sterkur varnarmaður en við fengum ekki það frá honum í sókninni sem vonast var eftir. Hann sýndi þó í fyrri hálfleik gegn Frökkum hvað hann getur en þessir kaflar eru of fáir og hann gerir enn of mörg mistök. Hvort hann nái nokkurn tímann þeim hæðum sem vonir stóðu til verður tíminn að leiða í ljós. Ísland eignaðist á þessu móti nýjan heimsklassahornamann í Bjarka Má Elíssyni. Óttalaus og fáranlega hæfileikaríkur. Geir þjálfari blóðgaði Arnar Frey Arnarsson og Ómar Inga Magnússon og þar fara framtíðarmenn. Janus Daði er hæfileikabúnt sem þarf frekari slípun. Hana fær hann í Danmörku og hann verður í lykilhlutverki í þessu landsliði á komandi árum. Þjálfarateymið má líka vera stolt af varnarleiknum sem liðið spilaði á mótinu þó svo besti maður varnarinnar á HM, Bjarki Már Gunnarsson, hafi verið skilinn eftir upp í stúku af þjálfurunum í byrjun. Bjarki gekk í endurnýjun lífdaga í Frakklandi sem er líka jákvætt fyrir liðið. Svo má ekki gleyma því að í liðið vantaði einn besta leikmann heims, Aron Pálmarsson. Félagar hans eru nú búnir að fá reynslu sem gerir þá sterkari. Liðið verður mun sterkara er Aron snýr aftur. Drengirnir sýndu líka karakter. Það var mikið hugrekki, vilji og andi í liðinu sem er til fyrirmyndar. Á þessu öllu má byggja til framtíðar. Margir óttuðust svartnætti hjá landsliðinu í kjölfar þess að gullkynslóðin væri nánast horfin. Það er örugglega farið að birta til hjá þeim efasemdarmönnum eftir þetta mót.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira