Pólskukennslu í stað dönskunnar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2017 00:00 Pólverjar eru langstærsti minnihlutahópurinn á Íslandi, nærri 40 prósent af öllum innflytjendum, og þeim fer fjölgandi. Innflytjendur eru um 10 prósent á Íslandi í dag. Pólverjar gætu verið orðnir fimm til sex prósent mannfjöldans eftir nokkur ár eða áratugi og það er fínt. Pólska heyrist oft á Íslandi, það er stundum eina málið sem heyrist á byggingarsvæðum og oft hefur verið erfitt að fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum og kaffihúsum. Búast má við að Pólverjar verði áfram langstærsti minnihlutahópurinn hér og að hlutfallið haldi áfram að hækka því ekki er ólíklegt að fólk flytjist til landsins meðan störfin eru næg og íslensk fyrirtæki fara til Póllands til að ná í starfsfólk. Pólsk börn læra íslensku í leikskólum, grunnskólum og á leiksvæðum í hverfinu sínu. Vonandi læra þau móðurmálið sitt líka því þessi börn alast hér upp og verða pólskumælandi Íslendingar. Þegar ég hlusta á barnabarnið mitt tala íslensku með pólskum áherslum í leik velti ég stundum fyrir mér hvort við Íslendingar ættum ekki að kenna pólsku sem annað, þriðja eða fjórða erlenda tungumálið í grunnskólum eða framhaldsskólum. Það gæti auðveldað samskipti og skilning milli þessara hópa, íslenskumælandi meirihlutans og pólskumælandi minnihlutans. Þegar ég bjó í Finnlandi á níunda áratugnum var tvítyngið mikið til umræðu. Finnar eru flestir finnskumælandi en sumir þeirra eru sænskumælandi, líklega um fimm prósent. Finnland var öldum saman hluti af sænska konungsríkinu og Svíar fluttust snemma til Finnlands til að setjast þar að. Samkvæmt lögum hafa þessi tvö tungumál því jafna stöðu. Sambúðin hefur ekki verið áreynslulaus en Finnar telja samt mikilvægt að viðhalda stöðu sænsku tungunnar í Finnlandi.Enginn danskur minnihluti hér Auðvitað hafa Pólverjar ekki sömu stöðu hér og sænskumælandi yfirstéttin í Finnlandi. En ég velti því samt fyrir mér hvort það sé ekki tímaskekkja að krakkar læri dönsku sem annað erlenda tungumálið í íslensku skólakerfi. Við erum mikið til hætt að tala norðurlandamál í norrænu samstarfi því enskan hefur tekið yfir. Og hér er enginn danskur minnihluti eins og sá sænski í Finnlandi. Ef pólskan verður jafn algeng hér og sænskan í Finnlandi, er þá ekki eðlilegt að við kennum mál stærsta minnihlutahópsins frekar en að kenna dönsku? Tungumálakunnátta byggir brú. Hún hjálpar okkur að hafa samskipti. Ættum við að bæta við pólsku sem þriðja erlenda tungumálinu í skyldunámi? Eða vali? Ættum við að skipta út dönskunni fyrir pólsku? Eða ætti pólska bara alls ekkert að vera kennd hér á landi? Þetta er eitthvað sem við þyrftum að velta fyrir okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Pólverjar eru langstærsti minnihlutahópurinn á Íslandi, nærri 40 prósent af öllum innflytjendum, og þeim fer fjölgandi. Innflytjendur eru um 10 prósent á Íslandi í dag. Pólverjar gætu verið orðnir fimm til sex prósent mannfjöldans eftir nokkur ár eða áratugi og það er fínt. Pólska heyrist oft á Íslandi, það er stundum eina málið sem heyrist á byggingarsvæðum og oft hefur verið erfitt að fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum og kaffihúsum. Búast má við að Pólverjar verði áfram langstærsti minnihlutahópurinn hér og að hlutfallið haldi áfram að hækka því ekki er ólíklegt að fólk flytjist til landsins meðan störfin eru næg og íslensk fyrirtæki fara til Póllands til að ná í starfsfólk. Pólsk börn læra íslensku í leikskólum, grunnskólum og á leiksvæðum í hverfinu sínu. Vonandi læra þau móðurmálið sitt líka því þessi börn alast hér upp og verða pólskumælandi Íslendingar. Þegar ég hlusta á barnabarnið mitt tala íslensku með pólskum áherslum í leik velti ég stundum fyrir mér hvort við Íslendingar ættum ekki að kenna pólsku sem annað, þriðja eða fjórða erlenda tungumálið í grunnskólum eða framhaldsskólum. Það gæti auðveldað samskipti og skilning milli þessara hópa, íslenskumælandi meirihlutans og pólskumælandi minnihlutans. Þegar ég bjó í Finnlandi á níunda áratugnum var tvítyngið mikið til umræðu. Finnar eru flestir finnskumælandi en sumir þeirra eru sænskumælandi, líklega um fimm prósent. Finnland var öldum saman hluti af sænska konungsríkinu og Svíar fluttust snemma til Finnlands til að setjast þar að. Samkvæmt lögum hafa þessi tvö tungumál því jafna stöðu. Sambúðin hefur ekki verið áreynslulaus en Finnar telja samt mikilvægt að viðhalda stöðu sænsku tungunnar í Finnlandi.Enginn danskur minnihluti hér Auðvitað hafa Pólverjar ekki sömu stöðu hér og sænskumælandi yfirstéttin í Finnlandi. En ég velti því samt fyrir mér hvort það sé ekki tímaskekkja að krakkar læri dönsku sem annað erlenda tungumálið í íslensku skólakerfi. Við erum mikið til hætt að tala norðurlandamál í norrænu samstarfi því enskan hefur tekið yfir. Og hér er enginn danskur minnihluti eins og sá sænski í Finnlandi. Ef pólskan verður jafn algeng hér og sænskan í Finnlandi, er þá ekki eðlilegt að við kennum mál stærsta minnihlutahópsins frekar en að kenna dönsku? Tungumálakunnátta byggir brú. Hún hjálpar okkur að hafa samskipti. Ættum við að bæta við pólsku sem þriðja erlenda tungumálinu í skyldunámi? Eða vali? Ættum við að skipta út dönskunni fyrir pólsku? Eða ætti pólska bara alls ekkert að vera kennd hér á landi? Þetta er eitthvað sem við þyrftum að velta fyrir okkur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun