Smitvarnir innfluttra hunda Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2017 12:44 Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar