Bottas: Við þurftum á þessu að halda sem lið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júní 2017 07:00 Valtteri Bottas, Lewis Hamilton og Daniel Ricciardo á verðlaunapalli í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sinn sjötta sigur í Kanada í dag. Honum var aldrei ógnað. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég held að það sé hvergi eins vel tekið á móti okkur og hér í Kanada. Þetta var góður dagur og ég er stoltur af liðinu. Ég er bara einn hlekkur í risastórri keðju,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Við þurftum á þessu að halda sem lið. Við áttum erfiða helgi í Mónakó. Það er gott að koma til baka sem lið. Ég vissi hvað ég þurfti að gera til að tryggja okkur stigin í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag. „Það var bara gaman í dag þegar ég kom í endamarkið. Ég var annars að einbeita mér að öllum mætti að kappakstrinum. Ég þurfti að verjast í allan dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji í dag. Ricciardo bauð svo upp á einn „Shoey“ [kampavín úr skó] og hellti í einn fyrir sir Patrick Stewart sem tók viðtölin á verðlaunapallinum og þakkaði fyrir sig. „Ég vorkenni Max Verstappen, hann átti afar góða ræsingu en því miður gat hann ekki klárað keppnina. Á þessari braut sjást veikleikar okkar venjulega mjög vel. Þess vegna erum við mjög ánægð með keppni sem þessa, þar sem við náum verðlaunapalli,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.Lance Stroll átti frábæran dag.Vísir/Getty„Lykillinn að þessu var að hann ók vel. Hann tók fram úr eins og Formúlu 1 ökumanni sæmir. Hann tók fram úr svona fimm bílum til að láta áætlun okkar ganga upp,“ sagði Rob Smedley, keppnisstjóri Williams um Lance Stroll. Lance Stroll náði í tvö stig í dag, sín fyrstu stig í Formúlu 1 á heimavelli. „Tímabilið hefur byrjað brösulega. Við vissum alltaf að við gætum gert þetta. Það hefur bara alltaf eitthvað komið upp á, snertingar eða tæknilegar bilanir. Við áttum bara hreinan dag í dag. Það er sérstakt að geta tekið fram úr og tekið þátt í baráttunni,“ sagði Stroll sem varð níundi í dag. „Ég vildi ná í verðlaun, það er svekkjandi að það tókst ekki. Við byrjuðum ekkert alltof vel í dag. Ég var nokkuð viss um að við hefðum geta gert meira. Þrír bílar í gegnum beygju hlið við hlið gengur ekki upp,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Þetta var góð keppni í heildina, það er bara synd að ég fékk ekki tækifæri til að takast á við Ricciardo. Mér fannst í raunveruleikanum að ég hefði geta náð á verðlaunapall í dag. Það mun koma að því,“ sagði Esteban Ocon. „Ég var alla keppnina fyrir aftan Ricciardo, hann gerði engin mistök. Ég var alltaf innan DRS svæðisins hjá Daniel. Ég var ekkert að hindra Esteban neitt sérstaklega. Ég bað um smá tækifæri því við vorum að fara að ná bílum og þá getur skapast tækifæri. Það gerðist ekki. Við ættum bara að setjast niður og ræða málin til að ákveða hvað er rétt að gera ef þessi aðstaða kemur upp afur,“ sagði Sergio Perez sem varð fimmti í dag á Force India bílnum. Hann hefur nú lokið 37 keppnnum í röð. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05 Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn sjötta sigur í Kanada í dag. Honum var aldrei ógnað. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég held að það sé hvergi eins vel tekið á móti okkur og hér í Kanada. Þetta var góður dagur og ég er stoltur af liðinu. Ég er bara einn hlekkur í risastórri keðju,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Við þurftum á þessu að halda sem lið. Við áttum erfiða helgi í Mónakó. Það er gott að koma til baka sem lið. Ég vissi hvað ég þurfti að gera til að tryggja okkur stigin í dag,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar í dag. „Það var bara gaman í dag þegar ég kom í endamarkið. Ég var annars að einbeita mér að öllum mætti að kappakstrinum. Ég þurfti að verjast í allan dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji í dag. Ricciardo bauð svo upp á einn „Shoey“ [kampavín úr skó] og hellti í einn fyrir sir Patrick Stewart sem tók viðtölin á verðlaunapallinum og þakkaði fyrir sig. „Ég vorkenni Max Verstappen, hann átti afar góða ræsingu en því miður gat hann ekki klárað keppnina. Á þessari braut sjást veikleikar okkar venjulega mjög vel. Þess vegna erum við mjög ánægð með keppni sem þessa, þar sem við náum verðlaunapalli,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.Lance Stroll átti frábæran dag.Vísir/Getty„Lykillinn að þessu var að hann ók vel. Hann tók fram úr eins og Formúlu 1 ökumanni sæmir. Hann tók fram úr svona fimm bílum til að láta áætlun okkar ganga upp,“ sagði Rob Smedley, keppnisstjóri Williams um Lance Stroll. Lance Stroll náði í tvö stig í dag, sín fyrstu stig í Formúlu 1 á heimavelli. „Tímabilið hefur byrjað brösulega. Við vissum alltaf að við gætum gert þetta. Það hefur bara alltaf eitthvað komið upp á, snertingar eða tæknilegar bilanir. Við áttum bara hreinan dag í dag. Það er sérstakt að geta tekið fram úr og tekið þátt í baráttunni,“ sagði Stroll sem varð níundi í dag. „Ég vildi ná í verðlaun, það er svekkjandi að það tókst ekki. Við byrjuðum ekkert alltof vel í dag. Ég var nokkuð viss um að við hefðum geta gert meira. Þrír bílar í gegnum beygju hlið við hlið gengur ekki upp,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Þetta var góð keppni í heildina, það er bara synd að ég fékk ekki tækifæri til að takast á við Ricciardo. Mér fannst í raunveruleikanum að ég hefði geta náð á verðlaunapall í dag. Það mun koma að því,“ sagði Esteban Ocon. „Ég var alla keppnina fyrir aftan Ricciardo, hann gerði engin mistök. Ég var alltaf innan DRS svæðisins hjá Daniel. Ég var ekkert að hindra Esteban neitt sérstaklega. Ég bað um smá tækifæri því við vorum að fara að ná bílum og þá getur skapast tækifæri. Það gerðist ekki. Við ættum bara að setjast niður og ræða málin til að ákveða hvað er rétt að gera ef þessi aðstaða kemur upp afur,“ sagði Sergio Perez sem varð fimmti í dag á Force India bílnum. Hann hefur nú lokið 37 keppnnum í röð.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05 Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 sem fer fram á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 10. júní 2017 18:05
Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00
Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38