Dum spiro spero (ég vona á meðan ég anda) Eyþór Hreinn Björnsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Lungnasjúkdómar eru með algengustu sjúkdómum. Höfuðeinkenni þeirra eru mæði og erfiðleikar við öndun. Þessi einkenni eru að því leyti frábrugðin einkennum frá ýmsum öðrum líffærakerfum að við langt genginn sjúkdóm gera þau sig stöðugt gildandi, með hverjum andardrætti, hverja sekúndu, á nóttu sem degi allan ársins hring. Jafnvel lungnahraustum ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund þá tilfinningu að ná ekki andanum jafnvel þó ekki sé nema fáeinar sekúndur. Fátt ef nokkuð er meira kvíðavaldandi. Auk þessa eykst í beinu hlutfalli við stig sjúkdómsins sú áreynsla (vinna) sem sjúklingur notar í hvert andartak. Þessi vinna sem hjá flestum er ósjálfráð og ómeðvituð verður hjá sjúklingnum meðvituð og óþægileg og yfirgefur hann ekki nokkra stund. Meðal þess sem skapar andnauð hjá lungnasjúkum er skortur á súrefni. Sem betur fer er tiltölulega auðvelt að auka súrefnisgjöf til veikra lungna. Súrefni meðhöndlað sem lyf er árangursríkt, tiltölulega laust við aukaverkanir og ódýrt, miðað við mörg önnur lyf. Viðbótarsúrefni hefur verið gefið lungnasjúkum í fjöldamörg ár. Það dregur úr mæði og minnkar öndunarvinnu. Það eykur lífsgæði og er fyrir utan reykbindindi eina meðferðin sem með vissu lengir líf sjúklinga með lungnateppu. Fyrirferð á tækjabúnaði og umstang sem fylgdi þessari meðferð hefur þó háð henni talsvert gegnum árin. Súrefniskútar eru þungir, þá þarf að fylla með reglulegu millibili og erfitt er að flytja þá milli staða. En tækninni fleygir fram á þessu sviði eins og öðrum. Nú er hægt að gefa súrefnismeðferð með súrefnissíum sem ganga fyrir rafmagni og sem einangra súrefni úr andrúmsloftinu. Ennþá nýrri eru handhægar litlar síur sem ganga fyrir rafhlöðu og hægt er að bera með sér eins og handtösku. Slíkar ferðasúrefnisíur geta skipt sköpum fyrir fólk og gefið því mikið frelsi. Sjúklingar með lungnasjúkdóm geta verið líkamlega hraustir að öðru leyti. Súrefnismeðferð sem þeir geta flutt með sér gerir þeim kleift að viðhalda öðru líkamlegu atgervi. Jafnvel stunda vinnu. Þannig græðir þjóðfélagið. Súrefnisþjónustan er veitt af SÍ. Í dag eru á Íslandi yfir 500 einstaklingar súrefnisháðir. Þeir nota nær allir súrefnissíur heima fyrir. Einungis 70 þeirra er þó gert kleift að njóta þæginda og öryggis ferðasía. Æskilegt væri að þeir væru fleiri. Þessi stutti pistill er skrifaður í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá stofnun félags lungnasjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Lungnasjúkdómar eru með algengustu sjúkdómum. Höfuðeinkenni þeirra eru mæði og erfiðleikar við öndun. Þessi einkenni eru að því leyti frábrugðin einkennum frá ýmsum öðrum líffærakerfum að við langt genginn sjúkdóm gera þau sig stöðugt gildandi, með hverjum andardrætti, hverja sekúndu, á nóttu sem degi allan ársins hring. Jafnvel lungnahraustum ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund þá tilfinningu að ná ekki andanum jafnvel þó ekki sé nema fáeinar sekúndur. Fátt ef nokkuð er meira kvíðavaldandi. Auk þessa eykst í beinu hlutfalli við stig sjúkdómsins sú áreynsla (vinna) sem sjúklingur notar í hvert andartak. Þessi vinna sem hjá flestum er ósjálfráð og ómeðvituð verður hjá sjúklingnum meðvituð og óþægileg og yfirgefur hann ekki nokkra stund. Meðal þess sem skapar andnauð hjá lungnasjúkum er skortur á súrefni. Sem betur fer er tiltölulega auðvelt að auka súrefnisgjöf til veikra lungna. Súrefni meðhöndlað sem lyf er árangursríkt, tiltölulega laust við aukaverkanir og ódýrt, miðað við mörg önnur lyf. Viðbótarsúrefni hefur verið gefið lungnasjúkum í fjöldamörg ár. Það dregur úr mæði og minnkar öndunarvinnu. Það eykur lífsgæði og er fyrir utan reykbindindi eina meðferðin sem með vissu lengir líf sjúklinga með lungnateppu. Fyrirferð á tækjabúnaði og umstang sem fylgdi þessari meðferð hefur þó háð henni talsvert gegnum árin. Súrefniskútar eru þungir, þá þarf að fylla með reglulegu millibili og erfitt er að flytja þá milli staða. En tækninni fleygir fram á þessu sviði eins og öðrum. Nú er hægt að gefa súrefnismeðferð með súrefnissíum sem ganga fyrir rafmagni og sem einangra súrefni úr andrúmsloftinu. Ennþá nýrri eru handhægar litlar síur sem ganga fyrir rafhlöðu og hægt er að bera með sér eins og handtösku. Slíkar ferðasúrefnisíur geta skipt sköpum fyrir fólk og gefið því mikið frelsi. Sjúklingar með lungnasjúkdóm geta verið líkamlega hraustir að öðru leyti. Súrefnismeðferð sem þeir geta flutt með sér gerir þeim kleift að viðhalda öðru líkamlegu atgervi. Jafnvel stunda vinnu. Þannig græðir þjóðfélagið. Súrefnisþjónustan er veitt af SÍ. Í dag eru á Íslandi yfir 500 einstaklingar súrefnisháðir. Þeir nota nær allir súrefnissíur heima fyrir. Einungis 70 þeirra er þó gert kleift að njóta þæginda og öryggis ferðasía. Æskilegt væri að þeir væru fleiri. Þessi stutti pistill er skrifaður í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá stofnun félags lungnasjúklinga.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar