Volkswagen sagt ætla að selja Ducati Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2017 10:16 Ducati Supersport mótorhjól. Til að standa straum af þeim mikla kostnaði sem af dísilvélasvindl Volkswagen hefur stafað íhugar Volkskswagen fyrirtækið að selja eitthvað af smærri fyrirtækjum sínum og svo virðist sem mótorhjólaframleiðandinn Ducati sé þar efst á blaði. Sögur herma að Volkswagen leiti nú kaupanda af þessum virta ítalska mótorhjólaframleiðanda, en Volkswagen hefur ekki viljað staðfesta þennan orðróm og segir reyndar að fyrirtækið standi enn styrkum fótum fjárhagslega og hafi enn marga möguleika til lántök til að standa straum af sektum og endurgreiðslum til eigenda þeirra bíla sem fyrirtækið hefur þurft að greiða eigendum slíkra bíla. Volkswagen keypti Ducati árið 2012 og setti það undir hatt Audi og strax þá efuðust margir um hgkvæmni kaupanna þar sem fáir sáu efnahagsleg né viðskiptaleg rök fyrir eignarhaldinu. Sömu raddir sögðu að kaupin endurspegluðu aðeins áhuga Ferdinand Piech, þáverandi stjórnarformann Volkswagen Group, á Ducati. Ducati seldi mótorhjól fyrir 63 milljarða í fyrra. Aðeins tíminnn mun leiða í ljós hvort þessar sögusagnir um sölu Ducati eiga við rök að styðjast. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent
Til að standa straum af þeim mikla kostnaði sem af dísilvélasvindl Volkswagen hefur stafað íhugar Volkskswagen fyrirtækið að selja eitthvað af smærri fyrirtækjum sínum og svo virðist sem mótorhjólaframleiðandinn Ducati sé þar efst á blaði. Sögur herma að Volkswagen leiti nú kaupanda af þessum virta ítalska mótorhjólaframleiðanda, en Volkswagen hefur ekki viljað staðfesta þennan orðróm og segir reyndar að fyrirtækið standi enn styrkum fótum fjárhagslega og hafi enn marga möguleika til lántök til að standa straum af sektum og endurgreiðslum til eigenda þeirra bíla sem fyrirtækið hefur þurft að greiða eigendum slíkra bíla. Volkswagen keypti Ducati árið 2012 og setti það undir hatt Audi og strax þá efuðust margir um hgkvæmni kaupanna þar sem fáir sáu efnahagsleg né viðskiptaleg rök fyrir eignarhaldinu. Sömu raddir sögðu að kaupin endurspegluðu aðeins áhuga Ferdinand Piech, þáverandi stjórnarformann Volkswagen Group, á Ducati. Ducati seldi mótorhjól fyrir 63 milljarða í fyrra. Aðeins tíminnn mun leiða í ljós hvort þessar sögusagnir um sölu Ducati eiga við rök að styðjast.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent