Helguvík – óheppni, reynsluleysi eða blekking? Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 27. apríl 2017 12:56 Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun