Helguvík – óheppni, reynsluleysi eða blekking? Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 27. apríl 2017 12:56 Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að margt er við undirbúning uppbyggingar kísilvers United Silicon í Helguvík að athuga. Þær raddir heyrast jafnvel að villt hafi verið um fyrir íbúum Reykjanesbæjar í aðdraganda verkefnisins. Gagnrýnendur vísa þar m.a. til þeirra fyrirheita að fjöldi mikilvægra starfa myndi skapast fyrir íbúa svæðisins sem höfðu einmitt glímt við verulegt atvinnuleysi. Því var haldið fram að í boði yrðu vel launuð störf en sú hefur því miður ekki orðið raunin. Þá er gagnrýni vert hversu lítið var gert úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem hlotist gætu af starfseminni en við sjáum nú að neikvæð áhrif á nærsamfélagið voru stórlega vanmetin.Mikilvægi fagmennsku Það lítur út fyrir að verkefnið hafi verið bæði vanáætlað og vanfjármagnað frá byrjun. Hér kemur reynsluleysi þeirra sem stóðu að verkefninu eflaust við sögu og má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt bakland þekkingar og fjármagns hafi vantað sem síðan veldur því að fyrirtækið hefur verið í skuld bæði við sveitarfélagið og verktakafyrirtæki sem að uppbyggingunni komu. Hér er vert að spyrja sig af hverju sterkir erlendir aðilar með reynslu í þessum geira voru ekki fengnir til að koma að verkefninu frá upphafi og þá með besta fáanlegan tæknibúnað og þekkingu. Það er til efs að reynsluboltar í bransanum hefðu lent í öllum þeim ógöngum sem raun ber vitni hjá United Silicon og með þeim afleiðingum sem íbúarnir upplifa nú. Fagmennska og reynsla eru enn mikilvægari í ljósi þess að verksmiðjan stendur mjög nálægt byggð. Nú liggur fyrir að finna þarf viðunandi lausn á þeim vandamálum sem uppi eru í tengslum við þetta verkefni og ljóst að hagsmunirnir eru miklir fyrir sveitarfélögin og samfélagið allt að farsællega takist til. Þá er nauðsynlegt að læra mistökunum. Lausatök mega ekki líðast. Almenningur á rétt á því að allir þeir sem koma að undirbúningi svona verkefna séu fagmenn fram í fingurgóma og að ekkert sé á gráu svæði. Það er stjórnkerfisins að tryggja að ítrustu kröfum sé mætt og að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi frá upphafi til enda til að fyrirbyggja mistök og tryggja hagsmuni þeirra sem búa á svæðinu.Besti mælikvarðinn Meginhlutverk stjórnmálamanna er að tryggja öryggi og vinna að bættum lífskjörum landsmanna. Til þess erum við kosin. Við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig á að fara að þessu, en þetta er grunnurinn. Hér er líðan og upplifun íbúanna besti mælikvarðinn. Það er eðlilegt, þegar íbúar Reykjanesbæjar finna til óöryggis, þegar heilsu þeirra er ógnað vegna mengunar og þegar vegið er að lífsgæðum þeirra, að stjórnmálamenn grípi í taumana og tali hátt og skýrt fyrir úrbótum. Það þarf að finna viðunandi úrlausn mála áður en starfsemin getur haldið áfram. Íbúar svæðisins eiga heimtingu á því. Og við hljótum að spyrja okkur, þegar málum er svona háttað, hvort frekari fyrirhuguð uppbygging kísilvera í Helguvík sé rétt leið fram á við.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar