Par+barn: ástarþríhyrningurinn þegar tveir verða þrír Sigrún Júlíusdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00 Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands.
Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00
Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar