Par+barn: ástarþríhyrningurinn þegar tveir verða þrír Sigrún Júlíusdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00 Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Að eignast barn krefst undirbúnings og stuðnings. Pör velja í vaxandi mæli að eignast barn á réttum tíma. Forgangsröð um menntun, persónuleg markmið, starfsframa og barneignir verður sameiginleg ákvörðun sem bæði njóta og bera ábyrgð á. Þrátt fyrir skipulagningu hefur tilkoma barns alltaf mikil og oft óvænt áhrif í parsambandinu. Fjölskyldufræðsla í framhaldsskólum og fjölskyldu- og félagsráðgjöf í heilsugæslu getur hér skipt sköpum.Tveir verða þrír Þau sem áður voru tvö ein, elskendur sem horfðu í augu hvors annars, beina nú augunum að litla krílinu. Tveir verða þrír! Í mannlegum samskiptum er þrenndin, hversu heilbrigð sem hún er, líklega ein flóknasta samskiptaeiningin. Það er erfið staða að verða „þriðja hjól“ eða tvenndin sem þriðji aðilinn er ekki sáttur við. Áður en varir finnur parið að ást og umhugsun í aðeins eina átt, hefur sín takmörk. Móðir og faðir þurfa sinn tíma og parsambandið þarf sína rækt svo breytingin úr tveimur í þrjá styrki sambandið en ógni því ekki. Vitað er að tilfinningaálag og hlutverkaröskun sem fylgir fyrsta skeiðinu eftir fæðingu barns skapa oft sambúðarerfiðleika og auka líkur á skilnaði. Foreldrum, sem nýta sér fræðslu og aðstoð og takast meðvitað á við þessar breyttu aðstæður, tekst oftast að komast hjá blindgötum. Þótt staðan sé flókin er hún kannski sú eðlilegasta af öllum og í raun ávísun á þroska og hamingju.Parsambandið þarf næringu og vernd Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að oft er móðirin svo upptekin af tilfinningasambandinu við nýfædda barnið sitt að hún næstum gleymir að sinna sjálfri sér og makanum. Honum finnst hann þá kannski utanveltu, verður sár og leiður og finnur sér ekki stað í nýja mynstrinu. Þegar hann reynir að vera sjálfum sér nógur, eða vera enn duglegri að vinna, getur móðirin túlkað það sem áhugaleysi um sig og barnið. Tilfinningar vonbrigða og óöryggis takast á hjá báðum. Lyndissveiflur og hormónaröskun móðurinnar gera hana auðsærða, stundum afundna. Ótti við að særa, vera of kröfuharður eða sjálfmiðaður þegar báðir þrá umburðarlyndi og umhyggju koma þá í veg fyrir hreinskiptar samræður. Afleiðingin verður sú að parið fjarlægist þótt þau langi innst inni mest af öllu að deila tilfinningum sínum og hjálpast að. Það er á þessum punkti sem annað eða bæði þurfa að stíga fram, skapa góðar aðstæður fyrir einlægt samtal um nýju stöðuna og allt það flókna sem er að gerast - sumt ljóst en annað leynt. Fjölskylduráðgjöf getur líka losað um hnútana.Að vera í liði Fyrsta kastið eftir fæðingu barns reynir á samstöðu parsins og heilindi. Gott getur verið að afmarka tíma á hverjum degi til að spjalla, gera lista, ræða verkefnin og skipta þeim. Á þessu tímabili kemst parið oft að því að þau hafa ólíkar þarfir og lífssýn, sem er eðlilegt og ekki hindrun í sjálfu sér. Þvert á móti getur parið bætt hvort annað upp. Sambandið verður þá skemmtilegra og fjölbreytilegra, en það reynir á hæfnina til að semja og breyta sér. Við það færast þau nær hvort öðru, finna vináttuna, að þau eru félagar -í liði. Það er líka nauðsynlegt að vera stundum tvö ein. Í göngutúr þar sem hvorki sími, tölva, sjónvarp eða barnagrátur trufla getur verið auðveldara að tala óþvingað saman og finna „spegil“ hvort í öðru, uppörvun, samstöðu og leiðréttingu. Þegar þau gefa meiri gaum hvort að öðru vex traust, nálægð og sátt, og auðveldara verður að hlú að ástarlífinu og skapa rými fyrir samveru, nánd og kynlíf. Þangað sækja þau kraftinn sem gerir þau aflögufær til að standast eðlilegar kröfur sem barn gerir, og deila gleðinni yfir því. Þannig fá þau staðfestingu á ástinni: framtíðarveganesti fyrir sig - og barnið.Vitundarvakning 1001 dags. Höfundur er félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands.
Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. 9. október 2017 06:00
Það er ekkert til sem heitir ungbarn Þessa sérkennilegu staðhæfingu lét virtur barnalæknir og sálgreinir að nafni Donald Winnicott hafa eftir sér upp úr miðri síðustu öld. Með orðum sínum vildi hann vekja athygli á þeirri einföldu staðreynd að án umönnunaraðila eigi barn sér enga lífsvon. 11. október 2017 10:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun