Nóg komið af subbuskap Áslaug Friðriksdóttir skrifar 6. september 2017 07:00 Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar