Nóg komið af subbuskap Áslaug Friðriksdóttir skrifar 6. september 2017 07:00 Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn þar sem svo áþreifanlegt er hvað borginni er lítið og illa sinnt. Viðhald og hreinsun í borgarlandinu er einfaldlega til skammar. Því er auðskilið af hverju óánægju gætir meðal íbúa. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur sinna þessu sjálfsagða verkefni af alúð. Munurinn er stingandi. Oft er fjallað um ímynd borga, eða jafnvel ímynd lands og þjóðar. Ímynd Íslands hefur til dæmis stundum verið talin vera „hrein og ósnert náttúra“. Talsvert er lagt í að vinna að alls kyns fagurri framtíðarsýn innan borgarkerfisins. Til dæmis fjallar framtíðarsýn ferðamálastefnu borgarinnar um að borgin verði eftirsóttur ferðamannastaður allt árið um kring. Hún verði þekkt sem áhugaverð menningarborg í nábýli við einstæða náttúru. Einnig að unnið skuli að því að sérstaða Reykjavíkur tengist nýtingu hreinnar orku, heits vatns og fyrsta flokks aðstöðu. Þetta er hins vegar ekki tilfinningin sem fólk fær þegar ferðast er um borgina. Borg sem vel er viðhaldið er mun líklegri til þess að ná slíkum markmiðum heldur en borg þar sem heilu svæðin fá að drabbast niður, hreinsun gatna og grasslætti er illa sinnt, illgresi tekur yfir og margt virðist í niðurníðslu. Nauðsynlegt er að leggja vinnu í að hreinsa götur og torg eftir annasamar nætur og forða árrisulu fólki frá því að þurfa að stikla yfir vafasamar leifar næturgestanna. Er þetta ekki bara alveg augljóst? Viðhorfskannanir hafa sýnt að borgarbúar eru ekki ánægðir með borgina miðað við íbúa annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess þó að nýta sér þær niðurstöður ákvað meirihlutinn í Reykjavík að hætta þátttöku í samanburðarkönnuninni. Betra hefði verið að setja á fót enn frekari vinnu til að komast að því hvernig mætti bæta þá neikvæðu ímynd sem borgarbúar hafa af borginni. Ein góð leið væri örugglega að ganga til verks við hreinsun og viðhald þannig að borgarbúar sjái og finni að vel er hugsað um eigur þeirra og geti verið stoltir af borg sinni. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar