Ungir karlmenn sem vilja deyja Ingólfur Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2017 00:56 Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri ungi karlmaður sem vilt deyja, Fyrir það fyrsta þá vil ég segja við þig: Þú ert ekki einn. Og því fer fjarri. Ég veit þér líður eflaust þannig, einum að rogast með allar heimsins tilfinningar, í myrkrinu sem gleypir allt eins og Pacman sem á vegi þess verður, ógnvægilega tómarúminu sem fær þig til að öskra, sársaukafulla dofanum sem streymir um líkamann. Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt. Það er búið að tala við þig klukkustundunum saman á rólegum nótum, þér leið kannski betur á meðan því stóð, en vanlíðanin jókst enn frekar þegar stundargleðin leið hjá, og ég veit að fólkið í kringum þig hefur eflaust grátið, blótað, öskrað og ekki vitað í hvorn fótinn skuli stíga gagnvart þér. En þú ert ekki einn. Ég veit að enginn skilur þig. Hvernig ætti svosem nokkur manneskja að geta sett sig í spor okkar? Það skilur enginn þennan sársauka nema að upplifa hann sjálfur. Og skömmin, maður. Það er ekkert sérlega karlmannslegt að gráta eins og barn, að líða illa í sálinni. Svo þegar maður segir frá því hvernig manni líður er stundum eins og hjálpin sem á að fást við það snúist upp í andhverfu sína. Manni líður bara verr fyrir vikið, eins og strá salti á sárið, enn önnur áminningin um skilningsleysið sem maður býr við. Þú verður stundum fyrir fordómum, án þess að manneskjan sem beitir þeim átti sig endilega á því, og það er fjandi fúlt. Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin. „Það opnar aftur í fyrramálið.“ Já, ókei. En ef ég er með hjartverk? Ætliði þá að senda mig líka heim yfir nóttina? Síðan er bara eitthvað skrifstofufólk í jakkafötum í einhverjum fundarherbergjum sem þykist vera í einhverjum rótargreiningum. „Það er eitthvert vesen á geðdeildinni. Hmm. Segjumst bara setja það í ferli, þá róast allir.“ Ég veit að þú hefur einhvern tímann drullað upp á bak. Að þér líði eins og þú hafir málað þig sjálfur út í horn, allir hafi snúist gegn þér, og innst inni finnst þér það ósanngjarnt. En við skulum sleppa því að segja það upphátt, það myndi falla í grýttan jarðveg, og þetta helvítis líf virðist ekki snúast um neitt annað nema halda öðrum á góðu hliðinni hjá sér. Það er líka vont að særa, það stingur inn að beini, og maður kann einhvern veginn ekki að leysa úr því. Hversu oft þarf maður að segja fyrirgefðu til að allt verði eins og áður? Sama hvað þú heldur, þá ert þú ekki einn. Ekki í eina sekúndu. Ég er með þér í liði. Ég dæmi þig ekki í eina sekúndu. Ég bakka þig upp, alla leið. Ef þú bakkar mig upp. Við eigum líka miklu fleiri liðsfélaga en okkur óraði nokkurn tímann fyrir. Það eru þúsundir ungra karlmanna á Íslandi. Mörghundruð þeirra þekkja þær hörmungar sem við höfum gengið í gegnum og það eru enn fleiri hundruðir sem munu þurfa að upplifa það sem við höfum gengið í gegnum. Við verðum að berjast hvor fyrir annan. Ef þú berst fyrir mig, þá berst ég fyrir þig. Ég tóri fyrir þig, ef þú tórir fyrir mig. Við erum merktir sama liðinu, við erum allir liðsfélagar, og hvað sem bjátar á, þá skulum við standa uppi sem sigurvegarar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar