Festa öfgar hér rætur? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 4. janúar 2017 10:30 Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öfgahreyfingar innblásnar af lýðskrumi ná eyrum fólks á Vesturlöndum. Stofnanakerfið er að glata valdinu yfir fólkinu og veit ekki sitt rjúkandi. Traustið er í uppnámi. Í umræðum hér á landi eru öfgarnar afgreiddar sem þjóðremba og útlendingahatur. En það er barnaleg afneitun, því fleira liggur að baki. Málshefjendur öfganna tala við einstaklinginn í fjöldanum um lífskjörin og raunaðstæður. Fólki finnst það einhvers metið. Stofnanakerfið með stjórnmálaflokkum sínum, sem komið er í órafjarlægð frá þörfum fólks og líðan, bregst við með gömlum klisjum og framleiðir fleiri skýrslur og tölur. En fólkið þráir virðingu, að tekið sé mark á því og brugðist við berskjaldaðri spillingu af festu. Öfgahreyfingarnar sýnast ljóma af hugsjón, en hefðbundnir stjórnmálaflokkar hafa breyst í bandalög frambjóðenda til að tryggja sér atvinnu á þingi og gæta þröngra sérhagsmuna. Skoskur álitsgjafi sagði um Brexit: „Ef við, sem tilheyrum elítunni, hefðum varið meiri tíma á kránum úti á landsbyggðinni á Englandi og Wales, þá hefðum við fengið að kynnast hvað meirihluti kjósenda, sem ekki tilheyrir elítunni, er að hugsa.“ Á Íslandi hefur stofnanakerfi valdsins safnast saman á höfuðborgarsvæðinu og bólgnað út. Það hefur verið inngróið lögmál um langa tíð. Hugmyndafræði kerfisins byggist á því að allan vanda skuli leysa með meiri fjármunum. Takmarkað rými er fyrir skilning og auðmýkt til að setja sig í annarra spor og enn síður að rækta samstarf til að einfalda og styrkja þjónustuna. Stofnanir einangra sig, verja sína stöðu og framleiða hvert regluverkið ofan á annað sem oft er ómögulegt að skilja. Starfsfólkið fær litlu ráðið af því að það er fjötrað í kerfisskóginum. Tekjubilið á milli lægstu og hæstu launa breikkar óðfluga í góðærinu. Almenningur er múlbundinn af lánum á okurvöxtum og borgar stóran hluta af heimilistekjum til lánadrottna. Það er kaldhæðnislegt og fólki er misboðið þegar spámenn á ofurlaunum vara við hækkun lægstu launa og hóta að kollvarpa stöðugleikanum. Þá svífast ósnertanlegir auðhringar einskis með taumlausri græðgi sinni og soga til sín ómældan gróða af fólki og auðlindum á vildarkjörum kerfisins. En einstaklingurinn og smærri atvinnurekstur er fjötrum bundinn af kerfinu og getur sig lítið hreyft nema spyrja leyfis og borga fyrir. Hér býr fámenn þjóð en vel menntuð og tæknivædd sem kæmist fyrir í hverfi í einni höfuðborg nágrannalandanna. Við höfum því einstakt tækifæri til að þróa kerfin til að vera manneskjuleg og treysta lífskjör með jöfnuði sem vitnar um virðingu við fólk. Landið er stórt með mögnuðum lindum auðs og fegurðar sem krefjast þess að vandað sé til nýtingar og hlúð að búsetu fólks og lífsgæðum. Í áföllum þegar allar bjargir virðast bannaðar, þá tökum við höndum saman og leyfum hjartanu að ráða för. Væri ekki ráð að virkja þennan kærleikans mátt inn í stjórnarfarið líka? Ef stjórnmálafólk bregst ekki hraustlega við með aðgerðum munu pólitískar öfgar festa rætur í þjóðlífinu og þolinmæðin snúast í bullandi reiði. Þá duga fjármunir ekki til að skapa frið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar