Forviða á banni Rússa sem vilja ekki íslenska þorsklifur Haraldur Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 07:00 Hjá Akraborg starfa tæplega 40 manns og nemur heildarframleiðslan um ellefu milljónum dósa á ári. Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Framkvæmdastjóri Akraborgar á Akranesi segir með öllu óskiljanlegt af hverju rússneska matvælastofnunin hefur bannað innflutning á vörum niðursuðuverksmiðjunnar. Matvælastofnun (MAST) hafi rannsakað þær í bak og fyrir og eitraði þungmálmurinn kadmíum ekki fundist yfir leyfilegum mörkum. „Staðan er óbreytt og þessi markaður er enn lokaður. Það er búið að fara í gegnum vöruna og ekkert annað sem við getum gert en að bíða,“ segir Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar. Rússneska matvælastofnunin jók eftirlit með innflutningi á vörum Akraborgar um miðjan júlí síðastliðinn. Fréttablaðið greindi þá frá ákvörðuninni og að hún hefði að sögn stofnunarinnar verið tekin eftir að kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í íslenskri þorsklifur frá fyrirtækinu. Akraborg mátti þá áfram flytja vörur inn en með því skilyrði að sýni væru tekin úr öllum sendingum. Samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar voru þrjú sýni tekin en fyrirtækið, sem er í eigu Lýsis, er stærsti framleiðandi niðursoðinnar þorsklifrar í heiminum.Rolf Hákon Arnarson, framkvæmdastjóri Akraborgar, til hægri.Þann 22. ágúst setti rússneska matvælastofnunin svo innflutningsbann á vörur Akraborgar. Bannið gildir ekki einungis um sölu til Rússlands heldur einnig Hvíta-Rússlands og Kasakstans en löndin þrjú mynda tollabandalag sem matvælastofnunin sinnir eftirliti fyrir. Um tíu prósent af framleiðslu Akraborgar fóru áður til landanna þriggja. „Það er búið að mæla þetta í viðurkenndum rannsóknarstofum af íslenska matvælaeftirlitinu. Við furðum okkur því á þessu,“ segir Rolf og bætir við að fyrirtækið bíði nú eftir frekari upplýsingum. Alls eru sex fyrirtæki í sjávarútvegi á tímabundnum bannlista Rússanna. Fyrir utan Akraborg eru þar Búlandstindur á Djúpavogi, Fisk Seafood á Sauðárkróki, Frostfiskur, Loðnuvinnslan og afurðir af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja. Hafa sum fyrirtækjanna ekki mátt flytja afurðir til landa tollabandalagsins í rúm tvö ár. Bannið leggst ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015 en nær ekki til niðursoðinna vara líkt og þeirra sem Akraborg framleiðir og selur. Sú ákvörðun að setja fyrirtækin á bannlista var rökstudd með vísun í auknar kröfur um sýnatökur og örverurannsóknir. Að auki eru þrír innlendir kjötframleiðendur á bannlistanum, Kaupfélag Skagfirðinga, Sláturfélag Suðurlands (SS) og Sláturhús KVH. Fyrirtækin hafa ekki mátt flytja kjötafurðir til landa tollabandalagsins síðan í febrúar 2015.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur