Repúblikanar koma í gegn stórtækum skattkerfisbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 08:39 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, var ánægður með að hafa smalað saman nægilega mörgum atkvæðum til að koma frumvarpinu í gegn í gær. Vísir/AFP Meirihluti þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp repúblikana um umfangsmestu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna sem gerðar hafa verið í nokkra áratugi. Demókratar gagnrýna vinnubrögð repúblikana harðlega og saka þá um að keyra frumvarpið í gegnum þingið. Repúblikanar segja að í frumvarpinu felist skattalækkanir fyrir vinnandi fólk. Gagnrýnendur þess segja hins vegar að skattalækkanirnar séu fyrst og fremst í þágu auðugustu Bandaríkjamannanna og fyrirtækja. Þá muni breytingarnar auka fjárlagahallann verulega. Allir þingmenn repúblikana utan eins greiddu atkvæði með frumvarpinu en demókratar voru á móti. Frumvarpið var samþykkt með 51 atkvæði gegn 49. Enn á þó eftir að samræma efni frumvarpsins við útgáfu þess sem fulltrúadeildin hafði áður samþykkt. Eins og frumvarpið lítur út núna verður skattur á fyrirtæki lækkaður úr 35% í 20% árið 2019. Þá verða skattar á fjölskyldur og einstaklinga lækkaðir tímabundið til 2025, að því er segir í frétt Washington Post.Samþykkt með handskrifuðum breytingumFrumvarpið felur einnig í sér meiriháttar breytingu á sjúkratryggingakerfinu sem Barack Obama forseti fékk samþykkt á sínum tíma. Repúblikönum mistókst að afnema það fyrr á þessu ári. Með skattafrumvarpinu stendur hins vegar til að afnema lykilákvæði Obamacare sem skyldar einstaklinga til að kaupa sér sjúkratryggingu. Varað hefur verið við að þetta munu leiða til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni ekki hafa efni á slíkum tryggingum lengur. Í frumvarpinu er ennfremur heimild til olíu- og gasvinnslu á stóru dýralífsverndarsvæði í Alaska. Vinnubrögð repúblikana í tengslum við frumvarpið hafa sætt harðri gagnrýni. Þannig fengu þingmenn ekki að sjá um það bil fimm hundruð blaðsíður þess fyrr en örfáum klukkustundum en þeir áttu að greiða atkvæði um það. Þá hafa leiðtogar repúblikana neitað að kalla vitni fyrir nefndir þingsins um frumvarpið og hafa ekki viljað bíða eftir skýrslum um áhrif þess. Þá tók frumvarpið hröðum breytingum síðustu daga á meðan leiðtogar repúblikana reyndu að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna. Þannig er endanleg útgáfa frumvarpsins sem öldungadeildin samþykkti meðal önnur sögð innihalda handskrifaða hluta sem var breytt á síðustu stundu. Jon Tester, öldungadeildarþingmaður demókrata, var einn þeirra sem lýsti óánægju sinni í gær. Birti hann myndband á Twitter af frumvarpinu sem hann fékk í hendur skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna og af handskrifuðu breytingunum. „Þetta er Washington-borg upp á sitt versta,“ tísti Tester.I was just handed a 479-page tax bill a few hours before the vote. One page literally has hand scribbled policy changes on it that can't be read. This is Washington, D.C. at its worst. Montanans deserve so much better. pic.twitter.com/q6lTpXoXS0— Senator Jon Tester (@SenatorTester) December 2, 2017 Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira
Meirihluti þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarp repúblikana um umfangsmestu breytingar á skattkerfi Bandaríkjanna sem gerðar hafa verið í nokkra áratugi. Demókratar gagnrýna vinnubrögð repúblikana harðlega og saka þá um að keyra frumvarpið í gegnum þingið. Repúblikanar segja að í frumvarpinu felist skattalækkanir fyrir vinnandi fólk. Gagnrýnendur þess segja hins vegar að skattalækkanirnar séu fyrst og fremst í þágu auðugustu Bandaríkjamannanna og fyrirtækja. Þá muni breytingarnar auka fjárlagahallann verulega. Allir þingmenn repúblikana utan eins greiddu atkvæði með frumvarpinu en demókratar voru á móti. Frumvarpið var samþykkt með 51 atkvæði gegn 49. Enn á þó eftir að samræma efni frumvarpsins við útgáfu þess sem fulltrúadeildin hafði áður samþykkt. Eins og frumvarpið lítur út núna verður skattur á fyrirtæki lækkaður úr 35% í 20% árið 2019. Þá verða skattar á fjölskyldur og einstaklinga lækkaðir tímabundið til 2025, að því er segir í frétt Washington Post.Samþykkt með handskrifuðum breytingumFrumvarpið felur einnig í sér meiriháttar breytingu á sjúkratryggingakerfinu sem Barack Obama forseti fékk samþykkt á sínum tíma. Repúblikönum mistókst að afnema það fyrr á þessu ári. Með skattafrumvarpinu stendur hins vegar til að afnema lykilákvæði Obamacare sem skyldar einstaklinga til að kaupa sér sjúkratryggingu. Varað hefur verið við að þetta munu leiða til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni ekki hafa efni á slíkum tryggingum lengur. Í frumvarpinu er ennfremur heimild til olíu- og gasvinnslu á stóru dýralífsverndarsvæði í Alaska. Vinnubrögð repúblikana í tengslum við frumvarpið hafa sætt harðri gagnrýni. Þannig fengu þingmenn ekki að sjá um það bil fimm hundruð blaðsíður þess fyrr en örfáum klukkustundum en þeir áttu að greiða atkvæði um það. Þá hafa leiðtogar repúblikana neitað að kalla vitni fyrir nefndir þingsins um frumvarpið og hafa ekki viljað bíða eftir skýrslum um áhrif þess. Þá tók frumvarpið hröðum breytingum síðustu daga á meðan leiðtogar repúblikana reyndu að tryggja sér stuðning meirihluta þingmanna. Þannig er endanleg útgáfa frumvarpsins sem öldungadeildin samþykkti meðal önnur sögð innihalda handskrifaða hluta sem var breytt á síðustu stundu. Jon Tester, öldungadeildarþingmaður demókrata, var einn þeirra sem lýsti óánægju sinni í gær. Birti hann myndband á Twitter af frumvarpinu sem hann fékk í hendur skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna og af handskrifuðu breytingunum. „Þetta er Washington-borg upp á sitt versta,“ tísti Tester.I was just handed a 479-page tax bill a few hours before the vote. One page literally has hand scribbled policy changes on it that can't be read. This is Washington, D.C. at its worst. Montanans deserve so much better. pic.twitter.com/q6lTpXoXS0— Senator Jon Tester (@SenatorTester) December 2, 2017
Bandaríkin Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Sjá meira