Sérfræðingar Dominos Körfuboltakvölds gerðu upp fyrri umferð Dominos-deildarinnar í sérstökum jólaþætti í beinni frá Bryggjunni í gær.
Fannar Ólafsson var á sínum stað og var liðurinn sívinsæli Fannar skammar á dagskrá.
Byrjuðu þeir á að fara yfir klippu þar sem boltinn virtist vera of sleipur fyrir Darra Hilmarsson, leikmann KR en miðherjinn Ragnar Nathanaelsson hjá Njarðvík lenti í sömu vandræðum.
Þá tóku þeir fyrir dýfu sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Stólanna á dögunum en þeir voru ekki sáttir með dýfu sem Viðar Ágústsson tók á miðjum velli en hann sótti um leið villu á Hlyn Bæringsson.
Myndbandið má sjá hér fyrir ofan.
Fannar skammar: Eins og einhver helvítis Ítali í Udinese
Kristinn Páll Teitsson skrifar