Heilbrigð skynsemi, ráðherra Gunnar Árnason skrifar 15. júní 2017 07:00 Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn. Heilbrigðisráðherrann er í býsna snúinni stöðu, orðinn kafteinn um borð og ber talsverða ábyrgð. Það má til sanns vegar færa að vandi heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrann á enga sök á í dag, sé bara eitt af hans vandamálum. Staðan á sjúkrahúsinu er nú þegar orðin mjög alvarleg og fólk í landinu sem hlúa þarf að fær að reyna það á eigin skinni. Sama á við um nánustu aðstandendur. Vandi kerfisins er þeim óviðkomandi og pínulítið óskiljanlegur. Kerfið er ekki sjúkt – það er fólkið sem þarf aðhlynningu sem kerfið er ekki lengur fært um að veita því vegna þess að hugarfar ráðamanna er sjúkt. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að almenningur vilji áframhald á ískyggilegri þróun mála – undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, sem hlaut afar góðar undirtektir, hefur fært okkur heim sanninn um hvað fólkið vill. Auka þarf fjárveitingar til sjúkrahúss allra landsmanna svo að það sé fært um sinna sínu hlutverki af alúð með árangursríkum og skilvirkum hætti. Það er ekkert endilega víst að þegar maður skiptir um vinahóp, þá eignist maður betri vini. Heilbrigðisráðherrann líkti sér um daginn við íkorna sem kýs að dansa um í trjátoppunum og dreymir um að geta töfrað til sín þá grimmu sem hafast við á skógarbotninum og ryksuga allt sem að kjafti kemur. Var ráðherrann að tala um samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni? – það liggur beint við að skilja orð hans á þann veg. Áður en draumur ráðherrans rætist gæti íkorninn litli fallið til jarðar og ef hann er svo heppinn að lifa af þá er víst hvað bíður hans. Og ef svo ólíklega vill til að ráðherranum tekst að töfra tiltekna samstarfsráðherra upp í trjátoppana til sín, þá enda þeir allir saman fljótlega niðri á skógarbotni og þeir grimmu sem hafa komið sér upp forða, munu koma standandi niður og gleypa íkornann litla. Rányrkjumenn í þjóðfélögum nútímans þurfa lifandi bráð til að svala ólýsanlegri þörf fyrir að komast yfir miklu meira en nauðsynlegt er og sífellt meira og meira, helst án þess að taka nokkra áhættu og greiða um leið sem minnst fyrir og niðurlægja aðra – óstjórnleg græðgi fer nærri því að lýsa hugarástandinu, sem felur í sér mikið skeytingarleysi. Sérstaklega gagnvart þeim sem minna mega sín. Ekkert er heilagt, öllu má fórna á altari græðginnar. Lögmál hagfræðinnar hjálpa við að draga upp mynd af því sem bíður okkar í þessum efnum, ótrúlegt en satt, þar sem hagfræðin er sú fræðigrein sem nær sér jafnan á strik í að lýsa bara því sem liðið er en láta það hljóma gáfulega.Kerfið verður vont við fólk Ástandið mun nefnilega versna til muna – kerfið verður óskilvirkara og mjög vont við fólk sem því er ætlað að hlúa að. Við munum innan skamms búa við hálf-einkarekið kerfi sem býður upp á heilbrigðislausnir sem eru undir meðallagi góðar en afar dýrar og standa aðeins fáum til boða á skemmtistað í Ármúla sem áður var kenndur við Broadway. Hinir, sem ekki eiga þess kost að nýta sér umrætt kerfi, og þeir verða býsna margir, munu búa við lélegt heilbrigðiskerfi sem gæti reynst þeim best á meðan þeir gæta þess að standa utan kerfisins – eins og víða í vanþróuðum löndum. Það er útbreiddur misskilningur að þróunin sé að færa okkur nær Bandaríkjunum. Þar er besta heilbrigðis- og læknaþjónusta í heimi í boði en hún kostar ofboðslega mikið og ekki á færi hvers sem er. Við erum ekki og verðum aldrei á sama stað með okkar heilbrigðiskerfi. Allir hér á landi munu tapa við óbreytta þróun mála og munu á endanum búa við lakara og hættulegra kerfi. Þess verður miskunnarlaust getið í eftirmála um íkornann litla, hvernig aðkomu hans var háttað og hvar ábyrgð hans liggur. Grimmu dýrin á skógarbotninum fá þær umsagnir sem þeir kjósa, og þær verða stórglæsilegar, svo mikið er víst. Nýi heilbrigðisráðherrann okkar þarf að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og axla þá ábyrgð sem honum hefur verið falin, með þeim hætti sem ætla má að hann beri nú gæfu til, þar sem hann er íkorni en ekki rányrkjumaður. Grannar trjágreinar bera ekki stór og gráðug dýr – þær brotna undan álagi og þunga. Óttarr, heilbrigð skynsemi – þú getur það og vilji fólksins er skýr samkvæmt undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að vandi heilbrigðisráðherrans okkar einskorðist við kerfið. Búið er að ganga svo nærri því með niðurskurði að líkja má stjórnendum við vélstjóra á rússneskum kjarnorkukafbát sem á fyrir löngu að vera kominn í brotajárnshöfn. Heilbrigðisráðherrann er í býsna snúinni stöðu, orðinn kafteinn um borð og ber talsverða ábyrgð. Það má til sanns vegar færa að vandi heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrann á enga sök á í dag, sé bara eitt af hans vandamálum. Staðan á sjúkrahúsinu er nú þegar orðin mjög alvarleg og fólk í landinu sem hlúa þarf að fær að reyna það á eigin skinni. Sama á við um nánustu aðstandendur. Vandi kerfisins er þeim óviðkomandi og pínulítið óskiljanlegur. Kerfið er ekki sjúkt – það er fólkið sem þarf aðhlynningu sem kerfið er ekki lengur fært um að veita því vegna þess að hugarfar ráðamanna er sjúkt. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að almenningur vilji áframhald á ískyggilegri þróun mála – undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, sem hlaut afar góðar undirtektir, hefur fært okkur heim sanninn um hvað fólkið vill. Auka þarf fjárveitingar til sjúkrahúss allra landsmanna svo að það sé fært um sinna sínu hlutverki af alúð með árangursríkum og skilvirkum hætti. Það er ekkert endilega víst að þegar maður skiptir um vinahóp, þá eignist maður betri vini. Heilbrigðisráðherrann líkti sér um daginn við íkorna sem kýs að dansa um í trjátoppunum og dreymir um að geta töfrað til sín þá grimmu sem hafast við á skógarbotninum og ryksuga allt sem að kjafti kemur. Var ráðherrann að tala um samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni? – það liggur beint við að skilja orð hans á þann veg. Áður en draumur ráðherrans rætist gæti íkorninn litli fallið til jarðar og ef hann er svo heppinn að lifa af þá er víst hvað bíður hans. Og ef svo ólíklega vill til að ráðherranum tekst að töfra tiltekna samstarfsráðherra upp í trjátoppana til sín, þá enda þeir allir saman fljótlega niðri á skógarbotni og þeir grimmu sem hafa komið sér upp forða, munu koma standandi niður og gleypa íkornann litla. Rányrkjumenn í þjóðfélögum nútímans þurfa lifandi bráð til að svala ólýsanlegri þörf fyrir að komast yfir miklu meira en nauðsynlegt er og sífellt meira og meira, helst án þess að taka nokkra áhættu og greiða um leið sem minnst fyrir og niðurlægja aðra – óstjórnleg græðgi fer nærri því að lýsa hugarástandinu, sem felur í sér mikið skeytingarleysi. Sérstaklega gagnvart þeim sem minna mega sín. Ekkert er heilagt, öllu má fórna á altari græðginnar. Lögmál hagfræðinnar hjálpa við að draga upp mynd af því sem bíður okkar í þessum efnum, ótrúlegt en satt, þar sem hagfræðin er sú fræðigrein sem nær sér jafnan á strik í að lýsa bara því sem liðið er en láta það hljóma gáfulega.Kerfið verður vont við fólk Ástandið mun nefnilega versna til muna – kerfið verður óskilvirkara og mjög vont við fólk sem því er ætlað að hlúa að. Við munum innan skamms búa við hálf-einkarekið kerfi sem býður upp á heilbrigðislausnir sem eru undir meðallagi góðar en afar dýrar og standa aðeins fáum til boða á skemmtistað í Ármúla sem áður var kenndur við Broadway. Hinir, sem ekki eiga þess kost að nýta sér umrætt kerfi, og þeir verða býsna margir, munu búa við lélegt heilbrigðiskerfi sem gæti reynst þeim best á meðan þeir gæta þess að standa utan kerfisins – eins og víða í vanþróuðum löndum. Það er útbreiddur misskilningur að þróunin sé að færa okkur nær Bandaríkjunum. Þar er besta heilbrigðis- og læknaþjónusta í heimi í boði en hún kostar ofboðslega mikið og ekki á færi hvers sem er. Við erum ekki og verðum aldrei á sama stað með okkar heilbrigðiskerfi. Allir hér á landi munu tapa við óbreytta þróun mála og munu á endanum búa við lakara og hættulegra kerfi. Þess verður miskunnarlaust getið í eftirmála um íkornann litla, hvernig aðkomu hans var háttað og hvar ábyrgð hans liggur. Grimmu dýrin á skógarbotninum fá þær umsagnir sem þeir kjósa, og þær verða stórglæsilegar, svo mikið er víst. Nýi heilbrigðisráðherrann okkar þarf að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og axla þá ábyrgð sem honum hefur verið falin, með þeim hætti sem ætla má að hann beri nú gæfu til, þar sem hann er íkorni en ekki rányrkjumaður. Grannar trjágreinar bera ekki stór og gráðug dýr – þær brotna undan álagi og þunga. Óttarr, heilbrigð skynsemi – þú getur það og vilji fólksins er skýr samkvæmt undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar