Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 12:48 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári. Vísir/Pjetur Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“ Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Sjá meira
Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“
Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Sjá meira
610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54