Fjölgun ferðamanna að stefna í óefni Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 12:48 Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári. Vísir/Pjetur Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“ Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Fjölgun ferðamanna stefnir í óefni og ef fram heldur sem horfir verður vöxturinn ósjálfbær. Þetta segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri skýrslu um ferðaþjónustuna að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um þrjátíu prósent frá síðasta ári. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Grímur sagði þennan mikla vöxt stefna í óefni. „Ef fram heldur sem horfir, þá erum við að horfa á ósjálfbæran vöxt hvað hagsmuni greinarinnar og þjóðarinnar varðar til framtíðar,“ segir Grímur. „Við erum að verða vitni að því að það hriktir í samfélaginu, það hriktir í vegakerfinu og það er gríðarleg spenna og vöntun á húsnæði á húsnæðismarkaði.“Grímur Sæmundsen, forstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/GVAÞá sé ferðaþjónustan fórnarlamb eigin velgengni vegna mikillar styrkingar krónunnar. „Sem er kannski langerfiðasta verkefnið sem við er að glíma, vegna þess að afkoma í greininni hefur hríðversnað þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir Grímur. „Það er kannski staðreynd sem menn átta sig ekki á. Það er ekki líflegt samband á milli fjölda ferðamanna og afkomu í greininni. Núna á undanförnu ári hefur rekstrarumhverfi greinarinnar versnað um milli 25 og þrjátíu prósent ef þú vegur saman gríðarlegar launakostnaðarhækkanir og styrkingu gengisins.“ Grímur segir að bregðast þurfi við, meðal annars með því að skoða aðgangsstýringar. „Því það liggur auðvitað alveg fyrir að vöxtur greinarinnar í fjölda ferðamanna undanfarin þrjú ár er fordæmalaus í alþjóðlegu samhengi.“
Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42 Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53
Hætta á að fyrirtæki flytji úr landi vegna styrkingar krónunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þróun gengis krónunnar síðustu misseri væri áhyggjuefni. 18. mars 2017 13:42
Helmingur ferða til Íslands afbókaður vegna verðlags Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa mörg hver lýst yfir áhyggjum af styrkingu krónunnar og ferðamenn á sama tíma kvartað yfir háu verðlagi hér á landi. 17. mars 2017 18:54