Audi stöðvar framleiðslu á A4 og A5 vegna eldsvoða hjá íhlutframleiðanda Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 13:00 Audi A4. Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent
Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent