Rífandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 09:36 Bílasala er með ágætum á Spáni, sem og í öðrum Evrópulöndum. Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent
Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent