Sýnum skynsemi í umhverfi ferðaþjónustunnar Daníel Jakobsson skrifar 2. maí 2017 12:17 Á undanförnum árum hefur fjölgun ferðamanna orðið grunnur að gífurlegri uppbyggingu í ferðaþjónustu um allt land. Sú uppbygging hefur skilað sér í því að ferðaþjónusta er nú orðin sú atvinnugrein sem skilar mestum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar, eða allt að 560 milljörðum á þessu ári. Nú þegar eru blikur á lofti, óstöðugt rekstrarumhverfi, hátt gengi íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa reynst fyrirtækjum í ferðaþjónustunni þungur baggi síðustu misseri. Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki bein fylgni á milli þess að ferðamönnum fjölgi og að rekstrarafkoma ferðaþjónustufyrirtækja batni. Þvert á móti er það staðreynd að afkoma ferðaþjónustufyrirtækja versnaði almennt töluvert á milli áranna 2015 og 2016 og það þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Af hverju? Jú tugprósenta högg í formi launahækkana og gengisstyrkingar vega afar þungt í vinnuaflsfrekri útflutningsatvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Ef virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna verður að veruleika mun það hafa alvarleg áhrif á rekstrarmöguleika fjölmargra fyrirtækja í greininni og hafa sérstaklega slæm áhrif á landsbyggðinni þar sem svigrúm fyrirtækjanna er minnst.Aðför að atvinnugrein sem skiptir sköpum á landsbyggðinni Því miður virðist enginn skilningur á þessum einföldu staðreyndum í fjármálaráðuneytinu. Enn verra er að engar greiningar á stöðunni og áhrifum breytingarinnar á atvinnugreinina og byggðalög um allt land virðast liggja henni til grundvallar. Það er grafalvarleg handvömm af hálfu stjórnvalda að leggja til meira en tíu prósentustiga skattahækkun á ferðaþjónustuna án þess að hafa neitt í höndunum sem sýnir hvaða áhrif það mun hafa og algerlega án samráðs við aðila í greininni, hvort sem er hagsmunasamtök eða aðra. Hér er rétt að minnast þess að undanfarinn áratug hið minnsta hafa staðið háværar deilur um rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja og upphæð veiðigjalda. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við greinina sjálfa. Ná þurfi að ná sem víðtækastri sátt um umhverfi sjávarútvegsins og að passa þurfi sérstaklega upp á þau byggðaáhrif sem tekjuöflun ríkissjóðs af sjávarútvegsfyrirtækjum hafi í hinum dreifðu byggðum. Allt eru þetta skynsamleg rök, enda er upphæð veiðigjalda sem þar er rætt um talin í nokkrum milljörðum króna. Það vekur því furðu að þegar rætt er um gjaldahækkun á ferðaþjónustu sem nemur fjórum sinnum hærri upphæð – fjórum sinnum veiðigjöld – skuli slík hækkun lögð á með einu pennastriki. Það er gert án samráðs við atvinnugreinina sjálfa og án greininga á raunáhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki og byggðalög sem nú treysta á ferðaþjónustu sem undirstöðuatvinnugrein í héraði og það allan ársins hring í sífellt meiri mæli. Slíkt verður ekki skilið nema sem hrein aðför að ferðaþjónustu á Íslandi og fullkomin óvirðing gagnvart fólki sem starfar í greininni sem hefur á undangengnum árum unnið mikilvægt starf við að rétta við þjóðarbúskapinn þegar mest lá við.Eina skynsamlega lausnin að hætta við hækkunina Í umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun 2018-2022 er gagnrýnt að greiningar skorti á raunáhrifum þeirra breytinga sem lagðar eru til í áætluninni. Þar er einnig gagnrýnd sú hugmynd að lækka virðisaukaskatt út frá efnahagslegum rökum. Þegar fjármálaáætlunin er lesin sést að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu virðist annars vegar vera ætlað að stemma stigu við fjölda ferðamanna og hins vegar skapa svigrúm fyrir lækkun efra þreps virðisaukaskatts. Nú þegar sjást merki þess að ferðamönnum fjölgi ekki jafn hratt og undanfarin ár, auk þess sem þeir dvelja skemur, vegna gengisáhrifa – um þessi áhrif sem og önnur hefði fjármálaráðuneytið getað aflað sér upplýsinga hjá ferðaþjónustuaðilum með eðlilegu samráði. Sé markmið ríkisvaldsins að stemma stigu við fjölgun ferðamanna er nærtækast að leyfa áhrifum vegna hækkunar raungengis að koma fram á næsta ári áður en ákvarðanir um frekari aðgerðir í átt að aðgangastýringu eru teknar. Ferðaþjónustumarkaður er viðkvæmur fyrir hröðum breytingum og óstöðugleika. Óskynsamlegt er að setja af stað svo stóra neikvætt hlaðna breytingu ofan í þróun sem þegar er að eiga sér stað áður en áhrif hennar eru ljós. Eins og fjármálaráð bendir á liggja sterk efnahagsleg rök til þess að lækkun á efra þrepi virðisaukaskatts sé óskynsamleg og fremur til þess fallin að auka óstöðugleika í ríkisfjármálum um þessar mundir. Það eina skynsamlega í stöðunni er því að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu í heild sinni en að tekið verði upp eðlilegt samráð um hvernig gjaldtöku af ferðamönnum verði best háttað þannig að bæði fyrirtæki í greininni, ferðaþjónustubyggðalög um allt land og samfélagið í heild beri sem bestan hag af til langrar framtíðar. Ég er sannfærður um að ferðaþjónustan er reiðubúin í slíkt samtal við ríki og sveitarfélög. Ég hvet ríkisstjórnina til að ganga fremur veg skynsemi í stað þess að leggja á, án greininga og án samráðs, breytingu sem mun hafa augljós neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur fjölgun ferðamanna orðið grunnur að gífurlegri uppbyggingu í ferðaþjónustu um allt land. Sú uppbygging hefur skilað sér í því að ferðaþjónusta er nú orðin sú atvinnugrein sem skilar mestum gjaldeyristekjum til þjóðarinnar, eða allt að 560 milljörðum á þessu ári. Nú þegar eru blikur á lofti, óstöðugt rekstrarumhverfi, hátt gengi íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa reynst fyrirtækjum í ferðaþjónustunni þungur baggi síðustu misseri. Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að það er ekki bein fylgni á milli þess að ferðamönnum fjölgi og að rekstrarafkoma ferðaþjónustufyrirtækja batni. Þvert á móti er það staðreynd að afkoma ferðaþjónustufyrirtækja versnaði almennt töluvert á milli áranna 2015 og 2016 og það þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Af hverju? Jú tugprósenta högg í formi launahækkana og gengisstyrkingar vega afar þungt í vinnuaflsfrekri útflutningsatvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Ef virðisaukaskattshækkun á ferðaþjónustuna verður að veruleika mun það hafa alvarleg áhrif á rekstrarmöguleika fjölmargra fyrirtækja í greininni og hafa sérstaklega slæm áhrif á landsbyggðinni þar sem svigrúm fyrirtækjanna er minnst.Aðför að atvinnugrein sem skiptir sköpum á landsbyggðinni Því miður virðist enginn skilningur á þessum einföldu staðreyndum í fjármálaráðuneytinu. Enn verra er að engar greiningar á stöðunni og áhrifum breytingarinnar á atvinnugreinina og byggðalög um allt land virðast liggja henni til grundvallar. Það er grafalvarleg handvömm af hálfu stjórnvalda að leggja til meira en tíu prósentustiga skattahækkun á ferðaþjónustuna án þess að hafa neitt í höndunum sem sýnir hvaða áhrif það mun hafa og algerlega án samráðs við aðila í greininni, hvort sem er hagsmunasamtök eða aðra. Hér er rétt að minnast þess að undanfarinn áratug hið minnsta hafa staðið háværar deilur um rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja og upphæð veiðigjalda. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á samráð við greinina sjálfa. Ná þurfi að ná sem víðtækastri sátt um umhverfi sjávarútvegsins og að passa þurfi sérstaklega upp á þau byggðaáhrif sem tekjuöflun ríkissjóðs af sjávarútvegsfyrirtækjum hafi í hinum dreifðu byggðum. Allt eru þetta skynsamleg rök, enda er upphæð veiðigjalda sem þar er rætt um talin í nokkrum milljörðum króna. Það vekur því furðu að þegar rætt er um gjaldahækkun á ferðaþjónustu sem nemur fjórum sinnum hærri upphæð – fjórum sinnum veiðigjöld – skuli slík hækkun lögð á með einu pennastriki. Það er gert án samráðs við atvinnugreinina sjálfa og án greininga á raunáhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki og byggðalög sem nú treysta á ferðaþjónustu sem undirstöðuatvinnugrein í héraði og það allan ársins hring í sífellt meiri mæli. Slíkt verður ekki skilið nema sem hrein aðför að ferðaþjónustu á Íslandi og fullkomin óvirðing gagnvart fólki sem starfar í greininni sem hefur á undangengnum árum unnið mikilvægt starf við að rétta við þjóðarbúskapinn þegar mest lá við.Eina skynsamlega lausnin að hætta við hækkunina Í umsögn fjármálaráðs um fjármálaáætlun 2018-2022 er gagnrýnt að greiningar skorti á raunáhrifum þeirra breytinga sem lagðar eru til í áætluninni. Þar er einnig gagnrýnd sú hugmynd að lækka virðisaukaskatt út frá efnahagslegum rökum. Þegar fjármálaáætlunin er lesin sést að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu virðist annars vegar vera ætlað að stemma stigu við fjölda ferðamanna og hins vegar skapa svigrúm fyrir lækkun efra þreps virðisaukaskatts. Nú þegar sjást merki þess að ferðamönnum fjölgi ekki jafn hratt og undanfarin ár, auk þess sem þeir dvelja skemur, vegna gengisáhrifa – um þessi áhrif sem og önnur hefði fjármálaráðuneytið getað aflað sér upplýsinga hjá ferðaþjónustuaðilum með eðlilegu samráði. Sé markmið ríkisvaldsins að stemma stigu við fjölgun ferðamanna er nærtækast að leyfa áhrifum vegna hækkunar raungengis að koma fram á næsta ári áður en ákvarðanir um frekari aðgerðir í átt að aðgangastýringu eru teknar. Ferðaþjónustumarkaður er viðkvæmur fyrir hröðum breytingum og óstöðugleika. Óskynsamlegt er að setja af stað svo stóra neikvætt hlaðna breytingu ofan í þróun sem þegar er að eiga sér stað áður en áhrif hennar eru ljós. Eins og fjármálaráð bendir á liggja sterk efnahagsleg rök til þess að lækkun á efra þrepi virðisaukaskatts sé óskynsamleg og fremur til þess fallin að auka óstöðugleika í ríkisfjármálum um þessar mundir. Það eina skynsamlega í stöðunni er því að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskattskerfinu í heild sinni en að tekið verði upp eðlilegt samráð um hvernig gjaldtöku af ferðamönnum verði best háttað þannig að bæði fyrirtæki í greininni, ferðaþjónustubyggðalög um allt land og samfélagið í heild beri sem bestan hag af til langrar framtíðar. Ég er sannfærður um að ferðaþjónustan er reiðubúin í slíkt samtal við ríki og sveitarfélög. Ég hvet ríkisstjórnina til að ganga fremur veg skynsemi í stað þess að leggja á, án greininga og án samráðs, breytingu sem mun hafa augljós neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar