Grínisti fór í felur vegna hótana Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. apríl 2016 07:00 „Saknað“ stendur á spjaldinu með mynd af grínistanum Jan Böhmermann, sem mætti ekki til verðlaunaafhendingar í vikunni. vísir/epa Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Þýski grínistinn Jan Böhmermann hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðustu daga. Síðan á fimmtudaginn nýtur hann lögregluverndar. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Samkvæmt þýskum hegningarlögum er refsivert að móðga erlendan þjóðhöfðingja. Sambærilegt ákvæði er enn í íslenskum hegningarlögum. Angela Merkel kanslari stendur að vísu með Böhmermann og segir ekki koma til greina að takmarka tjáningarfrelsi hans: „Við erum með grundvallargildi í stjórnarskránni og þar á meðal er fimmta greinin, þar sem eru ákvæði um skoðanafrelsi, vísindafrelsi og auðvitað listfrelsi,“ sagði hún. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar lagt fram formlega kröfu um að Böhmermann verði sóttur til saka. Þýska ríkisstjórnin þarf að taka afstöðu til þessarar kröfu, en Steffen Seibert, talsmaður stjórnarinnar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær ákvörðunar er að vænta. Böhmermann birti nýverið í sjónvarpsþætti sínum, Neo Magazin Royale, harða ádeilu á Erdogan, þar sem forseti Tyrklands var dreginn sundur og saman í háði. Hann fékk í vikunni þýsku Grimme-verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Hann sá sér reyndar ekki fært að mæta til verðlaunaafhendingarinnar, og gaf þá skýringu að hann ætti erfitt með að fagna undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja: „Mér finnst allt sem ég hef trúað á vera að engu orðið,“ sagði hann. Verðlaunin fékk hann reyndar ekki fyrir grínið, sem hann gerði að Erdogan, heldur fyrir grín sem hann gerði á síðasta ári þar sem hann dró Janis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, sundur og saman í háði af engu minna vægðarleysi en tyrkneska forsetann. Varoufakis hafði hins vegar húmor fyrir gríninu og sendi frá sér yfirlýsingu í gær til stuðnings Böhmermann: „Evrópa glataði fyrst sálu sinni (með samkomulaginu við Tyrkland um flóttafólk), og er nú að glata húmornum. Látið Böhmermann í friði.“ Merkel kanslari vill samt ekki fá Erdogan upp á móti sér, nú þegar Tyrkir hafa fallist á að leysa að hluta þann flóttamannavanda sem Evrópuríki hafa sárlega kveinkað sér undan. Merkel lagði ríka áherslu á að ná þessu samkomulagi við Tyrki, enda var hún farin að finna fyrir andbyr innanlands vegna þess hve vel hún vildi taka á móti flóttafólki. Hún virðist því vera stödd í ákveðinni klípu þessa dagana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira