Erlent

Níu látnir eftir jarðskjálftann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yfir 250 eru slasaðir eftir jarðskjálfta í Japan í gær.
Yfir 250 eru slasaðir eftir jarðskjálfta í Japan í gær. vísir/epa
Að minnsta kosti níu eru látnir og tvö hundruð og fimmtíu slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem skók suðurhluta Japans í gær.

Óttast er að tugir manna séu fastir undir rústum húsa, en nokkrar byggingar hrundu í skjálftanum. Skjálftinn var að stærðinni 6,5 og átti upptök sín í Kumamato héraði í Japan. Rafmagnslaust er í stórum hluta héraðsins.

Fjöldi björgunarmanna hefur verið sendur á staðinn en björgunaraðgerðir ganga nokkuð erfiðlega vegna eftirskjálfta.  Ekki hefur verið gefin út flóðbylgjuviðvörun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×