Íslenskir larparar: Upplifa forvitni en ekki fordóma Viktoría Hermannsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 10:00 Á hverjum sunnudegi hittist hópur fólks í Öskjuhlíðinni í miðaldabúningum og larpar saman. Undirbúningurinn tekur sinn tíma enda hver persóna úthugsuð. Mikið er lagt í búningana og persónusköpun. „Við erum bara að hafa okkur til,“ segir Oddur Georgsson er hann tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni og kærustu sinnar, Sóleyjar Hálfdánsdóttur. Þau eru bæði svokallaðir larparar, spila LARP, Live Action Role Playing eða rauntímaspunaspil. Larp fer þannig fram að fólk klæðir sig upp í búninga og fer í leik sem líkist að mörgu leyti því sem maður sér í tölvuleikjum. Leikmennirnir eru allir fyrirfram ákveðnar persónur sem þeir hafa sjálfir skapað. Barist er með gervivopnum, sagan er ákveðin að vissu leyti fyrirfram en svo er spunnið í leiknum sjálfum. Um 50 manns mæta vanalega á larpið en um 300 tilheyra félagsskapnum.Sóley setur á sig eyrun. Það er mikið lagt í undirbúninginn.Mikið lagt í persónusköpun Það er fjölmennt á heimili þeirra Odds og Sóleyjar þennan sunnudaginn. Eftir um klukkustund hefst larpið. Vinir þeirra og samspilarar, Hanna og Einar Karl, eru að hafa sig til. Þau standa úti á miðju gólfi og raða skinnpjötlum hvort á annað. Hanna heldur á stóru teppi sem þau keyptu og ætla sníða til að nota í búning. „Ég er nýr karakter í dag, þess vegna er ég lengur að hafa mig til,“ útskýrir Einar Karl. Það tekur sinn tíma að búa til búninginn og mikið er lagt í persónusköpun. „Allir karakterarnir eru búnir til af hverjum og einum í samræmi við reglubókina sem er í notkun,“ segir Oddur. Einar og Hanna gera sig tilbúin. Hanna hjálpar Einari að fullkomna búninginn.Mikið er lagt í útlit persónanna og þar fær sköpunargleðin að njóta sín. Þau segja að sumum lörpurum finnist búningahlutinn skemmtilegasti parturinn af þessu, hjá öðrum er það leiklistin sem heillar eða skylmingahlutinn. Flesta heillar þó blanda af þessu öllu og líka bara gleðin við að fá að leika sér. Allar persónurnar í leiknum hafa nafn sem viðkomandi spilari býr sjálfur til, hálfgert hliðarsjálf. Larphópurinn sem þau spila með hefur verið til í um þrjú ár. Einar hefur verið í larpinu í um ár en Hanna er að fara í sjötta sinn. Oddur hefur hins vegar verið með frá því að hópurinn var stofnaður. Hann fékk áhuga á larpinu eftir að hafa séð það í sjónvarpsþáttum og fór þá að athuga hvort það væri til hérlendis.Þessi skuggavera stendur vörð.„Ég leitaði og datt niður á spjallþráð þar sem var verið að skipuleggja larp. Það hafði verið reynt áður en aldrei neitt gengið í einhvern tíma.“ Þetta var fyrir þremur árum og síðan hefur hann verið virkur. Flestir í hópnum eru á aldrinum 17-30 ára. Þó að larparnir hér séu frekar í yngri kantinum þá er það alls ekki svo alls staðar. „Eins og í Þýskalandi þangað sem ég fór á stórt larp. Þar var ein áttræð kona sem hafði larpað í yfir 50 ár,“ segir Oddur.Hanna vígbúin í Larpinu.Upplifa ekki fordóma Í larpinu sem þau eru á leiðinni í núna er spiluð miðaldafantasía. Það er í gangi yfir sumartímann en leggst í dvala á veturna og þá tekur við annað larp. „Þar er vampíruþema,“ segir Oddur. Það fer fram á veitingastað í Hafnarfirði og hluti af leiknum er að fólk átti sig ekki á því að verið sé að larpa. Þau segjast ekki hafa upplifað fordóma við larpið en margir séu forvitnir.Það er barist í Larpinu. Það er hins vegar passað vel upp á að enginn slasist.„Reyndar lenti ég einu sinni í víkingi sem fór að setja út á sverðið mitt, hvað það væri asnalegt að berjast með svona gervisverðum,“ segir Oddur en tekur fram að það hafi ekki rist djúpt. „Fólk er aðallega bara forvitið og vill vita meira um þetta. Við erum alltaf til í að tala um larp við fólk, við viljum fá fleiri með.“Í ham. Hópurinn hittist á hverjum sunnudegi í Öskjuhlíðinni. Leikurinn stendur oft klukkutímum saman. Fréttablaðið/EyþórEn hvað er það sem er svona skemmtilegt við larpið? „Það er skemmtilegt að leika sér,“ segir Oddur og hin taka undir. „Búningarnir og leikurinn er mjög skemmtilegur. Mér finnst gaman að svona leikslást. „It makes me feel powerful“ segir Auður Ósk. „Þegar þú ert bara í venjulega heiminum þá ertu bara venjuleg manneskja sem fer í skóla og vinnur. Í leiknum ertu allt í einu orðin þessi ofursterka manneskja sem getur slegist með sverði eða verið hvað sem þú vilt,“ segir Auður.Spila í marga klukkutíma Nú fer að styttast í að larpið byrji og þau að verða fullbúin. „Við erum til svona sjö á góðum degi,“ segir Einar. Þau festa síðustu hlutina við búninga. „Viltu álfa- eða svartálfaeyra,“ segir Oddur við Einar sem þiggur eitt eyra á bandi um hálsinn. Búningarnir eru að verða fullskapaðir fyrir leik dagsins. Þau taka fram að þetta snúist ekki um keppni. „Það er enginn þannig séð sigurvegari, bara allir,“ segir Oddur áður en hann grípur vopn sitt og gerir sig tilbúinn. Hin gera það sama og þau halda á vit leiksins í Öskjuhlíðinni þar sem leikið er frameftir degi. „Maður vinnur ef maður skemmtir sér hverju sinni,“ segir hann og heldur af stað í fjörið. Tengdar fréttir Larpið í Öskjuhlíð aldrei öflugra "Við erum svo sterkur hópur að við tökum gagnrýni með bros á vör." 1. september 2015 09:45 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Á hverjum sunnudegi hittist hópur fólks í Öskjuhlíðinni í miðaldabúningum og larpar saman. Undirbúningurinn tekur sinn tíma enda hver persóna úthugsuð. Mikið er lagt í búningana og persónusköpun. „Við erum bara að hafa okkur til,“ segir Oddur Georgsson er hann tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni og kærustu sinnar, Sóleyjar Hálfdánsdóttur. Þau eru bæði svokallaðir larparar, spila LARP, Live Action Role Playing eða rauntímaspunaspil. Larp fer þannig fram að fólk klæðir sig upp í búninga og fer í leik sem líkist að mörgu leyti því sem maður sér í tölvuleikjum. Leikmennirnir eru allir fyrirfram ákveðnar persónur sem þeir hafa sjálfir skapað. Barist er með gervivopnum, sagan er ákveðin að vissu leyti fyrirfram en svo er spunnið í leiknum sjálfum. Um 50 manns mæta vanalega á larpið en um 300 tilheyra félagsskapnum.Sóley setur á sig eyrun. Það er mikið lagt í undirbúninginn.Mikið lagt í persónusköpun Það er fjölmennt á heimili þeirra Odds og Sóleyjar þennan sunnudaginn. Eftir um klukkustund hefst larpið. Vinir þeirra og samspilarar, Hanna og Einar Karl, eru að hafa sig til. Þau standa úti á miðju gólfi og raða skinnpjötlum hvort á annað. Hanna heldur á stóru teppi sem þau keyptu og ætla sníða til að nota í búning. „Ég er nýr karakter í dag, þess vegna er ég lengur að hafa mig til,“ útskýrir Einar Karl. Það tekur sinn tíma að búa til búninginn og mikið er lagt í persónusköpun. „Allir karakterarnir eru búnir til af hverjum og einum í samræmi við reglubókina sem er í notkun,“ segir Oddur. Einar og Hanna gera sig tilbúin. Hanna hjálpar Einari að fullkomna búninginn.Mikið er lagt í útlit persónanna og þar fær sköpunargleðin að njóta sín. Þau segja að sumum lörpurum finnist búningahlutinn skemmtilegasti parturinn af þessu, hjá öðrum er það leiklistin sem heillar eða skylmingahlutinn. Flesta heillar þó blanda af þessu öllu og líka bara gleðin við að fá að leika sér. Allar persónurnar í leiknum hafa nafn sem viðkomandi spilari býr sjálfur til, hálfgert hliðarsjálf. Larphópurinn sem þau spila með hefur verið til í um þrjú ár. Einar hefur verið í larpinu í um ár en Hanna er að fara í sjötta sinn. Oddur hefur hins vegar verið með frá því að hópurinn var stofnaður. Hann fékk áhuga á larpinu eftir að hafa séð það í sjónvarpsþáttum og fór þá að athuga hvort það væri til hérlendis.Þessi skuggavera stendur vörð.„Ég leitaði og datt niður á spjallþráð þar sem var verið að skipuleggja larp. Það hafði verið reynt áður en aldrei neitt gengið í einhvern tíma.“ Þetta var fyrir þremur árum og síðan hefur hann verið virkur. Flestir í hópnum eru á aldrinum 17-30 ára. Þó að larparnir hér séu frekar í yngri kantinum þá er það alls ekki svo alls staðar. „Eins og í Þýskalandi þangað sem ég fór á stórt larp. Þar var ein áttræð kona sem hafði larpað í yfir 50 ár,“ segir Oddur.Hanna vígbúin í Larpinu.Upplifa ekki fordóma Í larpinu sem þau eru á leiðinni í núna er spiluð miðaldafantasía. Það er í gangi yfir sumartímann en leggst í dvala á veturna og þá tekur við annað larp. „Þar er vampíruþema,“ segir Oddur. Það fer fram á veitingastað í Hafnarfirði og hluti af leiknum er að fólk átti sig ekki á því að verið sé að larpa. Þau segjast ekki hafa upplifað fordóma við larpið en margir séu forvitnir.Það er barist í Larpinu. Það er hins vegar passað vel upp á að enginn slasist.„Reyndar lenti ég einu sinni í víkingi sem fór að setja út á sverðið mitt, hvað það væri asnalegt að berjast með svona gervisverðum,“ segir Oddur en tekur fram að það hafi ekki rist djúpt. „Fólk er aðallega bara forvitið og vill vita meira um þetta. Við erum alltaf til í að tala um larp við fólk, við viljum fá fleiri með.“Í ham. Hópurinn hittist á hverjum sunnudegi í Öskjuhlíðinni. Leikurinn stendur oft klukkutímum saman. Fréttablaðið/EyþórEn hvað er það sem er svona skemmtilegt við larpið? „Það er skemmtilegt að leika sér,“ segir Oddur og hin taka undir. „Búningarnir og leikurinn er mjög skemmtilegur. Mér finnst gaman að svona leikslást. „It makes me feel powerful“ segir Auður Ósk. „Þegar þú ert bara í venjulega heiminum þá ertu bara venjuleg manneskja sem fer í skóla og vinnur. Í leiknum ertu allt í einu orðin þessi ofursterka manneskja sem getur slegist með sverði eða verið hvað sem þú vilt,“ segir Auður.Spila í marga klukkutíma Nú fer að styttast í að larpið byrji og þau að verða fullbúin. „Við erum til svona sjö á góðum degi,“ segir Einar. Þau festa síðustu hlutina við búninga. „Viltu álfa- eða svartálfaeyra,“ segir Oddur við Einar sem þiggur eitt eyra á bandi um hálsinn. Búningarnir eru að verða fullskapaðir fyrir leik dagsins. Þau taka fram að þetta snúist ekki um keppni. „Það er enginn þannig séð sigurvegari, bara allir,“ segir Oddur áður en hann grípur vopn sitt og gerir sig tilbúinn. Hin gera það sama og þau halda á vit leiksins í Öskjuhlíðinni þar sem leikið er frameftir degi. „Maður vinnur ef maður skemmtir sér hverju sinni,“ segir hann og heldur af stað í fjörið.
Tengdar fréttir Larpið í Öskjuhlíð aldrei öflugra "Við erum svo sterkur hópur að við tökum gagnrýni með bros á vör." 1. september 2015 09:45 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Larpið í Öskjuhlíð aldrei öflugra "Við erum svo sterkur hópur að við tökum gagnrýni með bros á vör." 1. september 2015 09:45