Benz með Formula 1 drifrás verður að veruleika Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 10:47 Svona gæti ofurbíll Mercedes Benz AMG-deildarinnar litið út. Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári. Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent
Í höfuðstöðvum Mercedes Benz hefur verið tekin ákvörðun um smíði bíls sem seldur verður almenningi og er með drifrás eins og er í Formula 1 bíl fyrirtækisins. Sá bíll gæti orðið allt að 1.300 hestöfl og mun vafalaust kosta skildinginn. Forstjóri mótorsportdeildar Mercedes Benz, AMG segir að ekki verði um ræða drifrás sem líkist þeirri í keppnisbílum þeirra, heldur alveg eins drifrás og að það framkalli hjá honum gæsahúð. Slík drifrás sé ekki einföld í smíðum og hún þurfi mikla kælingu. Mercedes Benz tilkynnti um þessi áform sín fyrst á bílasýningunni í París, sem er nýafstaðin. Líklega verður brunavélin í bílnum V6 vél, en auk þess mjög öflugir rafmagnsmótorar. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, enda erfitt að skila öllu þessu afli í götuna eingöngu gegnum annan öxul bílsins. Til stendur að þessi bíll verði tilbúinn á 50 ára afmælisári AMG-deildar Mercedes Benz á næsta ári.
Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent