Nýr Impreza slær öll sölumet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 15:13 Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Hinn nýi Subaru Impreza var í liðinni viku kjörinn bíll ársins 2016-2017 í Japan. Bíllinn fór í sölu um miðjan október og gerðu áætlanir ráð fyrir mánaðarlegri sölu upp á um 2.500 eintök. Það markmið hefur náðst og gott betur en það, því alls hafa rúmlega 11 þúsund bílar selst, eða fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega helmingur (51%) kaupendanna færði sig af annarri bíltegund yfir til Subaru og er því greinilegt að nýr Impreza höfðar til mun breiðari kaupendahóps en fyrirfram var áætlað. Þess má jafnframt geta að Impreza er fyrsti japanski bíllinn þar sem loftpúði til varnar gangandi vegfarendum (Pedestrian protection airbag) er meðal staðalbúnaðar.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent