Aftur lán í óláni í Laufáskirkju: Skólabílstjórinn í sveitinni átti fyrir tilviljun leið framhjá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 14:58 Óvíst er með hátíðarhald í kirkjunni um jólin en alla jafna er hátíðarmessa í Laufáskirkju á annan dag jóla. Mynd/Helga Kvam Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í Laufáskirkju í Lauásprestakalli í Eyjafirði á þriðja tímanum í dag. Boð bárust sóknarprestinum Sr. Bolla Pétri Bollasyni frá Öryggismiðstöðinni en Bolli býr á Laufási, við hlið kirkjunnar. Svo vel vildi til að Anna Bára Bergvinsdóttir, skólabílstjóri og gjaldkeri sóknarnefndar, átti leið hjá á sama tíma og var með lítið slökkvitæki í bílnum. Tókst henni að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. „Þetta er búið að vera þvílíkt lán í óláni,“ segir Bolli í samtali við Vísi. Fyrr á árinu féll snjóflóð á kirkjuna og grafreitinn sem braut legsteina en kirkjan stóð flóðið af sér. Bolli segir að eldurinn í dag hafi kviknað út frá straumbreyti fyrir leiðaljós og kominn hafi verið eldur í horni kirkjunnar. Mikill svartur reykur hafi myndast sem hafi gert það að verkum að erfitt var að komast að slökkvitækinu sem var inni í kirkjunni.Hefði fuðrað upp mínútu síðar Slökkviliðsmenn vinna nú að reykræstingu í kirkjunni sem er nýorðin 150 ára og allt timbrið upprunalegt. Stutt er síðan öryggiskerfi var tengt kirkjunni sem skipti sköpum í dag að fólk varð eldsins vart. „Við verðum að þakka fyrir þetta um jólin,“ segir Bolli. Slökkviliðið ætlaði að senda mikinn mannskap á vettvang áður en þær upplýsingar bárust að búið væri að slökkva eldinn. „Það er snarræði þeirra (innsk: Bolla og Önnu Báru) að þakka að ekki fór verr. Mínútu seinna hefði þetta allt fuðrað upp,“ segir Ólafur. Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í Laufáskirkju í Lauásprestakalli í Eyjafirði á þriðja tímanum í dag. Boð bárust sóknarprestinum Sr. Bolla Pétri Bollasyni frá Öryggismiðstöðinni en Bolli býr á Laufási, við hlið kirkjunnar. Svo vel vildi til að Anna Bára Bergvinsdóttir, skólabílstjóri og gjaldkeri sóknarnefndar, átti leið hjá á sama tíma og var með lítið slökkvitæki í bílnum. Tókst henni að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. „Þetta er búið að vera þvílíkt lán í óláni,“ segir Bolli í samtali við Vísi. Fyrr á árinu féll snjóflóð á kirkjuna og grafreitinn sem braut legsteina en kirkjan stóð flóðið af sér. Bolli segir að eldurinn í dag hafi kviknað út frá straumbreyti fyrir leiðaljós og kominn hafi verið eldur í horni kirkjunnar. Mikill svartur reykur hafi myndast sem hafi gert það að verkum að erfitt var að komast að slökkvitækinu sem var inni í kirkjunni.Hefði fuðrað upp mínútu síðar Slökkviliðsmenn vinna nú að reykræstingu í kirkjunni sem er nýorðin 150 ára og allt timbrið upprunalegt. Stutt er síðan öryggiskerfi var tengt kirkjunni sem skipti sköpum í dag að fólk varð eldsins vart. „Við verðum að þakka fyrir þetta um jólin,“ segir Bolli. Slökkviliðið ætlaði að senda mikinn mannskap á vettvang áður en þær upplýsingar bárust að búið væri að slökkva eldinn. „Það er snarræði þeirra (innsk: Bolla og Önnu Báru) að þakka að ekki fór verr. Mínútu seinna hefði þetta allt fuðrað upp,“ segir Ólafur.
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira