Utanspítalaþjónusta Njáll Pálsson skrifar 4. janúar 2016 11:51 Það þykir góður tímapunktur um áramót að staldra við, meta stöðu mála og setja niður fyrir sig hvernig málum sé best hagað í upphafi nýs árs. Mig langar hér að gera að umtalsefni þann hluta heilbrigðiskerfisins sem kastljós opinberrar umræðu beinist ekki oft að, en það er utanspítalaþjónusta. En hvað er utanspítalaþjónusta sem á engilsaxnesku útleggst sem prehospital service. Segja má að þetta sé samheiti yfir nokkra þætti. Sjúkra- og neyðarflutninga, hvort sem um í lofti, láði eða legi er að ræða og bráðaþjónustu þá sem veitt er þeim sem bráðveikjast og slasast alvarlega. Næst myndi maður spyrja hvernig þessari þjónustu væri fyrirkomið hér heima ekki satt. Það er varla hægt að koma með eitt einfalt og stutt „vel eða illa“ svar við því. Heilbrigðiskerfið er iðulega til umfjöllunar og þá hve fjársvelt það er. Sérstaklega í desember mánuði þegar lokið er við fjárlagagerð. Ég held að engum líki sá stríðsdans sem þá er stiginn í þinginu okkar íslendinga og okkar þjóðkjörnu fulltrúar væna hvorn annan um ranga forgangsröðun eða óraunsæi. Það sér það hver sem vill að þetta er ekki frjór jarðvegur fyrir þann sem vill efla okkar eitt mikilvægasta þjóðargangverk, heilbrigðiskerfið. Öll viljum við það sama, ÖFLUGT heilbrigðiskerfi. Nú hefur það verið opinberlega viðurkennt að allir Íslendingar og þeir sem okkur heim sækja skuli eiga kost á sem bestu heilbrigðisþjónustu hverju sinni, hvar sem í sveit eru staddir. Það hljótum við öll vilja. Dagljóst er að ef því skuli viðkomið þá verður utanspítalaþjónustan að vera bæði öflug og skilvirk sem fyrsti hlekkurinn í öryggiskeðju þeirri sem heilbrigðiskerfið á að vera. Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þeir sem reka og stjórna sjúkraflutningum á Íslandi virðast ekki undanþegnir þeim þrönga fjárhagsstakk sem ríkið sníðir þeim, frekar en aðrir sem ábyrgð bera á rekstri annarra heilbrigðiseininga. Iðulega þarf að taka langar og þungar glímur við ríkisvaldið um fjármagn til þess að landa megi samningum um rekstur þjónustunnar. Oft eru þessir samningar stuttir og bjóða þar af leiðandi ekki upp á það örugga umhverfi sem þarf til að þróa, efla og tryggja faglegan framgang. Þetta er miður. Ljóst er að marka þarf skýra stefnu um það hvernig þessi mikilvæga þjónusta skuli rekin og veitt án þess að þurfa sífellt að vera í krafsi og þrasi um krónur og aura. Að sjálfsögðu á ekki að bruðla með almannafé en það verður að ríkja sátt um og skynsöm stefna í uppbyggingu þessa hlutar heilbrigðiskerfisins, leyfi ég mér því að halda því fram að utanspítalaþjónustan þolir veglegri fjármögnun en boðið er uppá í dag. Hvernig má svo tryggja að utanspítalaþjónusta sé öflug og þróist á faglegan hátt, líkt og í öðrum löndun. Jú þar má nefna nokkra þætti. Mikilvægast er að sjúkraflutningamenn séu vel menntaðir og þjálfaðir. Þetta á við um grunnmenntun, framhaldsmenntun, endurmenntun og viðhaldsþjálfun. Jafnframt að þeir hafi allan þann nauðsynlega búnað sem þarf til að sinna þjónustunni á öruggan hátt, bæði fyrir þá og þiggjendur þjónustunnar. Ljúka þarf þegar hafinni vinnu við að koma á fót rafrænni skráningu í sjúkraflutningum. Það yrði sterkur liður í eflingu sjúklingaöryggis og skilvirkri umsýslu allrar tölfræði, sem svo er nauðsynlegt hjálpartæki þegar þjónustan er rýnd til gagns og unnið að frekari framþróun. Stórefla þarf sjúkraflug. Þeir aðilar sem sinna fluginu í dag hvort sem um er að ræða fastvængja vélar eða þyrlur gera það eins vel og hægt er af mikilli fagmennsku, en það verður að segjast að þessi þáttur er heldur lítilfjörlegur og knappt rekinn miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Það yrði stórt og jákvætt skref ef Íslendingar bættu í þyrluflóru sína sjúkraþyrlum, til viðbótar við stóru og öflugu björgunarþyrlurnar, þá að sjálfsögðu með sólarhrings staðarmönnun í stað bakvaktar fyrirkomulags. Já ég nefni hér önnur lönd. Horfa verður til þess hvernig aðrar þjóðir hafa eflt utanspítalaþjónustu á farsælan hátt og er öflugt sjúkraflug mikilvægur þáttur þar. Nú háttar nefnilega þannig til víða í dreifðari byggðum landsins að það er kannski einn sjúkrabíll á staðnum. Ef upp kemur alvarlegt slys eða bráð veikindi og tekin er ákvörðun um flutning á næsta sjúkrahús, landleiðina þá höfum við dæmi þess að sjúkrabíllinn, ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum og jafnvel lækninum, er burtu úr héraðinu í fleiri klukkustundir. Með eflingu sjúkraflugsins væri hægt að breyta þessu og jafnframt tryggja öruggan aðgang að öflugu bráðateymi, viðbragðinu heima í héraði, til vettvangsstuðnings, ráðgjafar og skjóts sjúkraflutnings. Sjálfsagt mætti nefna fleiri þætti og listinn ekki tæmandi. En einhvers staðar verður að byrja. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að málefnið er mikilvægt og margir bera ábyrgð á að vel fari. Ráðherrar, þingmenn, sveitastjórnarmenn, stjórnendur sjúkraflutninga, heilbrigðisstarfsfólk með aðkomu að málaflokknun og sjúkraflutningamenn. Með breyttri aldussamsetningu þjóðarinnar, stóraukinni fjölgun ferðamanna og breytingar á heilbrigðisþjónustu í héraði þá þarf að bregðast við, þörfin á eflingu utanspítalaþjónustunnar er þegar orðin augljós. Þessi þjónusta er viðkvæm og þarf að veitast á öruggan og faglegan hátt. Allt frá símtali sem berst til Neyðarlínunnar þar sem neyðarsímvörður vinnur úr tilfellinu og boðar viðeigandi bjargir, þar til sjúkling er komið í öruggt skjól sjúkrahússins. Ekki má gleyma ferlinu þarna á milli en þá er verið að veita manneskju heilbrigðisþjónustu. Megi árið 2016 marka tímamót hvað þennan málaflokk varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þykir góður tímapunktur um áramót að staldra við, meta stöðu mála og setja niður fyrir sig hvernig málum sé best hagað í upphafi nýs árs. Mig langar hér að gera að umtalsefni þann hluta heilbrigðiskerfisins sem kastljós opinberrar umræðu beinist ekki oft að, en það er utanspítalaþjónusta. En hvað er utanspítalaþjónusta sem á engilsaxnesku útleggst sem prehospital service. Segja má að þetta sé samheiti yfir nokkra þætti. Sjúkra- og neyðarflutninga, hvort sem um í lofti, láði eða legi er að ræða og bráðaþjónustu þá sem veitt er þeim sem bráðveikjast og slasast alvarlega. Næst myndi maður spyrja hvernig þessari þjónustu væri fyrirkomið hér heima ekki satt. Það er varla hægt að koma með eitt einfalt og stutt „vel eða illa“ svar við því. Heilbrigðiskerfið er iðulega til umfjöllunar og þá hve fjársvelt það er. Sérstaklega í desember mánuði þegar lokið er við fjárlagagerð. Ég held að engum líki sá stríðsdans sem þá er stiginn í þinginu okkar íslendinga og okkar þjóðkjörnu fulltrúar væna hvorn annan um ranga forgangsröðun eða óraunsæi. Það sér það hver sem vill að þetta er ekki frjór jarðvegur fyrir þann sem vill efla okkar eitt mikilvægasta þjóðargangverk, heilbrigðiskerfið. Öll viljum við það sama, ÖFLUGT heilbrigðiskerfi. Nú hefur það verið opinberlega viðurkennt að allir Íslendingar og þeir sem okkur heim sækja skuli eiga kost á sem bestu heilbrigðisþjónustu hverju sinni, hvar sem í sveit eru staddir. Það hljótum við öll vilja. Dagljóst er að ef því skuli viðkomið þá verður utanspítalaþjónustan að vera bæði öflug og skilvirk sem fyrsti hlekkurinn í öryggiskeðju þeirri sem heilbrigðiskerfið á að vera. Enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þeir sem reka og stjórna sjúkraflutningum á Íslandi virðast ekki undanþegnir þeim þrönga fjárhagsstakk sem ríkið sníðir þeim, frekar en aðrir sem ábyrgð bera á rekstri annarra heilbrigðiseininga. Iðulega þarf að taka langar og þungar glímur við ríkisvaldið um fjármagn til þess að landa megi samningum um rekstur þjónustunnar. Oft eru þessir samningar stuttir og bjóða þar af leiðandi ekki upp á það örugga umhverfi sem þarf til að þróa, efla og tryggja faglegan framgang. Þetta er miður. Ljóst er að marka þarf skýra stefnu um það hvernig þessi mikilvæga þjónusta skuli rekin og veitt án þess að þurfa sífellt að vera í krafsi og þrasi um krónur og aura. Að sjálfsögðu á ekki að bruðla með almannafé en það verður að ríkja sátt um og skynsöm stefna í uppbyggingu þessa hlutar heilbrigðiskerfisins, leyfi ég mér því að halda því fram að utanspítalaþjónustan þolir veglegri fjármögnun en boðið er uppá í dag. Hvernig má svo tryggja að utanspítalaþjónusta sé öflug og þróist á faglegan hátt, líkt og í öðrum löndun. Jú þar má nefna nokkra þætti. Mikilvægast er að sjúkraflutningamenn séu vel menntaðir og þjálfaðir. Þetta á við um grunnmenntun, framhaldsmenntun, endurmenntun og viðhaldsþjálfun. Jafnframt að þeir hafi allan þann nauðsynlega búnað sem þarf til að sinna þjónustunni á öruggan hátt, bæði fyrir þá og þiggjendur þjónustunnar. Ljúka þarf þegar hafinni vinnu við að koma á fót rafrænni skráningu í sjúkraflutningum. Það yrði sterkur liður í eflingu sjúklingaöryggis og skilvirkri umsýslu allrar tölfræði, sem svo er nauðsynlegt hjálpartæki þegar þjónustan er rýnd til gagns og unnið að frekari framþróun. Stórefla þarf sjúkraflug. Þeir aðilar sem sinna fluginu í dag hvort sem um er að ræða fastvængja vélar eða þyrlur gera það eins vel og hægt er af mikilli fagmennsku, en það verður að segjast að þessi þáttur er heldur lítilfjörlegur og knappt rekinn miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Það yrði stórt og jákvætt skref ef Íslendingar bættu í þyrluflóru sína sjúkraþyrlum, til viðbótar við stóru og öflugu björgunarþyrlurnar, þá að sjálfsögðu með sólarhrings staðarmönnun í stað bakvaktar fyrirkomulags. Já ég nefni hér önnur lönd. Horfa verður til þess hvernig aðrar þjóðir hafa eflt utanspítalaþjónustu á farsælan hátt og er öflugt sjúkraflug mikilvægur þáttur þar. Nú háttar nefnilega þannig til víða í dreifðari byggðum landsins að það er kannski einn sjúkrabíll á staðnum. Ef upp kemur alvarlegt slys eða bráð veikindi og tekin er ákvörðun um flutning á næsta sjúkrahús, landleiðina þá höfum við dæmi þess að sjúkrabíllinn, ásamt tveimur sjúkraflutningamönnum og jafnvel lækninum, er burtu úr héraðinu í fleiri klukkustundir. Með eflingu sjúkraflugsins væri hægt að breyta þessu og jafnframt tryggja öruggan aðgang að öflugu bráðateymi, viðbragðinu heima í héraði, til vettvangsstuðnings, ráðgjafar og skjóts sjúkraflutnings. Sjálfsagt mætti nefna fleiri þætti og listinn ekki tæmandi. En einhvers staðar verður að byrja. Ég leyfi mér að lýsa því yfir að málefnið er mikilvægt og margir bera ábyrgð á að vel fari. Ráðherrar, þingmenn, sveitastjórnarmenn, stjórnendur sjúkraflutninga, heilbrigðisstarfsfólk með aðkomu að málaflokknun og sjúkraflutningamenn. Með breyttri aldussamsetningu þjóðarinnar, stóraukinni fjölgun ferðamanna og breytingar á heilbrigðisþjónustu í héraði þá þarf að bregðast við, þörfin á eflingu utanspítalaþjónustunnar er þegar orðin augljós. Þessi þjónusta er viðkvæm og þarf að veitast á öruggan og faglegan hátt. Allt frá símtali sem berst til Neyðarlínunnar þar sem neyðarsímvörður vinnur úr tilfellinu og boðar viðeigandi bjargir, þar til sjúkling er komið í öruggt skjól sjúkrahússins. Ekki má gleyma ferlinu þarna á milli en þá er verið að veita manneskju heilbrigðisþjónustu. Megi árið 2016 marka tímamót hvað þennan málaflokk varðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar