Á virkilega að skerða húsnæðisstuðning tekjulágra lífeyrisþega? María Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Í nýlegri grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar umbætur á húsnæðismarkaði“ staðhæfir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að með frumvarpi til laga um húsnæðisbætur verði frítekjumörk hækkuð verulega og að húsnæðisstuðningur miðist við fjölskyldustærð. Frumvarpið var tekið til vandlegrar skoðunar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og gerðar mjög alvarlegar athugasemdir í umsögn til velferðarnefndar Alþingis. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegn mun það ekki bæta stöðu lífeyrisþega á leigumarkaði. Þvert á móti yrði staðan sú að húsnæðisstuðningur við aðra en einhleypa lífeyrisþega mun lækka fyrsta árið eftir gildistöku þess. En hvers vegna er það svo? Í fyrsta lagi eru frítekjumörk frumvarpsins allt of lág til að ná markmiði laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Ef heildartekjur einstaklings eru yfir 2.700.000 kr. á ári (225.000 kr. á mánuði) skerðast húsnæðisbæturnar. Frítekjumörkin eru það lág að lífeyrisþegar, sem eru eingöngu með lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndu fá skertar húsnæðisbætur. Í frumvarpinu er enn fremur gert ráð fyrir því að innleiða nýtt kerfi í tveimur áföngum. Fyrsta árið á sama frítekjumark (2.700.000 kr. á ári) að gilda óháð því hversu margir búa á heimili. Slík ráðstöfun myndi leiða til þess að húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mun lækka, þar sem búa fleiri en einn í heimili. Húsnæðisstuðningur til hjóna með þrjú börn, sem bæði hafa eingöngu lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndi lækka um 12.730 kr. á mánuði. Það sama er uppi á teningnum fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu, húsnæðisstuðningur til þeirra yrði lægri en í núverandi kerfi. Á öðru ári er ætlunin að innleiða reiknistuðla, sem myndi gera það að verkum að frítekjumarkið hækkar eftir því sem heimilismönnum fjölgar. Eftir innleiðinguna yrði húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mjög svipaður því sem hann er í dag. Reiknistuðlar frumvarpsins eru töluvert lægri en reiknistuðlar vinnuhóps á vegum velferðarráðuneytisins, sem byggja á gögnum úr lífskjarakönnun Hagstofu Íslands og frá EUROSTAT. Reiknistuðlar frumvarpsins voru hins vegar útfærðir með hliðsjón af því fjármagni sem til var að dreifa í málaflokknum. Reiknistuðull frumvarpsins hækkar mjög lítið við hvern viðbótar heimilismann, er einn fyrir einn í heimili og 1,75 ef fimm eða fleiri eru í heimili.Viðurkennir vandann Í viðtali í Speglinum á RÚV þann 8. febrúar sl. er haft eftir Elsu Láru að kannað verði hvort rétt sé að hækka frítekjumörk í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga sem tóku gildi um áramót. Þá verði kannað hvort flýta megi innleiðingunni þannig að bætur fólks skerðist ekki fyrsta árið. Engu sé þó hægt að lofa að svo stöddu. Elsa Lára viðurkennir vandann en svör hennar um hvort og hvernig bæta eigi úr þessum veigamiklu annmörkum frumvarpsins eru því miður mjög óljós. Í umsögn ÖBÍ er tillaga um að frítekjumarkið sé ekki lægra en 300.000 kr. á mánuði og að húsnæðisbætur falli niður við svipaða upphæð og í núverandi kerfi (við 487.500 kr. á mánuði) fyrir einstakling. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að húsnæðisstuðningur fyrir einstakling falli niður við mánaðartekjur í kringum rúmar 610.000 kr. Forgangsraða ætti frekar í þágu þeirra sem þurfa að fá þennan stuðning. Í nýlegu viðtali á RÚV er haft eftir formanni velferðarnefndar Alþingis að veigamiklar breytingar þurfi að gera á húsnæðisfrumvörpunum áður en þau verða að lögum. Óbreytt frumvarp mun skerða kjör lífeyrisþega í leiguhúsnæði. Er það virkilega ætlun þingmanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Nauðsynlegar umbætur á húsnæðismarkaði“ staðhæfir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að með frumvarpi til laga um húsnæðisbætur verði frítekjumörk hækkuð verulega og að húsnæðisstuðningur miðist við fjölskyldustærð. Frumvarpið var tekið til vandlegrar skoðunar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) og gerðar mjög alvarlegar athugasemdir í umsögn til velferðarnefndar Alþingis. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegn mun það ekki bæta stöðu lífeyrisþega á leigumarkaði. Þvert á móti yrði staðan sú að húsnæðisstuðningur við aðra en einhleypa lífeyrisþega mun lækka fyrsta árið eftir gildistöku þess. En hvers vegna er það svo? Í fyrsta lagi eru frítekjumörk frumvarpsins allt of lág til að ná markmiði laganna að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Ef heildartekjur einstaklings eru yfir 2.700.000 kr. á ári (225.000 kr. á mánuði) skerðast húsnæðisbæturnar. Frítekjumörkin eru það lág að lífeyrisþegar, sem eru eingöngu með lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndu fá skertar húsnæðisbætur. Í frumvarpinu er enn fremur gert ráð fyrir því að innleiða nýtt kerfi í tveimur áföngum. Fyrsta árið á sama frítekjumark (2.700.000 kr. á ári) að gilda óháð því hversu margir búa á heimili. Slík ráðstöfun myndi leiða til þess að húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mun lækka, þar sem búa fleiri en einn í heimili. Húsnæðisstuðningur til hjóna með þrjú börn, sem bæði hafa eingöngu lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu, myndi lækka um 12.730 kr. á mánuði. Það sama er uppi á teningnum fyrir einstæða foreldra í sömu stöðu, húsnæðisstuðningur til þeirra yrði lægri en í núverandi kerfi. Á öðru ári er ætlunin að innleiða reiknistuðla, sem myndi gera það að verkum að frítekjumarkið hækkar eftir því sem heimilismönnum fjölgar. Eftir innleiðinguna yrði húsnæðisstuðningur til lífeyrisþega mjög svipaður því sem hann er í dag. Reiknistuðlar frumvarpsins eru töluvert lægri en reiknistuðlar vinnuhóps á vegum velferðarráðuneytisins, sem byggja á gögnum úr lífskjarakönnun Hagstofu Íslands og frá EUROSTAT. Reiknistuðlar frumvarpsins voru hins vegar útfærðir með hliðsjón af því fjármagni sem til var að dreifa í málaflokknum. Reiknistuðull frumvarpsins hækkar mjög lítið við hvern viðbótar heimilismann, er einn fyrir einn í heimili og 1,75 ef fimm eða fleiri eru í heimili.Viðurkennir vandann Í viðtali í Speglinum á RÚV þann 8. febrúar sl. er haft eftir Elsu Láru að kannað verði hvort rétt sé að hækka frítekjumörk í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga sem tóku gildi um áramót. Þá verði kannað hvort flýta megi innleiðingunni þannig að bætur fólks skerðist ekki fyrsta árið. Engu sé þó hægt að lofa að svo stöddu. Elsa Lára viðurkennir vandann en svör hennar um hvort og hvernig bæta eigi úr þessum veigamiklu annmörkum frumvarpsins eru því miður mjög óljós. Í umsögn ÖBÍ er tillaga um að frítekjumarkið sé ekki lægra en 300.000 kr. á mánuði og að húsnæðisbætur falli niður við svipaða upphæð og í núverandi kerfi (við 487.500 kr. á mánuði) fyrir einstakling. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að húsnæðisstuðningur fyrir einstakling falli niður við mánaðartekjur í kringum rúmar 610.000 kr. Forgangsraða ætti frekar í þágu þeirra sem þurfa að fá þennan stuðning. Í nýlegu viðtali á RÚV er haft eftir formanni velferðarnefndar Alþingis að veigamiklar breytingar þurfi að gera á húsnæðisfrumvörpunum áður en þau verða að lögum. Óbreytt frumvarp mun skerða kjör lífeyrisþega í leiguhúsnæði. Er það virkilega ætlun þingmanna?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar