Segir Glitni borga mun hærri stjórnarlaun en einn stærsti banki heims ingvar haraldsson skrifar 8. mars 2016 10:00 Óttari þykir ekki við hæfi að stjórnarlaun í Glitni séu tíföld stjórnarlaun í skráðum íslenskum félögum. vísir Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent