Segir Glitni borga mun hærri stjórnarlaun en einn stærsti banki heims ingvar haraldsson skrifar 8. mars 2016 10:00 Óttari þykir ekki við hæfi að stjórnarlaun í Glitni séu tíföld stjórnarlaun í skráðum íslenskum félögum. vísir Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt. Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Laun stjórnarmanna í GlitniHoldCo eru fjórföld á við laun stjórnarmanna í Deutsche bank, einum stærsta banka heims, samkvæmt gögnum sem Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna hefur tekið saman. Óttar hefur boðið sig fram til stjórnar Glitnis HoldCo og samhliða því lagt til 90 prósent lækkun stjórnarlauna félagsins. Stjórnarlaun í Glitni HoldCo nema 4,1 milljón krón á mánuði en í Deutsche bank 1,2 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantekt Óttars. Þá nema laun stjórnarformanns Glitnis 6,2 milljónum króna á mánuði en stjórnarformanns Deutsche bank 2,4 milljónum króna á mánuði samkvæmt því sem Óttar hefur tekið saman. Stjórnarlaun í Nordea bank, sem starfar í Svíþjóð, Danmörku, Finlandi og Noregi, eru milljón króna á mánuði og laun stjóranrformanns 3,3 milljónum króna á mánuði samkvæmt samantektinni. Þá nema stjórnarlaun í Den Danske Bank 788 þúsund krónum á mánuði og stjórnarformanns 866 þúsund krónum að sögn Óttars. Stjórnarlaun í Íslandsbanka, sem var stærsta einstaka eign Glitnis þar til hann var afhentur ríkinu, nema 517 þúsund krónum á mánuði og laun stjórnarformanns 750 þúsund krónum á mánuði. „Það hefur heyrst að laun fyrir stjórnarsetu í Glitni HoldCo þurfi að vera jafn há og raun ber vitni, til að standast samanburð við sambærileg erlend félög þannig að laða megi að nægilega hæft fólk til þessara verka. Til að kanna hvernig þessi fullyrðing stenst voru tekin saman laun fyrir að sinna stjórnarstörfum í stærstu bönkum Norðurlanda, stærsta banka Þýskalands og íslensku bankana sem hafa verið eða mestu í eigu þrotabúa,“ segir Óttar. Óttar segir samantekt sýna að laun fyrir setu í stjórn Glitnis HoldCo séu fullkomlega úr öllu samhengi við til að mynda Deutsche bank, einn stærsta banka heims. Glitnir HoldCo er hlutafélag sem heldur utan um þær eignir sem eftir stóðu í Glitni að lokinni slitameðferð félagsins. Hluthafar þess eru kröfuhafar sem ekki hafa fengið kröfur sínar greiddar að fullu. Stjórnarmenn í félaginu eru Mike Wheeler, sem er formaður stjórnar, Tom Grøndal og Steen Parsholt.
Tengdar fréttir Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00 Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Slitastjórn Glitnis: Steinunn og Páll skiptu með sér 381 milljón í fyrra Greiðslur til slitastjórnar Glitnis tvöfölduðust milli ára. 4. mars 2016 07:00
Leggur til 90 prósenta lækkun stjórnarlauna Glitnis Stjórnarlaunin eru "ósmekkleg og óviðeigandi“ að sögn Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaganna. 4. mars 2016 10:53