Betur má ef duga skal! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 24. júní 2016 07:00 Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun