Andri Snær eða Guðni – þar liggur enginn efi Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2016 11:50 Mér finnst hreint ekkert auðvelt að skrifa grein gegn manni sem gæti orðið fínn forseti. Það bendir raunar margt til þess að Guðni Th. Jóhannesson geti orðið einmitt það. Fínn forseti. Gallinn er bara sá að mig langar ekki í fínan forseta. Mig langar í forseta með vigt, afstöðu og dýpt. Mig langar í framsýnan forseta sem örvar þjóðarsálina með kraftmiklum hugmyndum. Mig langar í afgerandi forseta og því óska ég mér þess að Andri Snær Magnason verði kjörinn forseti Íslands næstkomandi laugardag.Vináttan og ofurathyglin Hér er ágætt og sanngjarnt að fram komi að Andri Snær er vinur minn og hefur verið það í 20 ár. Ég hef fylgst með honum allan hans skáldaferil og í gegnum vináttu okkar hefur smám saman birst mér hvernig hann er innréttaður. Ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og get því vitað að sá maður verður magnaður forseti sem mun setja afgerandi mark sitt á menningu okkar og stefnu. En þetta byggi ég ekki eingöngu á vináttu og trú. Fyrst þegar Andri nefndi við mig möguleikann á forsetaframboði vildi heilinn á mér vera svolítið efins. Það fylgir jú skáldum að vera stundum sveimhugar sem dvelja löngum í öðrum heimi. Andri Snær hefur sannarlega stundum tikkað í þessa reiti sem eru hliðarafurðir þess að vera skapandi einstaklingur. En samhliða þessu ástandi sem við köllum stundum athyglisbrest er Andri Snær nefnilega með það sem ég vil kalla ofurathygli. Hann tekur eftir öllu, bæði stóru og smáu. Hann horfir svo stíft á hlutina í samfélaginu að hann sér í gegnum þá og á endanum sér hann líka á bakvið þá. Þarna liggur hans helsti styrkur – hann sér samfélagið sterkum dráttum og getur auk þess tjáð þessa sýn og miðlað henni til annarra á beinskeyttan hátt.Skýrasta sýnin fyrir samfélagið Þessi skýrleiki kom fram um leið og Andri Snær kynnti stefnumál sín. Það var þá sem ég sannfærðist endanlega og ég leyfi mér að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda hefur enn lagt fram skýrari sýn á það hvaða málefni forsetinn á að hefja til lofts. • Náttúran – 70% landsmanna eru hlynntir því að hálendið verði verndað sem þjóðgarður. • Tungumálin – læsi og skilningur á tungumálinu sem er farvegur hugmynda, ekki bara okkar ástkæra íslenska heldur líka fjölmörg önnur móðurmál ungra Íslendinga sem eru tvítyngdir. • Stjórnarskrá fólksins – þetta fallega samtal þings og þjóðar sem aldrei var klárað. Alla kosningabaráttuna hefur Andri Snær lagt áherslu á þessi mikilvægu atriði og tekið afgerandi afstöðu með náttúrunni, tungumálinu, menningunni og með vilja þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir þetta hefur hann verið nefndur „öfgamaður“. En hvað með Guðna? Ég hef ekkert slæmt um Guðna Th. að segja. En hann er bara ekki forseti framtíðarinnar. Hann hefur ekki afgerandi og skýrar skoðanir í þessum mikilvægu málefnum og öðrum. Hann hefur talað opið og vítt og óljóst um alls kyns hluti og ég hef af þessum sökum fyllst meiri og meiri vonbrigðum eftir því sem nær dregur kosningunum. Fyrir mér er Guðni nánast jafn óskrifað blað og hann var þegar hann mætti í sjónvarpssal í Wintris–málinu miðju og varð sjónvarpshetja á einni nóttu. Fínn forseti. Þar er auðvelt að sjá Guðna fyrir sér. En kjör hans yrði alls ekki afgerandi skref inn í nýja tíma. Nú þurfum við kynslóðaskipti og framsýna hugsun á Bessastaði; forseta sem skilur að náttúruvernd er langstærsta viðfangsefni næstu áratuga og að hugmyndir eru drifkraftur framtíðarinnar. Þess vegna er Andri Snær minn forseti – vegna þess að hann verður ekki fínn forseti heldur frábær forseti.Umdeild sameiningartákn „Það er bara stundum þannig að hlutir sem eru umdeildir verða stundum það sem við sameinumst um í framtíðinni.“ Þessi orð lét Andri falla á opnum kosningafundi þremur dögum fyrir kosningar þar sem hann ræddi um sameiningartákn sem einu sinni voru umdeild, t.d. náttúruperlur á borð við Langasjó og Þjórsárver. Andri Snær kann að vera umdeildur en hann er afgerandi og skýr valkostur sem allir náttúruverndarsinnar, lýðræðissinnar og menningarelskandi einstaklingar geta kosið með stolti – og ég er þess fullviss að það tæki þjóðina stuttan tíma að sameinast um hann sem forseta. Þessa trú byggi ég á vináttunni við Andra og því hvaða heilsteypta hugsjónamann hann hefur að geyma. Andri Snær er mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár maður – og með þínu atkvæði getur hann orðið mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár forseti Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mér finnst hreint ekkert auðvelt að skrifa grein gegn manni sem gæti orðið fínn forseti. Það bendir raunar margt til þess að Guðni Th. Jóhannesson geti orðið einmitt það. Fínn forseti. Gallinn er bara sá að mig langar ekki í fínan forseta. Mig langar í forseta með vigt, afstöðu og dýpt. Mig langar í framsýnan forseta sem örvar þjóðarsálina með kraftmiklum hugmyndum. Mig langar í afgerandi forseta og því óska ég mér þess að Andri Snær Magnason verði kjörinn forseti Íslands næstkomandi laugardag.Vináttan og ofurathyglin Hér er ágætt og sanngjarnt að fram komi að Andri Snær er vinur minn og hefur verið það í 20 ár. Ég hef fylgst með honum allan hans skáldaferil og í gegnum vináttu okkar hefur smám saman birst mér hvernig hann er innréttaður. Ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og get því vitað að sá maður verður magnaður forseti sem mun setja afgerandi mark sitt á menningu okkar og stefnu. En þetta byggi ég ekki eingöngu á vináttu og trú. Fyrst þegar Andri nefndi við mig möguleikann á forsetaframboði vildi heilinn á mér vera svolítið efins. Það fylgir jú skáldum að vera stundum sveimhugar sem dvelja löngum í öðrum heimi. Andri Snær hefur sannarlega stundum tikkað í þessa reiti sem eru hliðarafurðir þess að vera skapandi einstaklingur. En samhliða þessu ástandi sem við köllum stundum athyglisbrest er Andri Snær nefnilega með það sem ég vil kalla ofurathygli. Hann tekur eftir öllu, bæði stóru og smáu. Hann horfir svo stíft á hlutina í samfélaginu að hann sér í gegnum þá og á endanum sér hann líka á bakvið þá. Þarna liggur hans helsti styrkur – hann sér samfélagið sterkum dráttum og getur auk þess tjáð þessa sýn og miðlað henni til annarra á beinskeyttan hátt.Skýrasta sýnin fyrir samfélagið Þessi skýrleiki kom fram um leið og Andri Snær kynnti stefnumál sín. Það var þá sem ég sannfærðist endanlega og ég leyfi mér að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda hefur enn lagt fram skýrari sýn á það hvaða málefni forsetinn á að hefja til lofts. • Náttúran – 70% landsmanna eru hlynntir því að hálendið verði verndað sem þjóðgarður. • Tungumálin – læsi og skilningur á tungumálinu sem er farvegur hugmynda, ekki bara okkar ástkæra íslenska heldur líka fjölmörg önnur móðurmál ungra Íslendinga sem eru tvítyngdir. • Stjórnarskrá fólksins – þetta fallega samtal þings og þjóðar sem aldrei var klárað. Alla kosningabaráttuna hefur Andri Snær lagt áherslu á þessi mikilvægu atriði og tekið afgerandi afstöðu með náttúrunni, tungumálinu, menningunni og með vilja þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir þetta hefur hann verið nefndur „öfgamaður“. En hvað með Guðna? Ég hef ekkert slæmt um Guðna Th. að segja. En hann er bara ekki forseti framtíðarinnar. Hann hefur ekki afgerandi og skýrar skoðanir í þessum mikilvægu málefnum og öðrum. Hann hefur talað opið og vítt og óljóst um alls kyns hluti og ég hef af þessum sökum fyllst meiri og meiri vonbrigðum eftir því sem nær dregur kosningunum. Fyrir mér er Guðni nánast jafn óskrifað blað og hann var þegar hann mætti í sjónvarpssal í Wintris–málinu miðju og varð sjónvarpshetja á einni nóttu. Fínn forseti. Þar er auðvelt að sjá Guðna fyrir sér. En kjör hans yrði alls ekki afgerandi skref inn í nýja tíma. Nú þurfum við kynslóðaskipti og framsýna hugsun á Bessastaði; forseta sem skilur að náttúruvernd er langstærsta viðfangsefni næstu áratuga og að hugmyndir eru drifkraftur framtíðarinnar. Þess vegna er Andri Snær minn forseti – vegna þess að hann verður ekki fínn forseti heldur frábær forseti.Umdeild sameiningartákn „Það er bara stundum þannig að hlutir sem eru umdeildir verða stundum það sem við sameinumst um í framtíðinni.“ Þessi orð lét Andri falla á opnum kosningafundi þremur dögum fyrir kosningar þar sem hann ræddi um sameiningartákn sem einu sinni voru umdeild, t.d. náttúruperlur á borð við Langasjó og Þjórsárver. Andri Snær kann að vera umdeildur en hann er afgerandi og skýr valkostur sem allir náttúruverndarsinnar, lýðræðissinnar og menningarelskandi einstaklingar geta kosið með stolti – og ég er þess fullviss að það tæki þjóðina stuttan tíma að sameinast um hann sem forseta. Þessa trú byggi ég á vináttunni við Andra og því hvaða heilsteypta hugsjónamann hann hefur að geyma. Andri Snær er mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár maður – og með þínu atkvæði getur hann orðið mannlegur, hlýr, framsýnn, áræðinn og eldklár forseti Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar