Ber er hver að baki nema sér bróður eigi Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. júní 2016 11:00 Það er gott að eiga góðan vin í harðri kosningabaráttunni Vísir/Vilhelm Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur þekkt Guðna Th. í mörg ár. Guðni Th. Jóhannesson Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er yfirlýst stuðningskona Guðna og það er alls ekki að ástæðulausu.Þekkist þið Guðni persónulega? „Ég er búin að þekkja hann alla ævi, við erum nágrannar og ég var með honum í skóla og ég þekki hann bara af góðu. Mér finnst hann hógvær og klár... ég gæti haldið alveg endalaust áfram.“Kött Grá Pjé dáist að Elísabetu Jökulsdóttur en er feiminn við að heilsa henni.Elísabet Jökulsdóttir Kött Grá Pjé rappari og skáld er ekki mikil aðdáandi forsetaembættisins en hann hefur þó ekki farið leynt með aðdáun sína á kollega sínum í skáldskapnum. „Mér finnst Andri afbragðsfínn náungi og hafði gaman af sögutímunum hjá Guðna þokulúðri Jó. en Elísabet er bara svo mögnuð týpa, kjaftfor, fyndin og óútpæld. Skáld og sprellari. Svo er manifestóið hennar stórfallegt plagg. Manneskjulegt og blátt áfram. Í sem skemmstu máli finnst mér hún æði.“ Þau þekkjast ekki persónulega en hann segir mér þó að þau hafi eitt sinn verið stödd á sama stað á sama tíma og að hann hafi ekki þorað að heilsa henni, verið „starstruck“ - svo mikil er sú aðdáun.Svavar Örn Svavarsson hefur átt í löngu viðskipta- og vinasambandi við Höllu Tómasdóttur.Halla Tómasdóttir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður og tískulögga er aðdáandi Höllu Tómasdóttur enda hefur hann klippt á henni hárið síðastliðin 20 ár. „Það eru mjög margir frambærilegir þarna en þetta er persónuleg vinátta líka sem ræður svolítið mikið för. Það sem hún hefur verið að gera – þessi Ted fyrirlestur, að hafa verið með V ráðstefnu á síðasta ári, þjóðfundurinn – allt þetta. Hún er búin að vera að vinna að þessum málefnum sem prýða góðan forseta.“Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur lengi dáðst að Andra Snæ.Andri Snær Magnason Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistamaður er eitilharður stuðningsmaður Andra Snæs. „Ég hitti Andra fyrst fyrir 10 árum síðan, þá vorum við nokkur í Austurbæjarskóla áhugasöm um aktivisma. Við vorum nýbúin að lesa Draumalandið og við fengum hann til að flytja smá fyrirlestur fyrir okkur um náttúruvernd og framtíðina. Íslendingum hefur sjaldan staðið til boða jafn hugmyndaríkur og nýsköpunarsinnaður maður í þetta embætti. Ég á erfitt með að ímynda mér annan frambjóðanda sem hefur jafnmikið nýtt fram að færa fyrir Bessastaði. Hann hefur verið ómaklega gagnrýndur fyrir að vera á listamannalaunum og fyrir að hafa skoðanir á náttúrunni. Ef það væri ekki fyrir fólk hér á landi sem tileinkar líf sitt ritlistinni þá væri ég ekki að hylla Andra Snæ í þessu töluðu orðum á íslensku. Ef við getum ekki kosið eitthvað nýtt og ferskt á Bessastaði til hvers þá að halda þessu embætti gangandi?“ Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur þekkt Guðna Th. í mörg ár. Guðni Th. Jóhannesson Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er yfirlýst stuðningskona Guðna og það er alls ekki að ástæðulausu.Þekkist þið Guðni persónulega? „Ég er búin að þekkja hann alla ævi, við erum nágrannar og ég var með honum í skóla og ég þekki hann bara af góðu. Mér finnst hann hógvær og klár... ég gæti haldið alveg endalaust áfram.“Kött Grá Pjé dáist að Elísabetu Jökulsdóttur en er feiminn við að heilsa henni.Elísabet Jökulsdóttir Kött Grá Pjé rappari og skáld er ekki mikil aðdáandi forsetaembættisins en hann hefur þó ekki farið leynt með aðdáun sína á kollega sínum í skáldskapnum. „Mér finnst Andri afbragðsfínn náungi og hafði gaman af sögutímunum hjá Guðna þokulúðri Jó. en Elísabet er bara svo mögnuð týpa, kjaftfor, fyndin og óútpæld. Skáld og sprellari. Svo er manifestóið hennar stórfallegt plagg. Manneskjulegt og blátt áfram. Í sem skemmstu máli finnst mér hún æði.“ Þau þekkjast ekki persónulega en hann segir mér þó að þau hafi eitt sinn verið stödd á sama stað á sama tíma og að hann hafi ekki þorað að heilsa henni, verið „starstruck“ - svo mikil er sú aðdáun.Svavar Örn Svavarsson hefur átt í löngu viðskipta- og vinasambandi við Höllu Tómasdóttur.Halla Tómasdóttir Svavar Örn Svavarsson hárgreiðslumaður og tískulögga er aðdáandi Höllu Tómasdóttur enda hefur hann klippt á henni hárið síðastliðin 20 ár. „Það eru mjög margir frambærilegir þarna en þetta er persónuleg vinátta líka sem ræður svolítið mikið för. Það sem hún hefur verið að gera – þessi Ted fyrirlestur, að hafa verið með V ráðstefnu á síðasta ári, þjóðfundurinn – allt þetta. Hún er búin að vera að vinna að þessum málefnum sem prýða góðan forseta.“Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur lengi dáðst að Andra Snæ.Andri Snær Magnason Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistamaður er eitilharður stuðningsmaður Andra Snæs. „Ég hitti Andra fyrst fyrir 10 árum síðan, þá vorum við nokkur í Austurbæjarskóla áhugasöm um aktivisma. Við vorum nýbúin að lesa Draumalandið og við fengum hann til að flytja smá fyrirlestur fyrir okkur um náttúruvernd og framtíðina. Íslendingum hefur sjaldan staðið til boða jafn hugmyndaríkur og nýsköpunarsinnaður maður í þetta embætti. Ég á erfitt með að ímynda mér annan frambjóðanda sem hefur jafnmikið nýtt fram að færa fyrir Bessastaði. Hann hefur verið ómaklega gagnrýndur fyrir að vera á listamannalaunum og fyrir að hafa skoðanir á náttúrunni. Ef það væri ekki fyrir fólk hér á landi sem tileinkar líf sitt ritlistinni þá væri ég ekki að hylla Andra Snæ í þessu töluðu orðum á íslensku. Ef við getum ekki kosið eitthvað nýtt og ferskt á Bessastaði til hvers þá að halda þessu embætti gangandi?“
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“