Lífið

Guðni Th. „airbrush“-aður

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðni er allur að koma til en nýjasta mynd úðteiknarans Dru Blair er af forsetaframbjóðandanum. Verk í mótun.
Guðni er allur að koma til en nýjasta mynd úðteiknarans Dru Blair er af forsetaframbjóðandanum. Verk í mótun. Vísir/Dru Blair
Dru Blair, færasti úðteiknari eða „airbrush“-ari heims, er staddur hér á landi og vinnur nú að verki að forsetaframbjóðandanum Guðna Th. Verkið er ekki tilbúið en Vísir hefur fengið sendar myndir af verkinu í mótun.

Miðað við önnur verk Dru Blair þá má búast við því að lokaniðurstaðan verði þannig að nær ógerningur verði að greina á milli þess og ljósmyndar.

„Það var ég sem ákvað það. Guðni er með mikið fylgi og ekki ómyndarlegur maðurinn,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem flutti bandaríska listamanninn inn. „Það er líka mikil áskorun að teikna Guðna með þessum hætti. Hann er svipsterkur og það er erfitt að gera broddaskegg og lítið hár.“

Þótt ótrúlegt megi virðast er hér um málverk að ræða. Hér er listamaðurinn að leggja lokahönd á eitt verka sinna.Vísir/Dru Blair
Námskeiðið gekk vel

Dru kom hingað til lands til þess að kenna úðteiknun en í síðustu viku fór fram námskeið sem margir sóttu.

„Verkin sem nemendur fóru út með voru alveg mögnuð. Þetta gekk framar vonum og hann ætlar að koma aftur að ári liðnu og það eru þegar fjórir búnir að skrá sig á það námskeið.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×