Um framtíðarsýn og breytingar Þórhildur Jetzek skrifar 20. maí 2016 09:51 Ég sat spennt í svækjuhita inni í litlu herbergi í CBS síðastliðinn föstudagsmorgun, og beið eftir að heyra einn af fremstu fræðimönnum heims í leiðtoga- og stjórnunarfræðum tala, Sim B. Sitkin frá Duke University. Heitið á fyrirlestrinum var Trust, Control and Leadership - traust, stýring og forysta. Þetta efni fellur alls ekki undir mitt rannsóknarsvið, mér leist bara eitthvað svo vel á lýsinguna á fyrirlestrinum, því hann fjallaði um eitt hugðarefni mitt: Hvernig við tökumst á við flókin vandamál sem kalla á samvinnu milli ólíkra hópa.Traust eða vantraust Hann byrjaði að tala, og ég var svo innilega sammála að ég gat ekki hætt að kinka kolli. Ég var orðin eins og the hoptimist, fígúran þarna sem skoppar upp og niður. Og af hverju var ég svona uppnumin? Nú af því að það sem hann sagði passaði svo vel við Ísland í dag. Hann sagði þetta: „Lítið traust er ekki sama og vantraust (e. distrust). Vantraust er nefnilega ekki afmarkað heldur almennt ástand sem myndast þegar farið er yfir ákveðinn sársaukaþröskuld í samskiptum milli hópa. Þegar vantraust hefur á annað borð myndast, er mjög erfitt að rjúfa þann vítahring sem því fylgir. Allt sem er sagt af „hinum“ er túlkað á versta veg og fjarlægðin milli andstæðra hópa eykst. Og það sem verra er, enginn þorir að gera mistök, því þau verða harðlega gagnrýnd og viðkomandi rifinn niður.“ Að mínu mati, þá fórum við Íslendingar yfir þennan sársaukaþröskuld árið 2008. Og það er ekki hægt að segja að ástandið hafi batnað síðan. Það er hins vegar alveg ljóst að við leysum ekki vandamál samtímans með sama hugarfari og leiddi okkur hingað. Við þurfum að aðlaga samfélagið að nútímanum sem býður upp á allt önnur tækifæri og ógnanir en heimurinn fyrir daga tæknibyltingarinnar. Við þurfum að passa upp á og varðveita þau gildi sem við erum flest sammála um eins og heiðarleika, réttlæti og jafnrétti. Við þurfum takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir sem ná margar hverjar út fyrir landsteinana. En það er erfitt að tækla flókin verkefni þegar vantraust er ríkjandi og allir eru hræddir, því þau bjóða ekki upp á neinar auðveldar og vinsælar lausnir.Stýring eða forysta En hvernig er þá hægt að komast út úr slíku ástandi? Í því eins og mörgu öðru verðum við að treysta á hæfa leiðtoga, sem geta skapað það traust og þá einingu sem þarf að ríkja. Skv. þessum merka fræðimanni sem ég var að hlusta á, þarf leiðtoginn að vera einlægur og helga sig viðfangsefninu. Hann þarf að leggja sig fram um að virða fólkið sitt og reyna að skilja það. Hann þarf að skapa einingu og tilgang. Hann þarf að hafa hugsjón, og skýra sýn á hvernig framtíðin ætti að líta út. Hann ætti að greiða vegferð þeirra sem eru að vinna og skapa hvata, fremur en að þrengja að. Hann ætti að sýna ábyrgð og passa upp á að það sé jafnvægi á milli ólíkra þátta. Að mínu mat skortir landið okkar sárlega slíkan leiðtoga. Og þess vegna var hausinn á mér við það að detta af þennan föstudagsmorgun. Ég hef þó von um að við getum fundið okkur góðan leiðtoga. Reyndar hef ég þá trú að Halla Tómasdóttir geti verið einmitt slíkur leiðtogi, í hlutverki forseta Íslands. Halla er fyrst og fremst kona athafna fremur en orða. Af persónulegum kynnum þá upplifi ég hana sem einlæga konu sem vill raunverulega láta gott af sér leiða og hefur alla burði til að framkvæma. Ég veit líka af eigin reynslu að hún leggur sig fram um að hlusta á hvað fólk hefur að segja, fremur en að telja sig vita betur en aðrir hvað þarf til. Hún vill að við einblínum á að skapa betra samfélag, samfélag sáttar og sameiningar, þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni og fólkinu sem hér býr. Hún vill einnig aðlaga samfélagið að breyttum tímum með því að virkja konur og efla skapandi greinar, menntun og frumkvæði. Þetta gerir hún ekki ein, en fremur með því að greiða götu þeirra sem eru einmitt á slíkri vegferð. Ég trúi því að allir frambjóðendur til embættis forseta Ísland vilji af sínum besta vilja og trú leggja sitt af mörkum til að skapa hér samfélag sem er gott. Sumir hugsa fram og aðrir aftur í því samhengi, en heimurinn er á hraðferð og breytingar eru óumflýjanlegar. Af öllu því góða fólki sem býður sig fram í embættið treysti ég Höllu best til að geta hjálpað okkur við að innleiða jákvæðar breytingar hér á landi. Hún hefur skýra framtíðarsýn og leggur fram hugmyndir um hvernig við komumst þangað. Halla fær því mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sat spennt í svækjuhita inni í litlu herbergi í CBS síðastliðinn föstudagsmorgun, og beið eftir að heyra einn af fremstu fræðimönnum heims í leiðtoga- og stjórnunarfræðum tala, Sim B. Sitkin frá Duke University. Heitið á fyrirlestrinum var Trust, Control and Leadership - traust, stýring og forysta. Þetta efni fellur alls ekki undir mitt rannsóknarsvið, mér leist bara eitthvað svo vel á lýsinguna á fyrirlestrinum, því hann fjallaði um eitt hugðarefni mitt: Hvernig við tökumst á við flókin vandamál sem kalla á samvinnu milli ólíkra hópa.Traust eða vantraust Hann byrjaði að tala, og ég var svo innilega sammála að ég gat ekki hætt að kinka kolli. Ég var orðin eins og the hoptimist, fígúran þarna sem skoppar upp og niður. Og af hverju var ég svona uppnumin? Nú af því að það sem hann sagði passaði svo vel við Ísland í dag. Hann sagði þetta: „Lítið traust er ekki sama og vantraust (e. distrust). Vantraust er nefnilega ekki afmarkað heldur almennt ástand sem myndast þegar farið er yfir ákveðinn sársaukaþröskuld í samskiptum milli hópa. Þegar vantraust hefur á annað borð myndast, er mjög erfitt að rjúfa þann vítahring sem því fylgir. Allt sem er sagt af „hinum“ er túlkað á versta veg og fjarlægðin milli andstæðra hópa eykst. Og það sem verra er, enginn þorir að gera mistök, því þau verða harðlega gagnrýnd og viðkomandi rifinn niður.“ Að mínu mati, þá fórum við Íslendingar yfir þennan sársaukaþröskuld árið 2008. Og það er ekki hægt að segja að ástandið hafi batnað síðan. Það er hins vegar alveg ljóst að við leysum ekki vandamál samtímans með sama hugarfari og leiddi okkur hingað. Við þurfum að aðlaga samfélagið að nútímanum sem býður upp á allt önnur tækifæri og ógnanir en heimurinn fyrir daga tæknibyltingarinnar. Við þurfum að passa upp á og varðveita þau gildi sem við erum flest sammála um eins og heiðarleika, réttlæti og jafnrétti. Við þurfum takast á við ýmsar samfélagslegar áskoranir sem ná margar hverjar út fyrir landsteinana. En það er erfitt að tækla flókin verkefni þegar vantraust er ríkjandi og allir eru hræddir, því þau bjóða ekki upp á neinar auðveldar og vinsælar lausnir.Stýring eða forysta En hvernig er þá hægt að komast út úr slíku ástandi? Í því eins og mörgu öðru verðum við að treysta á hæfa leiðtoga, sem geta skapað það traust og þá einingu sem þarf að ríkja. Skv. þessum merka fræðimanni sem ég var að hlusta á, þarf leiðtoginn að vera einlægur og helga sig viðfangsefninu. Hann þarf að leggja sig fram um að virða fólkið sitt og reyna að skilja það. Hann þarf að skapa einingu og tilgang. Hann þarf að hafa hugsjón, og skýra sýn á hvernig framtíðin ætti að líta út. Hann ætti að greiða vegferð þeirra sem eru að vinna og skapa hvata, fremur en að þrengja að. Hann ætti að sýna ábyrgð og passa upp á að það sé jafnvægi á milli ólíkra þátta. Að mínu mat skortir landið okkar sárlega slíkan leiðtoga. Og þess vegna var hausinn á mér við það að detta af þennan föstudagsmorgun. Ég hef þó von um að við getum fundið okkur góðan leiðtoga. Reyndar hef ég þá trú að Halla Tómasdóttir geti verið einmitt slíkur leiðtogi, í hlutverki forseta Íslands. Halla er fyrst og fremst kona athafna fremur en orða. Af persónulegum kynnum þá upplifi ég hana sem einlæga konu sem vill raunverulega láta gott af sér leiða og hefur alla burði til að framkvæma. Ég veit líka af eigin reynslu að hún leggur sig fram um að hlusta á hvað fólk hefur að segja, fremur en að telja sig vita betur en aðrir hvað þarf til. Hún vill að við einblínum á að skapa betra samfélag, samfélag sáttar og sameiningar, þar sem borin er virðing fyrir náttúrunni og fólkinu sem hér býr. Hún vill einnig aðlaga samfélagið að breyttum tímum með því að virkja konur og efla skapandi greinar, menntun og frumkvæði. Þetta gerir hún ekki ein, en fremur með því að greiða götu þeirra sem eru einmitt á slíkri vegferð. Ég trúi því að allir frambjóðendur til embættis forseta Ísland vilji af sínum besta vilja og trú leggja sitt af mörkum til að skapa hér samfélag sem er gott. Sumir hugsa fram og aðrir aftur í því samhengi, en heimurinn er á hraðferð og breytingar eru óumflýjanlegar. Af öllu því góða fólki sem býður sig fram í embættið treysti ég Höllu best til að geta hjálpað okkur við að innleiða jákvæðar breytingar hér á landi. Hún hefur skýra framtíðarsýn og leggur fram hugmyndir um hvernig við komumst þangað. Halla fær því mitt atkvæði.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun