Það sem við gerum best Jens Garðar Helgason skrifar 24. maí 2016 07:00 Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum. Íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal ríkja OECD sem er nettógreiðandi til samfélagsins. Í öllum öðrum ríkjum OECD er sjávarútvegur meira og minna ríkisstyrktur eins og landbúnaður. Raunar er hann oft notaður sem eins konar aukabúgrein við ferðaþjónustu, tæki til að skapa líf í höfnum og skemmta túristum. Víða annar staðar er hann svo notaður nær eingöngu sem eins konar byggðatæki. Á Íslandi er reynt að koma til móts við þessar kröfur en við sem komum að sjávarútvegi á Íslandi erum stolt af því að hér á landi eru meiri og strangari kröfur gerðar til atvinnugreinarinnar. Skilar samfélaginu miklu Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra lögaðila sem greiða allra hæstu skatta til samfélagsins og það þótt veiðigjöld séu ekki talin með. Þegar þau eru tekin inn í myndina raða sjávarútvegsfyrirtæki sér í nær öll efstu sætin þegar kemur að skatttekjum samfélagsins; tekjum sem síðar eru notaðar til að standa undir kostnaði við rekstur samfélags okkar og velferðar. Reyndar er það svo að nær allar greiningar í heiminum benda til þess að þegar kemur að sjávarútvegi hafi okkur Íslendingum tekist betur en öðrum þjóðum við að skapa arðsama, nútímalega og sjálfbæra atvinnugrein. Vel rekin atvinnugrein Sjávarútvegur á Íslandi er þar fyrir utan sú atvinnugrein sem þykir best rekin á Íslandi og skapa mest verðmæti út frá sér. Ef rifjað er upp dæmi í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Ísland kom fram að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls – sjávarútvegur. Í ljósi þessa má spyrja sig hvers vegna fiskveiðistjórn íslensku þjóðarinnar sé það kerfi sem sumir telja að helst þurfi að breyta á Íslandi. Íslenskur sjávarútvegur þykir nefnilega til marks um að Íslendingar geta gert vel þegar kemur að harðri alþjóðlegri samkeppni og skapað öfluga þekkingargrein. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar