Ósátt um uppsagnir Isavia Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2016 07:00 Öryggisvörður sem vann í flughöfninni var sagt upp en greiddar bætur svo hann færi ekki í mál við Isavia. Hann var beðinn um að þegja um bæturnar. Fréttablaðið/Vilhelm Guðmundur Jón Friðriksson sagði í viðtali við Fréttablaðið á þriðjudag að hann væri útilokaður frá störfum við flugumferðarstjórn því Isavia svaraði ekki umsóknum hans. Honum var sagt upp fyrir fimm árum eftir að hann kvartaði undan einelti yfirmanns síns. Héraðsdómur dæmdi uppsögnina ólöglega og Guðmundur hefur ítrekað sótt um starf hjá fyrirtækinu síðan án árangurs.Sjá einnig: Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Í bréfi Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia, sem hann sendi til starfsmanna fyrirtækisins í gær segir að einungis upplifun Guðmundar sé lýst í fjölmiðlum en jafnframt að fyrirtækið kjósi að tjá sig ekki um málið. Að auki segir: „[Í] þessu máli var búið að leita allra leiða, meðal annars með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga til að ná farsælli niðurstöðu í málið. Við teljum að óhjákvæmilegt hafi verið að slíta ráðningarsambandinu. Fyrir uppsögninni var ærin ástæða að mati stjórnenda sem að því komu og ég var sammála því mati.“Guðmundur Jón Friðriksson, flugumferðarstjóriYfirmaðurinn var vandinn Guðmundur segir að Björn Óli hafi aldrei veitt honum viðtal jafnvel þótt hann hafi ítrekað sóst eftir því. Jafnframt segir hann að sérfræðingurinn sem hafi verið kallaður til hafi átt að vinna með samskiptavanda í deildinni sem kom til vegna nýs yfirmanns. „Það átti að vinna með vinnumóralinn almennt,“ segir Guðmundur. „Allir starfsmenn fóru á sérfund og maður átti að láta allt flakka í trúnaði. Sem ég gerði enda hafði yfirmaðurinn reynt að fá mig rekinn í tvö ár og samskiptin eftir því. Það var skýrt að 90 prósent starfsmanna töldu þennan yfirmann vera undirrót vandans.“ Guðmundur segir Björn Óla fara með rangt mál enda þekki hann alls ekki báðar hliðar málsins. „Það talaði aldrei neinn við mig um stöðu mála fyrir uppsögn né ræddi leiðir til að leysa vandamál – mér var reyndar aldrei tjáð að það væru vandamál.“Þarf að skapa sátt Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir ljóst að að það þurfi að ríkja sátt um starfsumhverfi flugumferðarstjóra. Hann vill ekki tjá sig um starfsmannastefnu Isavia. „Nú er ég ekki að fullyrða að það sé pottur brotinn í starfsmannamálum Isavia, en ef svo er hver væri þá rétti aðilinn til að rannsaka það? Væri það forstjórinn sem er aðili að málinu og hefur þar af leiðandi hagsmuna að gæta í því?“ spyr hann. Sigurjón bendir á manneklu í flugumferðarstjórn á Íslandi og þörf fyrir þjálfun. „Því væri eðlilegt að skoða þetta mál nánar. Þarna er um að ræða mann sem hefur mikla reynslu af stjórn flugumferðar sem og þjálfun flugumferðarstjóra og starfskraftar hans myndu nýtast vel í þau verkefni sem fram undan eru.“Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirIsavia ekki staðið undir ábyrgð Á Íslandi er ekki lagaleg skylda fyrirtækja að ráða starfsmenn aftur jafnvel þótt uppsögn sé dæmd ólögmæt. Slíkt er háð samkomulagi. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að máli Guðmundar hefði mátt ljúka farsællega með því að viðhafa rétt vinnubrögð innan Isavia um leið og málið kom upp. „Við höfum talið að fyrirtækið eigi að endurskoða ákvörðun sína, sérstaklega í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögleg. Það hvílir eðlilega mikil ábyrgð á fyrirtæki eins og Isavia, sem er að fullu í ríkiseigu,“ segir Elín og bendir á að Isavia sé eini vinnuveitandi flugumferðarstjóra á Íslandi. „Það er augljóst að stjórnendur Isavia hafa ekki staðið undir sinni miklu ábyrgð í þessu máli.“ Fleiri umdeildar uppsagnir Dómurinn í máli Guðmundar um ólögmæta uppsögn er ekki einsdæmi í stuttri sögu Isavia. Skömmu áður dæmdi Hæstiréttur Isavia til að greiða félagsmanni Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) miskabætur vegna þess hvernig staðið var að uppsögn. Einnig var Isavia dæmt í Hæstarétti í desember árið 2011 til greiðslu bóta vegna ólöglegrar uppsagnar félagsmanns SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Ægir Gíslason sem starfaði sem öryggisvörður í flughöfninni hafði samband við Fréttablaðið og sagðist hafa verið sagt upp en voru greiddar bætur til að hann færi ekki í dómsmál. Hann var beðinn um að þegja um bæturnar. „Ástæða uppsagnar var líka látin heita samskiptaörðugleikar en ég var orðinn 64 ára og sagt upp þegar atvinnuástandið var slæmt. Enda hef ég ekki unnið síðan,“ segir Ægir. „Það er eitthvað mikið að starfsmannastefnunni í fyrirtækinu.“ Tengdar fréttir Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Flugumferðarstjóri sem var sagt upp störfum á ólögmætan hátt á ekki afturkvæmt í stéttina hér á landi. Var sagt upp eftir að hann kvartaði undan einelti á vinnustað. Hefur sótt um störf hjá Isavia í fjögur ár án árangurs. 14. júní 2016 08:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Guðmundur Jón Friðriksson sagði í viðtali við Fréttablaðið á þriðjudag að hann væri útilokaður frá störfum við flugumferðarstjórn því Isavia svaraði ekki umsóknum hans. Honum var sagt upp fyrir fimm árum eftir að hann kvartaði undan einelti yfirmanns síns. Héraðsdómur dæmdi uppsögnina ólöglega og Guðmundur hefur ítrekað sótt um starf hjá fyrirtækinu síðan án árangurs.Sjá einnig: Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Í bréfi Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia, sem hann sendi til starfsmanna fyrirtækisins í gær segir að einungis upplifun Guðmundar sé lýst í fjölmiðlum en jafnframt að fyrirtækið kjósi að tjá sig ekki um málið. Að auki segir: „[Í] þessu máli var búið að leita allra leiða, meðal annars með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga til að ná farsælli niðurstöðu í málið. Við teljum að óhjákvæmilegt hafi verið að slíta ráðningarsambandinu. Fyrir uppsögninni var ærin ástæða að mati stjórnenda sem að því komu og ég var sammála því mati.“Guðmundur Jón Friðriksson, flugumferðarstjóriYfirmaðurinn var vandinn Guðmundur segir að Björn Óli hafi aldrei veitt honum viðtal jafnvel þótt hann hafi ítrekað sóst eftir því. Jafnframt segir hann að sérfræðingurinn sem hafi verið kallaður til hafi átt að vinna með samskiptavanda í deildinni sem kom til vegna nýs yfirmanns. „Það átti að vinna með vinnumóralinn almennt,“ segir Guðmundur. „Allir starfsmenn fóru á sérfund og maður átti að láta allt flakka í trúnaði. Sem ég gerði enda hafði yfirmaðurinn reynt að fá mig rekinn í tvö ár og samskiptin eftir því. Það var skýrt að 90 prósent starfsmanna töldu þennan yfirmann vera undirrót vandans.“ Guðmundur segir Björn Óla fara með rangt mál enda þekki hann alls ekki báðar hliðar málsins. „Það talaði aldrei neinn við mig um stöðu mála fyrir uppsögn né ræddi leiðir til að leysa vandamál – mér var reyndar aldrei tjáð að það væru vandamál.“Þarf að skapa sátt Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir ljóst að að það þurfi að ríkja sátt um starfsumhverfi flugumferðarstjóra. Hann vill ekki tjá sig um starfsmannastefnu Isavia. „Nú er ég ekki að fullyrða að það sé pottur brotinn í starfsmannamálum Isavia, en ef svo er hver væri þá rétti aðilinn til að rannsaka það? Væri það forstjórinn sem er aðili að málinu og hefur þar af leiðandi hagsmuna að gæta í því?“ spyr hann. Sigurjón bendir á manneklu í flugumferðarstjórn á Íslandi og þörf fyrir þjálfun. „Því væri eðlilegt að skoða þetta mál nánar. Þarna er um að ræða mann sem hefur mikla reynslu af stjórn flugumferðar sem og þjálfun flugumferðarstjóra og starfskraftar hans myndu nýtast vel í þau verkefni sem fram undan eru.“Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirIsavia ekki staðið undir ábyrgð Á Íslandi er ekki lagaleg skylda fyrirtækja að ráða starfsmenn aftur jafnvel þótt uppsögn sé dæmd ólögmæt. Slíkt er háð samkomulagi. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að máli Guðmundar hefði mátt ljúka farsællega með því að viðhafa rétt vinnubrögð innan Isavia um leið og málið kom upp. „Við höfum talið að fyrirtækið eigi að endurskoða ákvörðun sína, sérstaklega í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögleg. Það hvílir eðlilega mikil ábyrgð á fyrirtæki eins og Isavia, sem er að fullu í ríkiseigu,“ segir Elín og bendir á að Isavia sé eini vinnuveitandi flugumferðarstjóra á Íslandi. „Það er augljóst að stjórnendur Isavia hafa ekki staðið undir sinni miklu ábyrgð í þessu máli.“ Fleiri umdeildar uppsagnir Dómurinn í máli Guðmundar um ólögmæta uppsögn er ekki einsdæmi í stuttri sögu Isavia. Skömmu áður dæmdi Hæstiréttur Isavia til að greiða félagsmanni Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) miskabætur vegna þess hvernig staðið var að uppsögn. Einnig var Isavia dæmt í Hæstarétti í desember árið 2011 til greiðslu bóta vegna ólöglegrar uppsagnar félagsmanns SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Ægir Gíslason sem starfaði sem öryggisvörður í flughöfninni hafði samband við Fréttablaðið og sagðist hafa verið sagt upp en voru greiddar bætur til að hann færi ekki í dómsmál. Hann var beðinn um að þegja um bæturnar. „Ástæða uppsagnar var líka látin heita samskiptaörðugleikar en ég var orðinn 64 ára og sagt upp þegar atvinnuástandið var slæmt. Enda hef ég ekki unnið síðan,“ segir Ægir. „Það er eitthvað mikið að starfsmannastefnunni í fyrirtækinu.“
Tengdar fréttir Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Flugumferðarstjóri sem var sagt upp störfum á ólögmætan hátt á ekki afturkvæmt í stéttina hér á landi. Var sagt upp eftir að hann kvartaði undan einelti á vinnustað. Hefur sótt um störf hjá Isavia í fjögur ár án árangurs. 14. júní 2016 08:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Flugumferðarstjóri segist útlægur frá Isavia Flugumferðarstjóri sem var sagt upp störfum á ólögmætan hátt á ekki afturkvæmt í stéttina hér á landi. Var sagt upp eftir að hann kvartaði undan einelti á vinnustað. Hefur sótt um störf hjá Isavia í fjögur ár án árangurs. 14. júní 2016 08:00