Strengjabrúða Landsvirkjunar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Umhverfisráðuneytið fer að kröfum Landsvirkjunar í nýjum drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum um hvar má virkja og hvar ekki. Verði drögin að veruleika, hefur Landsvirkjun í raun mótað leikreglur verkefnisstjórnar í úrvinnslu mála sem varða beina fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins; fleiri virkjanir. Spilling af þessu tagi má ekki viðgangast.Faglegt sjálfstæði afnumið Breytingarnar varða m.a. svæði sem nú þegar eru í verndarflokki rammaáætlunar og Alþingi hefur ákveðið að friðlýsa. Nóg yrði fyrir orkufyrirtæki að breyta virkjanahugmynd á svæði í verndarflokki lítilsháttar og verkefnisstjórnin yrði að endurmeta hana. Þetta reyndi Landsvirkjun einmitt með Norðlingaölduveitu fyrir skemmstu, en verkefnisstjórnin hafnaði endurmati eftir faglega umfjöllun. Faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar yrði afnumið með breytingunum og opnað á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem búið er að ákveða að friða gegn orkunýtingu.Farið að kröfum Landsvirkjunar Í krafti upplýsingalaga um umhverfismál fékk Landvernd aðgang að öllum gögnum þessa máls. Eini aðilinn sem óskaði eftir breytingum á starfsreglunum var Landsvirkjun sem lagði fram skriflegar kröfur sínar á fundi í umhverfisráðuneytinu í ágúst. Eftir bréfaskipti Landsvirkjunar og ráðuneytisins í lok árs sendi ráðuneytið verkefnisstjórninni og atvinnuvegaráðuneytinu fyrstu drög breyttra starfsreglna til umsagnar. Var þar komið til móts við kröfur Landsvirkjunar að nokkru. Eftir athugasemdir frá atvinnuvegaráðuneytinu, sem leitaði álits Orkustofnunar og Landsvirkjunar, breyttust drögin og eru nú í grundvallaratriðum í samræmi við upphaflegar kröfur Landsvirkjunar. Lokadrög voru ekki kynnt verkefnisstjórn áður en þau fóru til umsagnar almennings. Umhverfisráðherra sagði í útvarpsfréttum á sunnudag að hvorki hún né ráðuneytið hefðu haft „sérstakt samband“ við Landsvirkjun. Af gögnum sést þó að samskipti voru í formi fundar og síðan bréfaskipta á báða bóga. Eftir stendur að farið er að kröfum Landsvirkjunar.Málsmeðferð stenst ekki lög Málsmeðferðin stenst tæpast siðferðileg og sanngjörn viðmið í lýðræðisþjóðfélagi. Hún er heldur ekki í samræmi við lögin um rammaáætlun, en samkvæmt þeim ber að setja starfsreglurnar að fengnum tillögum verkefnisstjórnarinnar sjálfrar, ekki að tillögum Landsvirkjunar eða Orkustofnunar.Friðurinn er í höndum ráðherra Umhverfisráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji standa vörð um rammaáætlun. Kæra Sigrún, hér er tækifærið: Stattu við stóru orðin og staðfestu ekki þessar reglur frá Landsvirkjun, ellegar brýtur þú málsmeðferð laganna, jarðsetur rammaáætlun, þinn eigin trúverðugleika og skapar ófrið um störf verkefnisstjórnar. Friðurinn er í þínum höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðuneytið fer að kröfum Landsvirkjunar í nýjum drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin hefur ráðgefandi hlutverk gagnvart stjórnvöldum um hvar má virkja og hvar ekki. Verði drögin að veruleika, hefur Landsvirkjun í raun mótað leikreglur verkefnisstjórnar í úrvinnslu mála sem varða beina fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins; fleiri virkjanir. Spilling af þessu tagi má ekki viðgangast.Faglegt sjálfstæði afnumið Breytingarnar varða m.a. svæði sem nú þegar eru í verndarflokki rammaáætlunar og Alþingi hefur ákveðið að friðlýsa. Nóg yrði fyrir orkufyrirtæki að breyta virkjanahugmynd á svæði í verndarflokki lítilsháttar og verkefnisstjórnin yrði að endurmeta hana. Þetta reyndi Landsvirkjun einmitt með Norðlingaölduveitu fyrir skemmstu, en verkefnisstjórnin hafnaði endurmati eftir faglega umfjöllun. Faglegt sjálfstæði verkefnisstjórnar yrði afnumið með breytingunum og opnað á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem búið er að ákveða að friða gegn orkunýtingu.Farið að kröfum Landsvirkjunar Í krafti upplýsingalaga um umhverfismál fékk Landvernd aðgang að öllum gögnum þessa máls. Eini aðilinn sem óskaði eftir breytingum á starfsreglunum var Landsvirkjun sem lagði fram skriflegar kröfur sínar á fundi í umhverfisráðuneytinu í ágúst. Eftir bréfaskipti Landsvirkjunar og ráðuneytisins í lok árs sendi ráðuneytið verkefnisstjórninni og atvinnuvegaráðuneytinu fyrstu drög breyttra starfsreglna til umsagnar. Var þar komið til móts við kröfur Landsvirkjunar að nokkru. Eftir athugasemdir frá atvinnuvegaráðuneytinu, sem leitaði álits Orkustofnunar og Landsvirkjunar, breyttust drögin og eru nú í grundvallaratriðum í samræmi við upphaflegar kröfur Landsvirkjunar. Lokadrög voru ekki kynnt verkefnisstjórn áður en þau fóru til umsagnar almennings. Umhverfisráðherra sagði í útvarpsfréttum á sunnudag að hvorki hún né ráðuneytið hefðu haft „sérstakt samband“ við Landsvirkjun. Af gögnum sést þó að samskipti voru í formi fundar og síðan bréfaskipta á báða bóga. Eftir stendur að farið er að kröfum Landsvirkjunar.Málsmeðferð stenst ekki lög Málsmeðferðin stenst tæpast siðferðileg og sanngjörn viðmið í lýðræðisþjóðfélagi. Hún er heldur ekki í samræmi við lögin um rammaáætlun, en samkvæmt þeim ber að setja starfsreglurnar að fengnum tillögum verkefnisstjórnarinnar sjálfrar, ekki að tillögum Landsvirkjunar eða Orkustofnunar.Friðurinn er í höndum ráðherra Umhverfisráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji standa vörð um rammaáætlun. Kæra Sigrún, hér er tækifærið: Stattu við stóru orðin og staðfestu ekki þessar reglur frá Landsvirkjun, ellegar brýtur þú málsmeðferð laganna, jarðsetur rammaáætlun, þinn eigin trúverðugleika og skapar ófrið um störf verkefnisstjórnar. Friðurinn er í þínum höndum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun