Bleiki skatturinn Guðmundur Edgarsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu grein um hinn svokallaða bleika skatt. Ein tegund slíks skatts er þegar sambærileg vara er seld á hærra verði til kvenna en karla. Nefnt var sem dæmi í greininni að flaska af tilteknu dömuilmvatni kostaði umtalsvert meira en sambærileg flaska af herrailmi.Hví eiga viðskipti sér stað? Áður en við reynum að skýra hvað gæti valdið þessum verðmun á dömuilmvatninu og herrailminum er rétt að árétta hvað hvetur fólk til viðskipta yfirhöfuð. Skýra má þann hvata í eftirfarandi reglu: Tveir einstaklingar, A og B, eiga þá og því aðeins viðskipti að báðir telja sig hagnast. Tökum dæmi af bílaviðskiptum. A kaupir bíl af B fyrir milljón krónur því fyrir A er bíllinn a.m.k. eilítið verðmætari en það. Ef hann teldi að bíllinn væri nákvæmlega milljón króna virði væri enginn tilgangur með viðskiptunum og enn síður ef hann mæti bílinn ódýrari. Á sama hátt sæi B sér engan hag í að selja bílinn sinn fyrir krónu minna en milljón enda lagði hann upp með að hafa ábata af viðskiptunum.Eftirspurnin meiri hjá konum? Rökræðunnar vegna skulum við gera ráð fyrir að dömuilmvatnið og herrailmurinn séu fullkomlega sambærilegar vörur hvað gæði og kostnað varðar. Hvað getur þá skýrt verðmuninn? Jú, reglan að ofan. Ekki er ólíklegt að konur meti nefnilega dömuilmvatnið meira virði fyrir sig en karlar herrailminn. Eftirspurn kvenna eftir ilmefni er því hugsanlega meiri en hjá körlum sem endurspeglast svo í hærra verði.Hvað er þá til ráða? Tvennt er til ráða til að lækka verð á dömuilmvatni. Annars vegar að konur slaki á löngun sinni í ilmvatnið og dragi þannig úr eftirspurn. Hitt er að auka viðskiptafrelsi. Þá þarf að draga rækilega úr opinberum álögum og reglugerðarvæðingu svo að auðveldra verði fyrir nýja aðila að koma inn á ilmvatnsmarkaðinn. Þá eykst samkeppni og verð lækkar. Femínistar gerðu því margt vitlausara en að berjast gegn fórnarlambsnálgun og miðstýringaráráttu félagshyggjufólks og horfa til markaðslausna og frelsis í stað síaukinna pólitískra afskipta með tilheyrandi boðum og bönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu grein um hinn svokallaða bleika skatt. Ein tegund slíks skatts er þegar sambærileg vara er seld á hærra verði til kvenna en karla. Nefnt var sem dæmi í greininni að flaska af tilteknu dömuilmvatni kostaði umtalsvert meira en sambærileg flaska af herrailmi.Hví eiga viðskipti sér stað? Áður en við reynum að skýra hvað gæti valdið þessum verðmun á dömuilmvatninu og herrailminum er rétt að árétta hvað hvetur fólk til viðskipta yfirhöfuð. Skýra má þann hvata í eftirfarandi reglu: Tveir einstaklingar, A og B, eiga þá og því aðeins viðskipti að báðir telja sig hagnast. Tökum dæmi af bílaviðskiptum. A kaupir bíl af B fyrir milljón krónur því fyrir A er bíllinn a.m.k. eilítið verðmætari en það. Ef hann teldi að bíllinn væri nákvæmlega milljón króna virði væri enginn tilgangur með viðskiptunum og enn síður ef hann mæti bílinn ódýrari. Á sama hátt sæi B sér engan hag í að selja bílinn sinn fyrir krónu minna en milljón enda lagði hann upp með að hafa ábata af viðskiptunum.Eftirspurnin meiri hjá konum? Rökræðunnar vegna skulum við gera ráð fyrir að dömuilmvatnið og herrailmurinn séu fullkomlega sambærilegar vörur hvað gæði og kostnað varðar. Hvað getur þá skýrt verðmuninn? Jú, reglan að ofan. Ekki er ólíklegt að konur meti nefnilega dömuilmvatnið meira virði fyrir sig en karlar herrailminn. Eftirspurn kvenna eftir ilmefni er því hugsanlega meiri en hjá körlum sem endurspeglast svo í hærra verði.Hvað er þá til ráða? Tvennt er til ráða til að lækka verð á dömuilmvatni. Annars vegar að konur slaki á löngun sinni í ilmvatnið og dragi þannig úr eftirspurn. Hitt er að auka viðskiptafrelsi. Þá þarf að draga rækilega úr opinberum álögum og reglugerðarvæðingu svo að auðveldra verði fyrir nýja aðila að koma inn á ilmvatnsmarkaðinn. Þá eykst samkeppni og verð lækkar. Femínistar gerðu því margt vitlausara en að berjast gegn fórnarlambsnálgun og miðstýringaráráttu félagshyggjufólks og horfa til markaðslausna og frelsis í stað síaukinna pólitískra afskipta með tilheyrandi boðum og bönnum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun