„Kristin arfleifð íslenskrar menningar“ og mannréttindin Páll Valur Björnsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Vissuð þið að í íslensku grunnskólalögunum er ekki minnst einu orði á mannréttindi? Í annarri grein laganna þar sem fjallað er um markmið þeirra segir: „Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.“ Ekki orð um mannréttindi! Finnst ykkur það eðlilegt? Mér finnst það alls ekki. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp um að „mannréttindum“ verði bætt í markmiðsgrein grunnskólalaganna. Og hvers vegna finnst mér nauðsynlegt að það verði gert? Vegna þess að á Íslandi er verið að brjóta alvarlega gegn mannréttindum og ekki síst mannréttindum barna með margvíslegum hætti alla daga ársins. Meira en 6.000 íslensk börn líða efnislegan skort og þeim hefur fjölgað mikið frá árinu 2009. Ný skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sýnir þetta svart á hvítu. Í okkar auðuga landi eru mörg þúsund börn sem fara ekki aðeins á mis við tækifærin sem félagar þeirra fá og finnst sjálfsögð til að stunda félagslíf og íþróttir og læra á hljóðfæri og fara í ferðalög, þroskast og njóta lífsins, heldur börn sem vegna fátæktar fá ekki viðunandi næringu, búa í vondu og óöruggu húsnæði og klæðast lélegum fötum. Margoft hefur verið bent á óþolandi langa biðlista hjá börnum sem þurfa greiningar og viðeigandi stuðning vegna ýmiss konar skerðinga. Gleymum því aldrei að þetta eru börn af holdi og blóði með tilfinningar, væntingar og metnað og löngun til að verða hamingjusamt fólk. Ef þau fá ekki viðeigandi stuðning og þau tækifæri sem hann skapar munu þær vonir margra þeirra alls ekki rætast. Mörg þeirra munu ekki ná að fóta sig í námi, verða afskipt og einangruð félagslega og óhamingjusöm. Og það eru ekki bara íslensk börn sem ekki fá að njóta mannréttinda hér á landi. Það mátti glöggt heyra á málþingi um flóttabörn sem UNICEF og lögfræðisvið Háskólans á Bifröst héldu fyrr í þessum mánuði.Íslensk stjórnvöld standa sig ekki Þar kom fram að íslensk stjórnvöld standa sig alls ekki gagnvart börnum sem leita hælis hér á landi. Þau njóta ekki sérstakrar verndar og stuðningur við þau er stopull, ef hann er þá einhver yfirleitt. Þeim er ekki trúað og ekki við þau talað og aðgengi þeirra að menntun og annarri grunnþjónustu er oft mjög ábótavant. Ég hef, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram þingsályktunartillögu um að dagurinn sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, þ.e. 20. nóvember ár hvert, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Ég geri þessa tillögu og legg fram þetta frumvarp um að „mannréttindum“ verði bætt í markmiðsgrein grunnskólalaganna til að börn og ungmenni fái örugglega fræðslu um mannréttindi, virðingu fyrir mannlegri reisn allra, skylduna til að styðja þá sem standa höllum fæti og tryggja jöfn tækifæri fólks. Ástandið í íslensku samfélagi og áherslur íslenskra stjórnvalda sýna svo ekki verður um villst að það er bráðnauðsynlegt að auka þessa fræðslu svo að ráðamenn fái það aðhald og þau skilaboð frá almenningi sem þeir þurfa svo nauðsynlega á að halda. Ég trúi því og treysti að börnin okkar sem munu erfa þetta land muni standa sig miklu betur við það en við sem eldri erum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Vissuð þið að í íslensku grunnskólalögunum er ekki minnst einu orði á mannréttindi? Í annarri grein laganna þar sem fjallað er um markmið þeirra segir: „Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.“ Ekki orð um mannréttindi! Finnst ykkur það eðlilegt? Mér finnst það alls ekki. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp um að „mannréttindum“ verði bætt í markmiðsgrein grunnskólalaganna. Og hvers vegna finnst mér nauðsynlegt að það verði gert? Vegna þess að á Íslandi er verið að brjóta alvarlega gegn mannréttindum og ekki síst mannréttindum barna með margvíslegum hætti alla daga ársins. Meira en 6.000 íslensk börn líða efnislegan skort og þeim hefur fjölgað mikið frá árinu 2009. Ný skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sýnir þetta svart á hvítu. Í okkar auðuga landi eru mörg þúsund börn sem fara ekki aðeins á mis við tækifærin sem félagar þeirra fá og finnst sjálfsögð til að stunda félagslíf og íþróttir og læra á hljóðfæri og fara í ferðalög, þroskast og njóta lífsins, heldur börn sem vegna fátæktar fá ekki viðunandi næringu, búa í vondu og óöruggu húsnæði og klæðast lélegum fötum. Margoft hefur verið bent á óþolandi langa biðlista hjá börnum sem þurfa greiningar og viðeigandi stuðning vegna ýmiss konar skerðinga. Gleymum því aldrei að þetta eru börn af holdi og blóði með tilfinningar, væntingar og metnað og löngun til að verða hamingjusamt fólk. Ef þau fá ekki viðeigandi stuðning og þau tækifæri sem hann skapar munu þær vonir margra þeirra alls ekki rætast. Mörg þeirra munu ekki ná að fóta sig í námi, verða afskipt og einangruð félagslega og óhamingjusöm. Og það eru ekki bara íslensk börn sem ekki fá að njóta mannréttinda hér á landi. Það mátti glöggt heyra á málþingi um flóttabörn sem UNICEF og lögfræðisvið Háskólans á Bifröst héldu fyrr í þessum mánuði.Íslensk stjórnvöld standa sig ekki Þar kom fram að íslensk stjórnvöld standa sig alls ekki gagnvart börnum sem leita hælis hér á landi. Þau njóta ekki sérstakrar verndar og stuðningur við þau er stopull, ef hann er þá einhver yfirleitt. Þeim er ekki trúað og ekki við þau talað og aðgengi þeirra að menntun og annarri grunnþjónustu er oft mjög ábótavant. Ég hef, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram þingsályktunartillögu um að dagurinn sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, þ.e. 20. nóvember ár hvert, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Ég geri þessa tillögu og legg fram þetta frumvarp um að „mannréttindum“ verði bætt í markmiðsgrein grunnskólalaganna til að börn og ungmenni fái örugglega fræðslu um mannréttindi, virðingu fyrir mannlegri reisn allra, skylduna til að styðja þá sem standa höllum fæti og tryggja jöfn tækifæri fólks. Ástandið í íslensku samfélagi og áherslur íslenskra stjórnvalda sýna svo ekki verður um villst að það er bráðnauðsynlegt að auka þessa fræðslu svo að ráðamenn fái það aðhald og þau skilaboð frá almenningi sem þeir þurfa svo nauðsynlega á að halda. Ég trúi því og treysti að börnin okkar sem munu erfa þetta land muni standa sig miklu betur við það en við sem eldri erum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun