Af heimavinnu og pítsusneiðum Hulda María Magnúsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 14:51 Fyrir rétt um tveimur árum birtist á Vísi grein sem ég skrifaði og bar titilinn „Glaða kennslukonan.“ Þar var ég aðeins að skrifa um starfið mitt og launakjör enda samningaviðræður í gangi á þeim tíma. Tveimur árum og nýjum kjarasamningi síðar er ég enn að velta þessum hlutum fyrir mér enda tel ég hverri manneskju það hollt að velta fyrir sér hvernig hún geti þróast í starfi. Því miður er það ansi oft svo að þær grunnskólatengdu fréttir sem maður les í miðlunum fjalla yfirleitt um a) einelti, b) kjaramál eða c) eitthvað annað neikvætt. Þetta er ótrúlega sorglegt í ljósi þess hversu frábært starf er unnið í grunnskólum landsins en það fær lítið sem ekkert rými í miðlunum. Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum þegar kennari nokkur skellti því á facebook um daginn hvað dóttir hans þurfti að leysa mörg stærðfræðidæmi heima og kvöld fjölskyldunnar bara ónýtt fyrir vikið. Fjölmiðlarnir birtu þetta hver af öðru, leituðu álits hjá formanni Félags grunnskólakennara og kommentakerfin loguðu. Heimavinna er uppfinning djöfulsins, rústari heimila og kennarar þurfa að hugsa sinn gang. Ég er kannski svolítið dramatísk hérna en samt sem áður þá var þetta ein facebook færsla sem varð uppspretta endalausra vangaveltna. Það sem hins vegar kom hvergi fram var hvort þetta væri reglulegt, að svona mörg dæmi væru sett fyrir, hvort nemandinn hefði mögulega getað leyst þau í skólanum (sumir eyða kennslustundunum í annað en námið) eða hversu flókin dæmin voru. Ekkert var gert til að kanna baksöguna, önnur hliðin var bara tekin og allir kennarar dæmdir. Umfjöllunin um heimavinnuna var þó hrein hátíð hjá stóra pítsusneiðarmálinu sem hefur tröllriðið miðlunum frá öskudeginum. Ung stúlka mætti með peninga og ætlaði að fá að kaupa mat þó hún væri ekki í áskrift en var neitað. Vissulega leiðinleg uppákoma en rýmið sem þetta hefur fengið í miðlunum er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Að lesa það sem fólk skrifar í kommentakerfunum er hreint ótrúlegt, þvílík fúkyrði sem hafa verið látin falla um skólastjóra og starfsmenn Fellaskóla. Fullorðið fólk að gagnrýna einelti með því að kalla skólastjórann kerlingarherfu og þar fram eftir götunum. Hversu málefnalegt er það? Merkilegast er hvað fauk opinberlega í borgarstjórann, hann valdi að stunda sinn málflutning á facebook og í fjölmiðlum frekar en að leysa málið með samtölum við skólastjórnendur. Sami borgarstjóri og fer fyrir hundruða milljóna niðurskurði í skólakerfinu. Það er gott að geta slegið sér upp á einhverju... Það sem mér finnst sorglegast í þessu öllu saman er að á síðasta miðvikudag, hinn margumtalaða öskudag, fór fram stór kennararáðstefna. Þar var erlendur gestafyrirlesari og margar málstofur, allt mjög faglegt og vel heppnað og almenn ánægja meðal viðstaddra. Á ráðstefnunni voru líka árleg hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar veitt fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Tugir verkefna fengu tilnefningar enda fjölmargir kennarar að gera frábæra hluti um allt land, þó þessi tilteknu verðlaun einskorðist við höfuðborgina. Ég leitaði að fréttum frá ráðstefnunni á þessum sömu miðlum og hafa farið hamförum í umfjöllunum um skólastarfið í Melaskóla, heimavinnuna í ónefndum skóla, pítsumálið í Fellaskóla og alls konar gagnrýni á almenna skólakerfið. Ég fann bara ekki neitt. Vera má að ég hafi ekki leitað nógu vel en líklegra þykir mér, í ljósi reynslunnar, að miðlarnir hafi einfaldlega kosið að hunsa það jákvæða sem var í boði en setja það neikvæða í sviðsljósið. Kennsla er mikið álagsstarf en það eru alveg fleiri störf líka. Hins vegar held ég að fáir liggi jafn vel við höggi eins og kennarar þegar kemur að gagnrýni enda virðast allir hafa skoðun á skólakerfinu og láta fúkyrðin óspart vaða. Mikið væri það nú gleðilegt ef fjölmiðlar sæju sér fært, þó ekki væri nema í eina viku eða svo, að eyða tíma í að skoða jákvæðu hlutina í skólakerfinu. Þar væri sannarlega hægt að finna efni til að fylla margar forsíður og leiðara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rétt um tveimur árum birtist á Vísi grein sem ég skrifaði og bar titilinn „Glaða kennslukonan.“ Þar var ég aðeins að skrifa um starfið mitt og launakjör enda samningaviðræður í gangi á þeim tíma. Tveimur árum og nýjum kjarasamningi síðar er ég enn að velta þessum hlutum fyrir mér enda tel ég hverri manneskju það hollt að velta fyrir sér hvernig hún geti þróast í starfi. Því miður er það ansi oft svo að þær grunnskólatengdu fréttir sem maður les í miðlunum fjalla yfirleitt um a) einelti, b) kjaramál eða c) eitthvað annað neikvætt. Þetta er ótrúlega sorglegt í ljósi þess hversu frábært starf er unnið í grunnskólum landsins en það fær lítið sem ekkert rými í miðlunum. Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum þegar kennari nokkur skellti því á facebook um daginn hvað dóttir hans þurfti að leysa mörg stærðfræðidæmi heima og kvöld fjölskyldunnar bara ónýtt fyrir vikið. Fjölmiðlarnir birtu þetta hver af öðru, leituðu álits hjá formanni Félags grunnskólakennara og kommentakerfin loguðu. Heimavinna er uppfinning djöfulsins, rústari heimila og kennarar þurfa að hugsa sinn gang. Ég er kannski svolítið dramatísk hérna en samt sem áður þá var þetta ein facebook færsla sem varð uppspretta endalausra vangaveltna. Það sem hins vegar kom hvergi fram var hvort þetta væri reglulegt, að svona mörg dæmi væru sett fyrir, hvort nemandinn hefði mögulega getað leyst þau í skólanum (sumir eyða kennslustundunum í annað en námið) eða hversu flókin dæmin voru. Ekkert var gert til að kanna baksöguna, önnur hliðin var bara tekin og allir kennarar dæmdir. Umfjöllunin um heimavinnuna var þó hrein hátíð hjá stóra pítsusneiðarmálinu sem hefur tröllriðið miðlunum frá öskudeginum. Ung stúlka mætti með peninga og ætlaði að fá að kaupa mat þó hún væri ekki í áskrift en var neitað. Vissulega leiðinleg uppákoma en rýmið sem þetta hefur fengið í miðlunum er að mínu mati fyrir neðan allar hellur. Að lesa það sem fólk skrifar í kommentakerfunum er hreint ótrúlegt, þvílík fúkyrði sem hafa verið látin falla um skólastjóra og starfsmenn Fellaskóla. Fullorðið fólk að gagnrýna einelti með því að kalla skólastjórann kerlingarherfu og þar fram eftir götunum. Hversu málefnalegt er það? Merkilegast er hvað fauk opinberlega í borgarstjórann, hann valdi að stunda sinn málflutning á facebook og í fjölmiðlum frekar en að leysa málið með samtölum við skólastjórnendur. Sami borgarstjóri og fer fyrir hundruða milljóna niðurskurði í skólakerfinu. Það er gott að geta slegið sér upp á einhverju... Það sem mér finnst sorglegast í þessu öllu saman er að á síðasta miðvikudag, hinn margumtalaða öskudag, fór fram stór kennararáðstefna. Þar var erlendur gestafyrirlesari og margar málstofur, allt mjög faglegt og vel heppnað og almenn ánægja meðal viðstaddra. Á ráðstefnunni voru líka árleg hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar veitt fyrir framúrskarandi verkefni í skólastarfi. Tugir verkefna fengu tilnefningar enda fjölmargir kennarar að gera frábæra hluti um allt land, þó þessi tilteknu verðlaun einskorðist við höfuðborgina. Ég leitaði að fréttum frá ráðstefnunni á þessum sömu miðlum og hafa farið hamförum í umfjöllunum um skólastarfið í Melaskóla, heimavinnuna í ónefndum skóla, pítsumálið í Fellaskóla og alls konar gagnrýni á almenna skólakerfið. Ég fann bara ekki neitt. Vera má að ég hafi ekki leitað nógu vel en líklegra þykir mér, í ljósi reynslunnar, að miðlarnir hafi einfaldlega kosið að hunsa það jákvæða sem var í boði en setja það neikvæða í sviðsljósið. Kennsla er mikið álagsstarf en það eru alveg fleiri störf líka. Hins vegar held ég að fáir liggi jafn vel við höggi eins og kennarar þegar kemur að gagnrýni enda virðast allir hafa skoðun á skólakerfinu og láta fúkyrðin óspart vaða. Mikið væri það nú gleðilegt ef fjölmiðlar sæju sér fært, þó ekki væri nema í eina viku eða svo, að eyða tíma í að skoða jákvæðu hlutina í skólakerfinu. Þar væri sannarlega hægt að finna efni til að fylla margar forsíður og leiðara!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun