Viljinn er allt sem þarf Vera Einarsdóttir skrifar 29. júlí 2016 11:00 Sveindís æfði fótbolta á yngri árum og var að eigin sögn langt frá því að vera liðug þegar hún byrjaði í pole fitness fyrir tveimur árum. Það tók hana sex til sjö mánuði að komast í splitt. MYNDIR/EYÞÓR Sveindísi Þórhallsdóttur óraði ekki fyrir því að hún kæmist í splitt fyrir tveimur árum þegar hún fór að æfa pole fitness. Í dag er markmiðinu náð og efnir hún til viðburðar undir yfirskriftinni Operation Splits þar sem hún kennir öðrum tökin. Sveindís er nemandi í íþróttasálfræði og kennari hjá Eríal Pole. Hún æfði fótbolta á yngri árum en lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst á hné. „Ég var langt frá því að vera liðug og kunni ekkert að teygja fyrr en ég datt inn í pole fitness fyrir tveimur árum. Ég mætti mjög tvístígandi í fyrsta tímann en þegar ég sá hvað kennarinn gat gert hugsaði ég með mér að þetta vildi ég læra,“ segir Sveindís sem er sjálf farin að kenna. Pole byggist að miklu leyti á liðleika og styrk og með því að æfa reglulega og teygja einu sinni til þrisvar í viku tókst Sveindísi að komast í splitt á sex til sjö mánuðum. „Mér heyrist það oft vera sá tími sem þetta tekur en það er auðvitað einstaklingsbundið. Hvort sem það tekur lengri eða skemmri tíma sést yfirleitt mikill munur frá mánuði til mánaðar ef fólk heldur sig við efnið.“Sveindís segir pole fitness vinna vel á móti löngum setum við tölvuskjá.Það geta þetta allirEn geta allir lært að fara í splitt?„Já ég myndi segja það. Þetta snýst fyrst og fremst um að vilja það og ef viljinn er fyrir hendi og fólk æfir sig reglulega tekst það hjá flestum. Fullorðnum hættir til að halda að þeir geti ekki lært eitthvað nýtt. Við segjumst ekki geta lært nýtt tungumál eða nýja tækni. Þetta gerist ekki á einum degi frekar en þegar við lærum að labba en þetta er hægt,“ fullyrðir Sveindís. Sveindís, sem hefur verið í löngu sumarfríi, ákvað að efna til viðburðar á Facebook, Instagram og bloggsíðunni sinni sveindis.com þar sem hún kemur til með að deila myndum og myndböndum af upphitunum og teygjum sem gagnast þeim sem vilja æfa sig að komast í splitt. Hún hvetur fólk til að vera með.Aðhald og stuðningur „Ég verð með YouTube-myndbönd sem fólk getur fylgt eftir og svo hvet ég það til að deila myndum af gangi mála. Það má líka senda mér línu eða bara fylgjast með. Þetta er ekki hugsað sem keppni heldur fyrst og fremst sem aðhald og stuðningur.“ Aðspurð segist Sveindís bæði gera þetta fyrir sig og aðra. „Ég þurfti að koma mér í gang eftir sumarfrí og með því að hafa þetta opinbert er meiri pressa á að halda sig við efnið og standa sig. Þetta verður því vonandi bæði hvatning fyrir mig og aðra. Þá hef ég mjög gaman af því að kenna og brenn fyrir því að fá fólk til að hreyfa sig. Eins er ég virkilega ánægð með að hafa náð þessum árangri og finnst gaman ef ég get veitt öðrum innblástur,“ segir hún. Sveindís hefur haldið úti bloggi í eitt og hálft ár þar sem hún skrifar um pole fitness, íþróttasálfræði, femínisma og annað sem henni er hugleikið. Hún segist leið yfir því að í huga margra sé pole fitness tengt strippi. „Okkar karllæga samfélag lítur niður á konur sem sjá fyrir sér með því en ekki karlana sem sækjast eftir því að horfa. Það eru þeir sem búa til eftirspurnina og án þeirra væri stripp ekki til.“Iðkendur pole fitness halda sér að miklu leyti uppi á húðinni. Af þeim sökum er að sögn Sveindísar nauðsynlegt að vera fáklæddur. Það er ekki gert fyrir áhorfendur heldur er beinlínis hættulegt að vera í miklum fötum.Krefjandi en skemmtilegt Pole fitness er hins vegar að sögn Sveindísar fyrst og fremst fimleikar og útheimtir mikinn styrk og þol. „Fólk ræður svo hvernig það útfærir dansana í pole alveg eins og öðrum dansstílum. Þetta er líka mikið álag á húðina enda heldur maður sér að miklu leyti uppi á henni og af þeim sökum er nauðsynlegt að vera fáklæddur. Það er ekki gert fyrir áhorfendur heldur er beinlínis hættulegt að vera í miklum fötum.“ Sveindís segir æfingarnar hafa gert sér gott. „Þetta er virkilega krefjandi en það er það sem er svo skemmtilegt. Þá er þetta mjög gott á móti löngum setum við tölvuskjá. Við styrkjum líkamann, teygjum hann og hreinlega snúum honum á hvolf.“ Operation Splits áskorun Sveindísar hefst 1. ágúst og stendur yfir í tvær vikur. „Ef vel gengur hafði ég hugsað mér að halda áfram út águst.“ Hægt er að skrá sig til leiks á Operation Splits! á Facebook eða fylgjast með á #operationsplits á Instagram. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Sveindísi Þórhallsdóttur óraði ekki fyrir því að hún kæmist í splitt fyrir tveimur árum þegar hún fór að æfa pole fitness. Í dag er markmiðinu náð og efnir hún til viðburðar undir yfirskriftinni Operation Splits þar sem hún kennir öðrum tökin. Sveindís er nemandi í íþróttasálfræði og kennari hjá Eríal Pole. Hún æfði fótbolta á yngri árum en lagði skóna á hilluna eftir að hafa meiðst á hné. „Ég var langt frá því að vera liðug og kunni ekkert að teygja fyrr en ég datt inn í pole fitness fyrir tveimur árum. Ég mætti mjög tvístígandi í fyrsta tímann en þegar ég sá hvað kennarinn gat gert hugsaði ég með mér að þetta vildi ég læra,“ segir Sveindís sem er sjálf farin að kenna. Pole byggist að miklu leyti á liðleika og styrk og með því að æfa reglulega og teygja einu sinni til þrisvar í viku tókst Sveindísi að komast í splitt á sex til sjö mánuðum. „Mér heyrist það oft vera sá tími sem þetta tekur en það er auðvitað einstaklingsbundið. Hvort sem það tekur lengri eða skemmri tíma sést yfirleitt mikill munur frá mánuði til mánaðar ef fólk heldur sig við efnið.“Sveindís segir pole fitness vinna vel á móti löngum setum við tölvuskjá.Það geta þetta allirEn geta allir lært að fara í splitt?„Já ég myndi segja það. Þetta snýst fyrst og fremst um að vilja það og ef viljinn er fyrir hendi og fólk æfir sig reglulega tekst það hjá flestum. Fullorðnum hættir til að halda að þeir geti ekki lært eitthvað nýtt. Við segjumst ekki geta lært nýtt tungumál eða nýja tækni. Þetta gerist ekki á einum degi frekar en þegar við lærum að labba en þetta er hægt,“ fullyrðir Sveindís. Sveindís, sem hefur verið í löngu sumarfríi, ákvað að efna til viðburðar á Facebook, Instagram og bloggsíðunni sinni sveindis.com þar sem hún kemur til með að deila myndum og myndböndum af upphitunum og teygjum sem gagnast þeim sem vilja æfa sig að komast í splitt. Hún hvetur fólk til að vera með.Aðhald og stuðningur „Ég verð með YouTube-myndbönd sem fólk getur fylgt eftir og svo hvet ég það til að deila myndum af gangi mála. Það má líka senda mér línu eða bara fylgjast með. Þetta er ekki hugsað sem keppni heldur fyrst og fremst sem aðhald og stuðningur.“ Aðspurð segist Sveindís bæði gera þetta fyrir sig og aðra. „Ég þurfti að koma mér í gang eftir sumarfrí og með því að hafa þetta opinbert er meiri pressa á að halda sig við efnið og standa sig. Þetta verður því vonandi bæði hvatning fyrir mig og aðra. Þá hef ég mjög gaman af því að kenna og brenn fyrir því að fá fólk til að hreyfa sig. Eins er ég virkilega ánægð með að hafa náð þessum árangri og finnst gaman ef ég get veitt öðrum innblástur,“ segir hún. Sveindís hefur haldið úti bloggi í eitt og hálft ár þar sem hún skrifar um pole fitness, íþróttasálfræði, femínisma og annað sem henni er hugleikið. Hún segist leið yfir því að í huga margra sé pole fitness tengt strippi. „Okkar karllæga samfélag lítur niður á konur sem sjá fyrir sér með því en ekki karlana sem sækjast eftir því að horfa. Það eru þeir sem búa til eftirspurnina og án þeirra væri stripp ekki til.“Iðkendur pole fitness halda sér að miklu leyti uppi á húðinni. Af þeim sökum er að sögn Sveindísar nauðsynlegt að vera fáklæddur. Það er ekki gert fyrir áhorfendur heldur er beinlínis hættulegt að vera í miklum fötum.Krefjandi en skemmtilegt Pole fitness er hins vegar að sögn Sveindísar fyrst og fremst fimleikar og útheimtir mikinn styrk og þol. „Fólk ræður svo hvernig það útfærir dansana í pole alveg eins og öðrum dansstílum. Þetta er líka mikið álag á húðina enda heldur maður sér að miklu leyti uppi á henni og af þeim sökum er nauðsynlegt að vera fáklæddur. Það er ekki gert fyrir áhorfendur heldur er beinlínis hættulegt að vera í miklum fötum.“ Sveindís segir æfingarnar hafa gert sér gott. „Þetta er virkilega krefjandi en það er það sem er svo skemmtilegt. Þá er þetta mjög gott á móti löngum setum við tölvuskjá. Við styrkjum líkamann, teygjum hann og hreinlega snúum honum á hvolf.“ Operation Splits áskorun Sveindísar hefst 1. ágúst og stendur yfir í tvær vikur. „Ef vel gengur hafði ég hugsað mér að halda áfram út águst.“ Hægt er að skrá sig til leiks á Operation Splits! á Facebook eða fylgjast með á #operationsplits á Instagram.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira