Íslensk olía? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun