Jess við erum JÖFN! Anna Kristín Kristjánsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 07:00 Fyrir tæplega ári skiluðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu inn umsókn til VR um jafnlaunavottun. Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með um 40 starfsmenn, að fara í gegnum þetta ferli. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra. Lærdómurinn af vegferðinni kom okkur skemmtilega á óvart og ávinningurinn mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á vinnustaðnum ríkir jafnrétti, hvort sem horft er til jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“, „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?“ Það þyrfti sannarlega að markaðssetja ávinninginn betur því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. Ávinningurinn er margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum og innleiðing agaðri vinnubragða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu og hvetjum forsvarsmenn minni fyrirtækja til að feta í okkar fótspor. Við höfum ekki tíma er örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt oft rétt. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð okkar allra. Ekkert fyrirtæki getur skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega ári skiluðum við á auglýsingastofunni Hvíta húsinu inn umsókn til VR um jafnlaunavottun. Okkur grunaði að það væri afar hollt fyrir fyrirtæki af okkar stærðargráðu, með um 40 starfsmenn, að fara í gegnum þetta ferli. Einnig vissum við að það yrði mikil áskorun þar sem við erum ekki með skilgreindan mannauðsstjóra. Lærdómurinn af vegferðinni kom okkur skemmtilega á óvart og ávinningurinn mun meiri en við áttum von á. Jákvæðast var þó að fá staðfestingu á því að á vinnustaðnum ríkir jafnrétti, hvort sem horft er til jafnra launa kynjanna fyrir sambærileg störf, útdeilingu verkefna og ábyrgðar, starfsþróunar eða annarra þátta. Hlutfall kvenna og karla er nákvæmlega 50/50 og í stjórn fyrirtækisins eru tvær konur og þrír karlar. Það er ekki þrautalaust fyrir skapandi einstaklinga að fara í gegnum þetta ferli. Svo mörg „leiðinleg“ hugtök fylgja svona vinnu: verkferlar og flæðirit, vottun og viðmið og starfaflokkun og því um líkt. Fyrstu hugsanirnar voru „er ekki hægt að breyta nafninu á þessu?“, „er ekki hægt að gera þetta eitthvað meira „sexí“ svo fyrirtæki hreinlega geti hugsað sér að fara í gegnum þetta?“ Það þyrfti sannarlega að markaðssetja ávinninginn betur því hann er svo langt umfram það að vera bara einhver stimpill á plakat. Ávinningurinn er margþættur og sjálfsagt hlutfallslega miklu meiri fyrir smærri fyrirtæki, því þetta er lærdómsferli; þjálfun í jafnréttismiðuðum og stefnumiðuðum mannauðsmálum og innleiðing agaðri vinnubragða. Við sjáum ekki eftir einni einustu sekúndu og hvetjum forsvarsmenn minni fyrirtækja til að feta í okkar fótspor. Við höfum ekki tíma er örugglega svar margra í forsvari fyrir minni fyrirtæki. Og það er sjálfsagt oft rétt. En jafnrétti og það að tryggja jafnan hlut kynjanna í launum fyrir sambærileg störf er á ábyrgð okkar allra. Ekkert fyrirtæki getur skorast undan þeirri áskorun að rýna sinn launastrúktúr og velta fyrir sér hvernig hann varð til, af hverju erum við að borga svona laun og fyrir hvað? Hvert er framlagið og hverjar eru kröfurnar? Ef niðurstaðan endurspeglar jafnrétti, frábært, en ef ekki er aðgerða þörf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar