Nýr valkostur á húsnæðismarkaði - merkum áfanga náð Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2016 10:00 Um helgina hélt ASÍ upp á aldarafmæli sitt. Við það tækifæri var kynnt nýtt samkomulag um uppbyggingu 1000 leiguíbúða á næstu árum. Á þessu ári hafa borgaryfirvöld skuldbundið sig til að úthluta lóðum fyrir 150 íbúðir, 250 árið 2017, og svo 300 íbúðir á hvoru ári fyrir sig 2018 og 2019. Það er skemmtilegt frá því að segja að verkefnið er komið svo langt að þegar liggja fyrir tillögur um eftirfarandi: • Urðarbrunnur nr. 33-35 og nr. 130-134. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðunum 53 íbúðir. Lóðirnar eru byggingarhæfar • Móavegur nr. 2-4. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 50 íbúðir. Lóðin er byggingarhæf þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest. • Nauthólsvegur nr. 79. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 40 íbúðir. Mín fyrsta aðkoma að málinu var í stjórn VR árið 2011 þegar fyrstu skrefin voru tekin í þessa átt. Síðan hef ég unnið ötullega að þessu máli innan VR, ASÍ og borgarstjórnar. Hyggst ég beita mér áfram í húsnæðismálum ásamt öðrum framfararmálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna jafnrétti og baráttuna gegn óútskýrðum launamun kynjanna, að efla og tryggja aukinn kaupmátt í framtíðinni og styttingu vinnuvikunnar, starfsmenntun og sveiganleg starfslok svo eitthvað sé nefnt. Þó vissulega beri að fagna þessum góða áfanga er margt óunnið í húsnæðismálum. Aðgengi að góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum eru mannréttindi sem öllum þurfa að vera tryggð - það er í eðli sínu kjaramál og því úrlausnarefni verkalýðshreyfingarinnar, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar. Nauðsynlegt er að valmöguleikar á húsnæðismarkaði séu sem fjölbreyttastir. Í raun er það svo að öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum er ein forsenda byggðar hér á landi. Ef þörfum ungs fólks fyrir hagstæðu húsnæði er ekki mætt er hætt við áframhaldandi brottflutningi ungs menntaðs hæfileikafólks. Það mun draga úr möguleikum okkar til að byggja upp fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, skapa neikvæðan þrýsting á lífeyris- og velferðarkerfi framtíðarinnar og ógna frekari uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Tryggjum að svo verði ekki. Því er nauðsynlegt að huga að frekari uppbyggingu á leigumarkaði til að mæta vaxandi þörf og fjölga einnig valmöguleikum annarra tekjuhópa á húsnæðismarkaði. Fjölbreyttir valmöguleikar útiloka ekki hvern annan heldur stuðla að heilbrigðum markaði með eðlilegri verðmyndun öllum til hagsbóta. Til að vinna áfram að þessu brýna hagsmunamáli VR félaga, og öðrum, þarf ég endurnýjað umboð þeirra og trúnað. Ég hef því boðið mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í VR. Kosningarnar standa yfir núna. Sért þú félagi í VR hvet ég þig til að nýta atkvæðisréttinn og vonandi á ég stuðning þinn vísan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Um helgina hélt ASÍ upp á aldarafmæli sitt. Við það tækifæri var kynnt nýtt samkomulag um uppbyggingu 1000 leiguíbúða á næstu árum. Á þessu ári hafa borgaryfirvöld skuldbundið sig til að úthluta lóðum fyrir 150 íbúðir, 250 árið 2017, og svo 300 íbúðir á hvoru ári fyrir sig 2018 og 2019. Það er skemmtilegt frá því að segja að verkefnið er komið svo langt að þegar liggja fyrir tillögur um eftirfarandi: • Urðarbrunnur nr. 33-35 og nr. 130-134. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa á lóðunum 53 íbúðir. Lóðirnar eru byggingarhæfar • Móavegur nr. 2-4. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 50 íbúðir. Lóðin er byggingarhæf þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest. • Nauthólsvegur nr. 79. Breyting á deiliskipulagi í skipulagsferli. Áætlað er að heimilt verði að reisa á lóðarhlutanum um 40 íbúðir. Mín fyrsta aðkoma að málinu var í stjórn VR árið 2011 þegar fyrstu skrefin voru tekin í þessa átt. Síðan hef ég unnið ötullega að þessu máli innan VR, ASÍ og borgarstjórnar. Hyggst ég beita mér áfram í húsnæðismálum ásamt öðrum framfararmálum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna jafnrétti og baráttuna gegn óútskýrðum launamun kynjanna, að efla og tryggja aukinn kaupmátt í framtíðinni og styttingu vinnuvikunnar, starfsmenntun og sveiganleg starfslok svo eitthvað sé nefnt. Þó vissulega beri að fagna þessum góða áfanga er margt óunnið í húsnæðismálum. Aðgengi að góðu húsnæði á viðráðanlegum kjörum eru mannréttindi sem öllum þurfa að vera tryggð - það er í eðli sínu kjaramál og því úrlausnarefni verkalýðshreyfingarinnar, stjórnmálanna og þjóðarinnar allrar. Nauðsynlegt er að valmöguleikar á húsnæðismarkaði séu sem fjölbreyttastir. Í raun er það svo að öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum er ein forsenda byggðar hér á landi. Ef þörfum ungs fólks fyrir hagstæðu húsnæði er ekki mætt er hætt við áframhaldandi brottflutningi ungs menntaðs hæfileikafólks. Það mun draga úr möguleikum okkar til að byggja upp fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, skapa neikvæðan þrýsting á lífeyris- og velferðarkerfi framtíðarinnar og ógna frekari uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Tryggjum að svo verði ekki. Því er nauðsynlegt að huga að frekari uppbyggingu á leigumarkaði til að mæta vaxandi þörf og fjölga einnig valmöguleikum annarra tekjuhópa á húsnæðismarkaði. Fjölbreyttir valmöguleikar útiloka ekki hvern annan heldur stuðla að heilbrigðum markaði með eðlilegri verðmyndun öllum til hagsbóta. Til að vinna áfram að þessu brýna hagsmunamáli VR félaga, og öðrum, þarf ég endurnýjað umboð þeirra og trúnað. Ég hef því boðið mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í VR. Kosningarnar standa yfir núna. Sért þú félagi í VR hvet ég þig til að nýta atkvæðisréttinn og vonandi á ég stuðning þinn vísan.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar