Bakkafrumvarp og sýndarviðræður Snorri Baldursson skrifar 24. september 2016 07:00 Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun