Kvosin sem við elskum heitt Björn Ólafs skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Kvosin í Reykjavík er enn einu sinni orðin hitamál í borginni. Áform um nýbyggingar eru nálægt því að verða að veruleika á tveim af þremur stöðum sem okkur þykir vænt um á þessum pínulitla ferkantaða fleti milli hafnar og tjarnar. Pínulitla, en hér er hjarta íslenska lýðveldisins, höfuðborgarinnar, þjóðkirkjunnar, hér bjó fyrsti landnámsmaðurinn. Borgarbúarnir eru alltaf hræddir, snortnir, þegar komið er við þessa húsaþyrpingu. Hjálpi mér segja flestir og láta þar við sitja. En Kvosin þróast án þeirra, stundum vel, stundum skringilega og skemmtilega, en líka stundum klaufalega. Klaufaskapurinn stendur oft rótfastur í meira en öld. Þrír staðir skipta hér mestu máli, Austurvöllur, Tjörnin og svo Lækjargata; öxullinn sem liggur frá Hörpu að Hljómskálagarði. Tölum fyrst um þann öxul. Austan hans stendur röð opinberra bygginga, falleg gömul hús, og svo Arnarhóll með styttunni af Ingólfi. Þessi mannvirki syngja hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór. Hinum megin við götuna er fyrst Tjörnin og síðan löng röð af byggingum sem er ekki nærri því eins vel heppnuð og húsin á móti. Hér er ein lóð auð og mun þar rísa hótel. Norðan Lækjartorgs er síðan einskismannsland alla leið að Hörpu. Munu þar rísa fimm til sex hæða hús sem ætlað er að tengi Kvosina við tónleikahúsið. Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna.Ekki flókið að teikna mismunandi útfærslur Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður. Í þessu tilfelli virðist mér ekki mjög flókið að teikna mismunandi útfærslur á útliti þessara húsa og setja þær inn í heildarmynd Lækjargötu og Arnarhóls. Í borginni eru margir ágætir þrívíddarmeistarar sem kunna að sýna okkur hvernig þessi nýju hús myndu passa við umhverfið þannig að sjá megi hvað vel fari, eða miður. Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni. Víkjum okkur þá að Tjörninni, því umhverfi sem að mínu áliti er það eina sem nefna mætti sjarmerandi í Kvosinni enda vinsælla en flest útivistarsvæði önnur. Í kringum Tjörnina er falleg byggð, nema óbyggð lóð aftan við Ráðhúsið, sem er ætluð fyrir skrifstofur Alþingis. Góð hugmynd. En hér blasir við sama vandamálið og í Lækjargötu. Nokkuð há og bein bygging mun rísa hér og mynda baktjald ráðhússins. Hún verður þannig hluti af póstkorti sem sýnir sérkennilegasta staðinn við Tjörnina. Núverandi forsætisráðherra hefur sent út jólakort sem sýnir hugmynd um útlit byggingarinnar sem gerð yrði eftir nær hundrað ára gamalli skissu Guðjóns Samúelssonar. Vitaskuld eru kollegar mínir arkitektar hneykslaðir af þessari tímaskekktu uppástungu. Nútímaarkitektúr er búinn að vera í heila öld grátt eða hvítt hús, algjörlega skrautlaust og litlaust nema í sauðalitum. Allt annað telst vera smekkleysa. Allt skal svara þörfum, eins og formaður arkitektafélagsins sagði sem rök fyrir mótmælum við smekkleysi ráðherrans.Ef til vill vantar metnað Áhugavert er að staldra við og athuga hver hann er þessi Guðjón sem ráðherra setur í hásæti sem einráðan í íslenskri byggingarlist. Guðjón Samúelsson lærði í Danmörku fyrir fyrra stríð og hefur sennilega lært það sama og ég í Frakklandi hálfri öld síðar. Hann kom til Íslands og var svo mikils metinn að hann var skipaður landsarkitekt 1920. Nær allar byggingar sem rísa á næstu þrem áratugum á Íslandi og sem enn eru taldar mikilvægar eru eftir hann: Háskólinn, Kaþólska kirkjan, Þjóðleikhúsið, Eimskip, Apótekið, Hótel Borg, Akureyrarkirkja, Landsbankinn og auðvitað Hallgrímskirkja. Þessar byggingar hafa allar mjög sterkt svipmót, falla vel inn í borgarmynd og hafa allar eigin persónuleika. Guðjón var þó ekki frumlegur utangarðsmaður. Hann sækir forskriftir í tískustefnur eins og danska byggingarrómantík, þýskar hugmyndir um virðuleika í borgarumhverfi og „sígildar“ reglur arkitektaskóla. Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi. Það gerðist þó hinum megin við Lækinn í Bakarabrekku þegar æst ungmenni máluðu öll húsin þar á einni bjartri sumarnóttu, og allir sáu morguninn eftir hvað þau eru falleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvosin í Reykjavík er enn einu sinni orðin hitamál í borginni. Áform um nýbyggingar eru nálægt því að verða að veruleika á tveim af þremur stöðum sem okkur þykir vænt um á þessum pínulitla ferkantaða fleti milli hafnar og tjarnar. Pínulitla, en hér er hjarta íslenska lýðveldisins, höfuðborgarinnar, þjóðkirkjunnar, hér bjó fyrsti landnámsmaðurinn. Borgarbúarnir eru alltaf hræddir, snortnir, þegar komið er við þessa húsaþyrpingu. Hjálpi mér segja flestir og láta þar við sitja. En Kvosin þróast án þeirra, stundum vel, stundum skringilega og skemmtilega, en líka stundum klaufalega. Klaufaskapurinn stendur oft rótfastur í meira en öld. Þrír staðir skipta hér mestu máli, Austurvöllur, Tjörnin og svo Lækjargata; öxullinn sem liggur frá Hörpu að Hljómskálagarði. Tölum fyrst um þann öxul. Austan hans stendur röð opinberra bygginga, falleg gömul hús, og svo Arnarhóll með styttunni af Ingólfi. Þessi mannvirki syngja hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór. Hinum megin við götuna er fyrst Tjörnin og síðan löng röð af byggingum sem er ekki nærri því eins vel heppnuð og húsin á móti. Hér er ein lóð auð og mun þar rísa hótel. Norðan Lækjartorgs er síðan einskismannsland alla leið að Hörpu. Munu þar rísa fimm til sex hæða hús sem ætlað er að tengi Kvosina við tónleikahúsið. Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna.Ekki flókið að teikna mismunandi útfærslur Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður. Í þessu tilfelli virðist mér ekki mjög flókið að teikna mismunandi útfærslur á útliti þessara húsa og setja þær inn í heildarmynd Lækjargötu og Arnarhóls. Í borginni eru margir ágætir þrívíddarmeistarar sem kunna að sýna okkur hvernig þessi nýju hús myndu passa við umhverfið þannig að sjá megi hvað vel fari, eða miður. Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni. Víkjum okkur þá að Tjörninni, því umhverfi sem að mínu áliti er það eina sem nefna mætti sjarmerandi í Kvosinni enda vinsælla en flest útivistarsvæði önnur. Í kringum Tjörnina er falleg byggð, nema óbyggð lóð aftan við Ráðhúsið, sem er ætluð fyrir skrifstofur Alþingis. Góð hugmynd. En hér blasir við sama vandamálið og í Lækjargötu. Nokkuð há og bein bygging mun rísa hér og mynda baktjald ráðhússins. Hún verður þannig hluti af póstkorti sem sýnir sérkennilegasta staðinn við Tjörnina. Núverandi forsætisráðherra hefur sent út jólakort sem sýnir hugmynd um útlit byggingarinnar sem gerð yrði eftir nær hundrað ára gamalli skissu Guðjóns Samúelssonar. Vitaskuld eru kollegar mínir arkitektar hneykslaðir af þessari tímaskekktu uppástungu. Nútímaarkitektúr er búinn að vera í heila öld grátt eða hvítt hús, algjörlega skrautlaust og litlaust nema í sauðalitum. Allt annað telst vera smekkleysa. Allt skal svara þörfum, eins og formaður arkitektafélagsins sagði sem rök fyrir mótmælum við smekkleysi ráðherrans.Ef til vill vantar metnað Áhugavert er að staldra við og athuga hver hann er þessi Guðjón sem ráðherra setur í hásæti sem einráðan í íslenskri byggingarlist. Guðjón Samúelsson lærði í Danmörku fyrir fyrra stríð og hefur sennilega lært það sama og ég í Frakklandi hálfri öld síðar. Hann kom til Íslands og var svo mikils metinn að hann var skipaður landsarkitekt 1920. Nær allar byggingar sem rísa á næstu þrem áratugum á Íslandi og sem enn eru taldar mikilvægar eru eftir hann: Háskólinn, Kaþólska kirkjan, Þjóðleikhúsið, Eimskip, Apótekið, Hótel Borg, Akureyrarkirkja, Landsbankinn og auðvitað Hallgrímskirkja. Þessar byggingar hafa allar mjög sterkt svipmót, falla vel inn í borgarmynd og hafa allar eigin persónuleika. Guðjón var þó ekki frumlegur utangarðsmaður. Hann sækir forskriftir í tískustefnur eins og danska byggingarrómantík, þýskar hugmyndir um virðuleika í borgarumhverfi og „sígildar“ reglur arkitektaskóla. Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi. Það gerðist þó hinum megin við Lækinn í Bakarabrekku þegar æst ungmenni máluðu öll húsin þar á einni bjartri sumarnóttu, og allir sáu morguninn eftir hvað þau eru falleg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar