Kvosin sem við elskum heitt Björn Ólafs skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Kvosin í Reykjavík er enn einu sinni orðin hitamál í borginni. Áform um nýbyggingar eru nálægt því að verða að veruleika á tveim af þremur stöðum sem okkur þykir vænt um á þessum pínulitla ferkantaða fleti milli hafnar og tjarnar. Pínulitla, en hér er hjarta íslenska lýðveldisins, höfuðborgarinnar, þjóðkirkjunnar, hér bjó fyrsti landnámsmaðurinn. Borgarbúarnir eru alltaf hræddir, snortnir, þegar komið er við þessa húsaþyrpingu. Hjálpi mér segja flestir og láta þar við sitja. En Kvosin þróast án þeirra, stundum vel, stundum skringilega og skemmtilega, en líka stundum klaufalega. Klaufaskapurinn stendur oft rótfastur í meira en öld. Þrír staðir skipta hér mestu máli, Austurvöllur, Tjörnin og svo Lækjargata; öxullinn sem liggur frá Hörpu að Hljómskálagarði. Tölum fyrst um þann öxul. Austan hans stendur röð opinberra bygginga, falleg gömul hús, og svo Arnarhóll með styttunni af Ingólfi. Þessi mannvirki syngja hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór. Hinum megin við götuna er fyrst Tjörnin og síðan löng röð af byggingum sem er ekki nærri því eins vel heppnuð og húsin á móti. Hér er ein lóð auð og mun þar rísa hótel. Norðan Lækjartorgs er síðan einskismannsland alla leið að Hörpu. Munu þar rísa fimm til sex hæða hús sem ætlað er að tengi Kvosina við tónleikahúsið. Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna.Ekki flókið að teikna mismunandi útfærslur Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður. Í þessu tilfelli virðist mér ekki mjög flókið að teikna mismunandi útfærslur á útliti þessara húsa og setja þær inn í heildarmynd Lækjargötu og Arnarhóls. Í borginni eru margir ágætir þrívíddarmeistarar sem kunna að sýna okkur hvernig þessi nýju hús myndu passa við umhverfið þannig að sjá megi hvað vel fari, eða miður. Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni. Víkjum okkur þá að Tjörninni, því umhverfi sem að mínu áliti er það eina sem nefna mætti sjarmerandi í Kvosinni enda vinsælla en flest útivistarsvæði önnur. Í kringum Tjörnina er falleg byggð, nema óbyggð lóð aftan við Ráðhúsið, sem er ætluð fyrir skrifstofur Alþingis. Góð hugmynd. En hér blasir við sama vandamálið og í Lækjargötu. Nokkuð há og bein bygging mun rísa hér og mynda baktjald ráðhússins. Hún verður þannig hluti af póstkorti sem sýnir sérkennilegasta staðinn við Tjörnina. Núverandi forsætisráðherra hefur sent út jólakort sem sýnir hugmynd um útlit byggingarinnar sem gerð yrði eftir nær hundrað ára gamalli skissu Guðjóns Samúelssonar. Vitaskuld eru kollegar mínir arkitektar hneykslaðir af þessari tímaskekktu uppástungu. Nútímaarkitektúr er búinn að vera í heila öld grátt eða hvítt hús, algjörlega skrautlaust og litlaust nema í sauðalitum. Allt annað telst vera smekkleysa. Allt skal svara þörfum, eins og formaður arkitektafélagsins sagði sem rök fyrir mótmælum við smekkleysi ráðherrans.Ef til vill vantar metnað Áhugavert er að staldra við og athuga hver hann er þessi Guðjón sem ráðherra setur í hásæti sem einráðan í íslenskri byggingarlist. Guðjón Samúelsson lærði í Danmörku fyrir fyrra stríð og hefur sennilega lært það sama og ég í Frakklandi hálfri öld síðar. Hann kom til Íslands og var svo mikils metinn að hann var skipaður landsarkitekt 1920. Nær allar byggingar sem rísa á næstu þrem áratugum á Íslandi og sem enn eru taldar mikilvægar eru eftir hann: Háskólinn, Kaþólska kirkjan, Þjóðleikhúsið, Eimskip, Apótekið, Hótel Borg, Akureyrarkirkja, Landsbankinn og auðvitað Hallgrímskirkja. Þessar byggingar hafa allar mjög sterkt svipmót, falla vel inn í borgarmynd og hafa allar eigin persónuleika. Guðjón var þó ekki frumlegur utangarðsmaður. Hann sækir forskriftir í tískustefnur eins og danska byggingarrómantík, þýskar hugmyndir um virðuleika í borgarumhverfi og „sígildar“ reglur arkitektaskóla. Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi. Það gerðist þó hinum megin við Lækinn í Bakarabrekku þegar æst ungmenni máluðu öll húsin þar á einni bjartri sumarnóttu, og allir sáu morguninn eftir hvað þau eru falleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Kvosin í Reykjavík er enn einu sinni orðin hitamál í borginni. Áform um nýbyggingar eru nálægt því að verða að veruleika á tveim af þremur stöðum sem okkur þykir vænt um á þessum pínulitla ferkantaða fleti milli hafnar og tjarnar. Pínulitla, en hér er hjarta íslenska lýðveldisins, höfuðborgarinnar, þjóðkirkjunnar, hér bjó fyrsti landnámsmaðurinn. Borgarbúarnir eru alltaf hræddir, snortnir, þegar komið er við þessa húsaþyrpingu. Hjálpi mér segja flestir og láta þar við sitja. En Kvosin þróast án þeirra, stundum vel, stundum skringilega og skemmtilega, en líka stundum klaufalega. Klaufaskapurinn stendur oft rótfastur í meira en öld. Þrír staðir skipta hér mestu máli, Austurvöllur, Tjörnin og svo Lækjargata; öxullinn sem liggur frá Hörpu að Hljómskálagarði. Tölum fyrst um þann öxul. Austan hans stendur röð opinberra bygginga, falleg gömul hús, og svo Arnarhóll með styttunni af Ingólfi. Þessi mannvirki syngja hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór. Hinum megin við götuna er fyrst Tjörnin og síðan löng röð af byggingum sem er ekki nærri því eins vel heppnuð og húsin á móti. Hér er ein lóð auð og mun þar rísa hótel. Norðan Lækjartorgs er síðan einskismannsland alla leið að Hörpu. Munu þar rísa fimm til sex hæða hús sem ætlað er að tengi Kvosina við tónleikahúsið. Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna.Ekki flókið að teikna mismunandi útfærslur Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður. Í þessu tilfelli virðist mér ekki mjög flókið að teikna mismunandi útfærslur á útliti þessara húsa og setja þær inn í heildarmynd Lækjargötu og Arnarhóls. Í borginni eru margir ágætir þrívíddarmeistarar sem kunna að sýna okkur hvernig þessi nýju hús myndu passa við umhverfið þannig að sjá megi hvað vel fari, eða miður. Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni. Víkjum okkur þá að Tjörninni, því umhverfi sem að mínu áliti er það eina sem nefna mætti sjarmerandi í Kvosinni enda vinsælla en flest útivistarsvæði önnur. Í kringum Tjörnina er falleg byggð, nema óbyggð lóð aftan við Ráðhúsið, sem er ætluð fyrir skrifstofur Alþingis. Góð hugmynd. En hér blasir við sama vandamálið og í Lækjargötu. Nokkuð há og bein bygging mun rísa hér og mynda baktjald ráðhússins. Hún verður þannig hluti af póstkorti sem sýnir sérkennilegasta staðinn við Tjörnina. Núverandi forsætisráðherra hefur sent út jólakort sem sýnir hugmynd um útlit byggingarinnar sem gerð yrði eftir nær hundrað ára gamalli skissu Guðjóns Samúelssonar. Vitaskuld eru kollegar mínir arkitektar hneykslaðir af þessari tímaskekktu uppástungu. Nútímaarkitektúr er búinn að vera í heila öld grátt eða hvítt hús, algjörlega skrautlaust og litlaust nema í sauðalitum. Allt annað telst vera smekkleysa. Allt skal svara þörfum, eins og formaður arkitektafélagsins sagði sem rök fyrir mótmælum við smekkleysi ráðherrans.Ef til vill vantar metnað Áhugavert er að staldra við og athuga hver hann er þessi Guðjón sem ráðherra setur í hásæti sem einráðan í íslenskri byggingarlist. Guðjón Samúelsson lærði í Danmörku fyrir fyrra stríð og hefur sennilega lært það sama og ég í Frakklandi hálfri öld síðar. Hann kom til Íslands og var svo mikils metinn að hann var skipaður landsarkitekt 1920. Nær allar byggingar sem rísa á næstu þrem áratugum á Íslandi og sem enn eru taldar mikilvægar eru eftir hann: Háskólinn, Kaþólska kirkjan, Þjóðleikhúsið, Eimskip, Apótekið, Hótel Borg, Akureyrarkirkja, Landsbankinn og auðvitað Hallgrímskirkja. Þessar byggingar hafa allar mjög sterkt svipmót, falla vel inn í borgarmynd og hafa allar eigin persónuleika. Guðjón var þó ekki frumlegur utangarðsmaður. Hann sækir forskriftir í tískustefnur eins og danska byggingarrómantík, þýskar hugmyndir um virðuleika í borgarumhverfi og „sígildar“ reglur arkitektaskóla. Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi. Það gerðist þó hinum megin við Lækinn í Bakarabrekku þegar æst ungmenni máluðu öll húsin þar á einni bjartri sumarnóttu, og allir sáu morguninn eftir hvað þau eru falleg.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun