Meira en hinir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. júní 2016 08:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna „veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar kemur fram að aðgerðirnar hafi haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Mikil seinkun hefur verið á 99 flugferðum og um 20 þúsund farþegar hafa ekki komist leiðar sinnar. Þá hafa aðgerðirnar haft áhrif á nokkur þúsund farþega til viðbótar vegna keðjuverkunar. Kröfur flugumferðarstjóranna um launahækkanir eru háar. Kjaradeila þeirra við Samtök atvinnulífsins eru í hnút en þeim hafa að sögn verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. Í lok maí greindi Fréttablaðið frá því að þeir hafi hafnað tilboði sem svaraði til að minnsta kosti 25 prósenta hækkunar. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði – hið minnsta. Í leiðara fréttabréfs SA um mánaðamótin sagði Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum samningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Varnaðarorð framkvæmdastjórans eru kunnugleg úr kjarabaráttum, rætast oftast en stundum ekki – líkt og sjá má núna eftir langan verkfallsvetur um allt samfélagið – þar sem töluverðar launahækkanir áttu sér stað án þess að verðbólgan ryki upp í kjölfarið, enda ytri aðstæður okkur hagstæðar. Það er hins vegar rétt að jafnvægið sem komist hefur á eftir þennan harða vetur kjaradeilna er í hættu ef ákveðnar fámennar hálaunastéttir fá launahækkanir langt umfram aðra. Í vetur var barist fyrir því að uppgangurinn sem íslenskt samfélag hefur fundið fyrir undanfarin misseri dreifist með jafnari hætti. Eftir afar erfiða tíma í kjölfar hrunsins fékk verkalýðurinn nóg af misjafnri skiptingu auðs, bæði í gegnum launadreifingu sem og aðgerðir stjórnvalda. Fámennar stéttir sem vilja fara fram úr öðrum, einfaldlega í krafti þess að geta það með aðgerðum sem hafa áhrif langt umfram stærð þeirra, geta ógnað því samkomulagi sem náðist milli launþega og atvinnurekenda verulega. Fram hefur komið að önnur ríki renna hýru auga til rekstrar flugumferðarstjórnar hér á landi. Það er ekki sjálfgefið að slíkri starfsemi sé haldið úti hér á landi. Ef flugumferðarstjórum finnst svo ómögulegt að lifa hér á launum sem eru langt umfram meðallaun í landinu, má benda þeim á að freista gæfunnar annars staðar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun